Feykir


Feykir - 08.11.1995, Page 4

Feykir - 08.11.1995, Page 4
4FEYKIR 39/1995 Kristján Stefánson frá Gilhaga: Á Löngumýri Engan þarf aö undra þó að þeim er staldrar við í þessu húsi komi fyrst í hug hin fyrri not þess, og sá göfúgi tilgangur, að veita hlýjum straumum inn í okkar ástkæra hérað norður á hjaranum. En tímamir breytast, og nú er sem sagt ekki lengur opinberlega talin þörf á slíkri miðlun á tíma- mótum háþróaðra framfara hverskonar, og tæknivæddrar byltingar. En hvað um það, aðeins nafh- ið „Löngumýri“, að heyra þetta nafn, veldur straumhvörfum í hugskoti þeirra er eygóu hér sinn stærsta draum rætast, og tíminn hættir að líða, hann stendur kjur, þegar minnst er á Löngumýri. Eins og örskot er þá hugurinn floginn til baka. Hríðarkóf. Linnulaus andskotans skafrenn- ingur og ófært. Nei nei aldrei ó- fært. Mokstur, keðjur á öll hjól. Yta, draga og slóðina íyllir jafh- harðan að baki. Og vendipunktur þessara ó- skaplegu athafna? Jú, hún sat hin rólegasta og prjónaði pínu-, pínu- agnar-lítil nærföt, milli þess sem hún leit með fjarrænu og dreymandi augnaráði út um gluggann. „Ófært? Nehei, hann hefur nú ekki látið veður og færð aftra sér til þessa, og því þá nú“. Skyldi annars nokkrum nokkum tíma hafa dottið í hug aö reikna það út hvílíkan óskapa kostnað menn lögðu í á þessum ámm við að koma sér upp kær- ustu. Linnulaus bcnsínaustur og gotterískaup, en Lindermann græddi. Bensínsala og slikkerís- verslun, bókstaflega blómstrar kringum þennan kapítula Is- landssögunnar. Og Vegagerðin græddi. Veg- heflum var lagt bak vió hús strax í fyrstu snjóum, og Bjössi gamli Skúl staulaðist þar kringum hann, þessa fáu daga sem rofaði til. Fór annars ekki út úr bæ fyrr en krían fór að bjástra við hreið- urgerð niðri á flæðunum, og Löngumýrarskólanum var slitið. En svo einn haustdag heyra þeir báðir sögunni til, Bjössi gamli Skúl og Löngumýrarskól- inn, og þessum breytingum aó- stæðna mætir vegagerðin með snjótönn. Aö minnsta kosti einni, jafnvel annarri sem sett var utan á til að taka kúfinn af. Þennan sem þúsundir skóflu- stunginna hnausa mynduðu, og olli jafnframt hinum síendur- teknu töfum er haldið skyldi til baka að afloknu erindi í þá gömlu og góóu daga forðum. I framhaldi af umræðu um torleiði á vegferð ástfanginna yngissveina fyrrum, er ekki úr vegi að staldra ögn við, og hug- leiða áhrifin heima fyrir. En þar gætti áhrifa Löngu- mýrarskólans ekki meó tilhlökkun og væntingum þess ókomna ein- göngu, heldur og í algjörri kú- vendingu aldagamalla búhátta. Aldraðir og ráðgjafandi feð- umir máttu sjá ráðleggingar sín- ar að engu hafðar, og ræktunar- störf áratuga einskis virt þegar kom að fengitímanum. En það var einmitt þá sem veðurguðirnir gjörðu ferða- manninum hvaó erfiðast fyrir, og tímafrekar tilhleypingar gátu engan veginn samræmst öðrum og háleitari markmiðum. Hrútunum því bara sleppt lausum og feðumir urðu mögl- unarlaust að horfa upp á frjálsar ástir innleiddar í hefóbundna bú- sýslan. Þeir sem að áratug ffam af áratug höfðu vandvirknislega skráð hvert fang áa sinna, og tímasett nákvæmlega. En því var þessi fljótaskrift tekin upp við bústörfin hjá son- unum, að engan tíma mátti missa. Og ekki veitti af að leggja af stað um hádegi, ef víst mátti vera að í áfanga næðist fyrir miðnættið. Og svo var þessi makalausi þráláti renningur alltaf „hann yrði líklega þokkalegur, eða hitt þó heldur sunnan í Laufásnum núna, eða þá á Vallabökkunum“. Þar sem gat nú skafið þó að hvergi hreyfði vind. Nú það þætti líklega ekki trú- verðug tala sem kæmi út úr því dæmi ef reiknað yrði út hvem kostnað menn lögðu í á þessum ámm við að koma sér upp kær- ustu. Þó mun nú mörgum hafa fúndist hann óverulegur, miðað við þann sem á eftir kom, þaó er að segja ef að þessi snjómokstur allur skilaði þeim árangri sem að var stefht. Það sem skiptir máli Stöóugt tifar tímans hjól og tíminn líður hjá líkt og lækur sem hefur sína endalausu upp- sprettu. Stundum er þessi lækur angur lygn, annað slagið geta komió á hann svolitlar gárur, og svo koma líka stundir þar sem yfirborð er ansi hrjúft. Þetta er líklega í stíl við lífió sjálft. Það kannast sjálfsagt flestir við að dagamir geta verið svolítið mis- jafnir. Hversvegna þeir em það, getur hinsvegar vafist fyrir mörgum að finna einhverja ein- hlíta skýringu á. Stundum er okkur reyndar gjamt að mála skrattann á vegginn aó óþörfu og gera okkur rellu út af ein- hverju, sem síðan virðist ansi lítilfjörlegt þegar frá líður. Og þá furðum við okkur gjaman á hversvegna í ósköpunum við gátum fallið svona á eigin bragði. Arstíðirnar líða hver af annarri. Reyndar ber mönnum og almanaki ekki saman um fjölda þeirra nú til dags. Margir halda því ffam að þær séu ein- ungis orónar þrjár, vetur, sumar og haust Vorið hafi ekki komið um áraraóir og sé mönnum og tröllum týnt. Og þegar óveðrið gerði um daginn heyrðist að nú væm þær bara orðnar tvær árs- tíðimar, stutt sumar og langur vetur. Það var komið svartsýnis- hljóð í mannskapinn, enda ekki gott ef veturinn leggst að svona snemma, sérstaklega ef hann stendur svo jafh lengi og hann hefúr gert æðioft undanfarin ár, það er fram á sumar. Já við emm stundum að gera okkur óþarfa rellu og þrasa út af fánýtum hlutum. Munum alltof sjaldan efhr því að vera jákvæð og meta þau gildi sem felast í því aó búa í ffjálsu og fallegu landi, þar sem lífið hefur upp á ýmis- legt að bjóða, berum við okkur eftir því sjálf, því oft er þetta spum- ingin um að velja og hafna. En skyndilega var slegið á þetta venjubundna dægurþras, þar sem fólkið óg þjóðasáhn er að agnúast út í stjórnvöld og ýmsa aðila sem því finnst að standi sig ekki nægjanlega vel, jafnvel út í nágranna sína eða einhvern úr fjölskyldunni. Skyndilega blasti köld stað- reyndin við og við vomm minnt á það enn einu sinni aó engin mannlegur máttur má við nátt- úmöflunum þegar þau em í sín- um versta ham. Og þjóðin stóð agndofa og fylgdist meö harm- leiknum vestra af hluttekningu. Nú rann upp fyrir fólki hvað margt er fánýtt þegar mannslíf eru annarsvegar. Þjóðin tók höndum saman og samhugur í verki varð staðreynd. Hlýjan og samhugurinn streymdi um allt landið og miðin. Við emm þó ein þjóð eftir alltsaman. Það er viðurkennd staðreynd að Island væri óbyggilegt ef ekki nyti Golfstraumsins við, sem ber heitt og milt loft upp að landinu. En við Islendingar fáum líka hlýju annarsstaðar ffá. Oft liggja hlýir straumar ffá ffændþjóðum okkar á Norðurlöndum sem veita okkur mikinn stuðning. Færeyingar em þar þó algjör- lega sér á báti, einstakir höfð- ingjar og gæðablóð í alla staði. Eins og fólk rekur minni til, hafa Færeyingar átt í hinu mesta basli fjárhagslega. Hagkerfi þeirra hrundi gjörsamlega til grunna fyrir nokkrum árum, fólksflótti brast á og efhahagslíf Færeyinga er enn í sárum. Þaó hmkku því margir Islendingar við þegar það fféttist effir Súða- víkurslysið síðasta vetur, að Færeyingar ætluöu að fara að safna handa Súðvíkingum. Mörgum hefur sjálfsagt verið hugsað til þess þá, að ekki hafi íslendingar verið aö hjálpa Fær- eyingum þegar kreppti að hjá þeim, nei þvert á móti hafi veiði- heimildimar sem þeir höfðu haff viö landið um áraraðir verið klipnar af þeim. Það sagði líka einn maður við undirritaðan strax sama dag- inn og snjóflóðið féll á Flateyri. „Ja, ég ætla bara að vona að Færeyingar fari ekki að safna fyrir okkur. En sá dagur var varla liðin þegar það var samt orðin reyndin. Og Færeyingar vom ósinkir eins og fýrri daginn og söfhuðu hlutfallslega næst- um jafnmiklu og við Islending- ar. Og þegar Erling Poulsen fréttarritari í Færeyjum kom í viðtal á Rás 2 sagði hann, að efhahagsástandið væri reyndar ekki gott í Færeyjum, en þaö væri þó eins og einstaka maöur hafl átt eitthvað undir koddan- um. Þegar spyrill Rásarinnar furðaði sig á þessari gjafmildi Færeyinga, að þeir hefóu bara safnað hlutfallslega næstum jafhmiklu og við sjálf, íslenska þjóðin, þá sagði Færeyingurinn: ,Já þið verðið nú að átta ykkur á því að vió vomm nú samferða frá Noregi á sínum tíma. Síðan vom það einhverjir sem ákváðu að fara ekki lengra en til Fær- eyja. Hvort það hafi verið vegna sjóveiki á leiðinni?. Nei það þori ég ekki að segja neitt um“. Hafharvörðurinn Guðmundur málar polla. I

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.