Feykir


Feykir - 01.11.1995, Síða 5

Feykir - 01.11.1995, Síða 5
38/1995 FEYKIR5 íþróttabærinn Þaö hcfur veriö margt nýtt aö gerast í íþróttamálum á Sauöár- króki nú í sumar. Ber þar hæst þrjá atburði. Sá fyrsti er sá tíma- mótasamningur sem Sauöár- króksbær og sex aðrir aóilar geröu mcð scr til að veita Jóni Amari Magnússyni frjálsíþróttamanni þann stuöning sem hann þarf til aö æfa fyrir Olympíuleikana á næsta ári í Atlanta í Banda- ríkjunum. Krókshlaup og hjólarall Hinir tveir íþróttaviðburðimir eru Krókshlaupió, sem haldið var á Sauðárkróki og hjólarallið sem Ungmennasamband Skaga- fjarðar gckkst fyrir. Þó svo aó fresta hafi orðið hjólarallinu vcgna lítillar þátttöku má ekki gefast upp vió fyrstu tilraun, þó á móti blási. Þessir viðburðir cru til marks um mikinn og vaxandi íþrótta- áhuga í fjóröungnum og vonandi að menn bcri gæfu til að halda þessu starfi áfram og efla með þessu almenningsíþróttimar, auk þess sem þetta mun væntanlega draga til sín þátttakendur alls staðar að af landinu og koma Króknum á „kortið“ sem öflug- um íþróttabær. Krókshlaup og hjóla- rall um verslunar- mannahelgina Astæðan fyrir þessari grein er að undirritaðan langar til að koma eftirfarandi á ffamfæri til þeirra sem standa fyrir Króks- hlaupinu og hjólarallinu. Nú er það svo aó í fjölda bæjarfélaga um land allt er boóið upp á almenningshlaup og mæta þangað hlauparar alls staðar af landinu til að taka þátt í þeim. í dag er þó hvergi boðið upp á neitt slíkt hlaup um verslunar- mannahelgina. Það er ljóst að mikill fjöldi hlaupara þarf að hlaupa mikið þessa helgi, því þjálfunin fyrir Islandsmótið í maraþoni, Reykjavíkurmara- þonið, stendur þá sem hæst hjá þcim sem ætla sér að taka þátt í því, þ.e. 3 vikum fyrir þaó hlaup. Væri ekki athugandi aó seinka Krókshlaupinu um viku og halda það um verslunar- mannahelgina og bjóða öllum hlaupurum landsins að eyða verslunarmannahelginni á Króknum meö fjölskyldunni og taka þátt í Krókshlaupinu og hjólarallinu. Það þyrfti aó sjálf- Sauðárkrókur sögðu að bjóða upp á styttri vega- lengdir eins og gert var í sumar en einnig hálft maraþon og maraþon. I tengslum við hlaupió væri best að opna íþróttasvæðið fyrir þá sem koma og dvelja þarna yfir helgina, og bjóða bömum og unglingum að spreyta sig í frjálsum íþróttum, götubolta o.s.frv. Hægt væri að þróa slíkt á ýmsan hátt, setja jafnvel upp mót með stigagjöf, þannig að allir í fjölskyldunni fýndu þama eitthvað við sitt hæfi og nóg væri að gera alla helgina. Vel mætti hugsa sér góða samvinnu við Siglfiróinga og Skagstrendinga og það yrði boðið upp á sæta- ferðir á kvöldin ffá Króknum á skemmtanir á þessum stöðum. Fjárhagshliðin Allir þeir sem taka þátt í almenningshlaupum em vanir aó greiða fyrir þátttöku í slíkum hlaupum. Að sjálfsögðu yrði tekió slíkt gjald fyrir þátttöku í Krókshlaupinu sem jafnframt gæti innifaliö aðgang að íþrótta- svæðinu og sundlaug. Ef vel yrði að þessu staðið gæti Króks- mótið orðið vinsælt íþrótta- og fjölskyldumót. Fólk kæmi á Krókinn með unglingana frekar en að fara á hefðbundnar úti- hátíðir um verslunarmannahelg- ina. Slíkt mót gæti orðið tekju- lind fyrir íþróttafélögin sem að þessu standa og bæjarfélagið og ef til vill yrði hægt að stofría sér- stakan afrekssjóð til að styrkja frjálsíþróttamenn eins og Jón Amar Magnússon. Friðrik Hansen Guðmundsson skokkari og áhugamaður um almenningshlaup. Sýnum samhug í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans í kvöld. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram. Aögangseyrir krónur 1000, rennur óskiptur til fórnarlamba snjóflóóa. Sýnum samhug í verki til styrktar fólkinu á Flateyri. FATASKÁPUR 80 x 205 cm VERÐFRÁ 26.400,- stgr. BAÐINNRE'niNG VERÐ FRÁ 56.100,-stgr. KOMIÐ OG LEITIÐ TILBOÐA FAGLEG RÁÐGJÖF Á STAÐNUM ELDHÚSINNRÉTTING VERÐ FRÁ 161.000,- stgr. AFGREIÐSLUTÍMIER1 - 3 VIKUR FRÁ STAÐFESTINGU PÖNTUNAR. T-BORG INNRÉTTINGAR /

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.