Feykir


Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 39/1995 *7yec£*t: 7^át#*cc fó*táA&*t *7extc: ‘Páná. f4á*fcu*teiáá.. ** 73. Þeir komu að íslandi og sigldu fyrir norðan og svo vestur fyrir. Það höfðu engir áður gert Ingi- mundur kom báöum skipunum í Húnavatnsós og gaf þar öll ömefni sem síðan hafa haldisL Þar heitir Stígandahróf er hann var upp settur. Þetta spyrst nú víða, útkoma Ingimundar, og létu allir vel yfir því er hann kom heim. Ingimundur átti ágætt bú með nógum efhum. Hann bætti nú mikið bæ sinn því að efnin vom nóg. Hann fékk sér og goðorð og mannaforráð. 74. Jörundur háls er annar maður og var mestur sá er út kom með Ingimundi. Hann nam sér land að ráði Ingimundar mágs síns fyrir utan Urðarvatn og til Mógilslækjar og bjó á Gmnd út frá Jörundarfjalli í Vatnsdal og var mikill maður fyrir sér sem ættemi hans var tíl. Már hét son hans er bjó á Mársstöðum í Vatnsdal, viiöulegur maður. Þeir óxu upp samtíðis og Ingimundarsynir. Þá gerðist fjölbyggóur dalurinn. Hvati hét maður er út kom með Ingimundi. Hann nam land frá Mógilslæk tíl Giljár. Asmundur nam land út ftá Helgavatni og um Þingeyrarsveit. Sauðadalur liggur fyrir austan Vatnsdal og þá Svína- dalur og er þar í Svínavatn og Beigðarhóll. H öéífc ■ 75. Þórólfur hér maður og var kallaður heljar- skinn. Hann nam land í Forsæludal. Hann var ójafnaóarmaður mikill og óvinsæll. Hann gerði margan óskunda og óspekt í héraðinu. Hann gerði sér virki suður við Friðmundará skammt frá Vatnsdalsá við gjá eina og gekk nes í milli gjárinnar og árinnar og hamar stór fyrir framan. Grunaður var hann um að hann mundi blóta mönnum og var eigi sá maður í dalnum öllum er óþokkasælli væri en hann. A Hvatastöðum hét þar er Hvati bjó en As- mundur að Gnúpi. Óttar hét maður er bjó í Gríms- tungum. Hann átti Asdísi dóttur Ólafs frá Hauka- gili. Þeirra son var Hallfreður vandræðaskáld en dóttir hans hét Valgerður, ofláti mikill og væn að sjá. 76. Nú líóa stundir fram og Ingimundur geiöist aldraður. Naut hann viróingar og þótti stórlátur og vitur. Þess er getið eitt sumar að skip kom í Húnavatnsós er norrænir menn áttu. Stýrimaður hét Hrafn. Hann var fálátur í skaplyndi, stór og ódæll og mikill af sjálfum sér, hafði verið lengi í víkingu og bjóst mjög aó vopnum og klæðum. Ingimundur var vanur fyrstur manna til skips að koma og taka af vamingi slíkt er honum sýndist og enn gerði hann svo, hitti stýrimanninn að máli og lét honum heimila vist með sér ef hann vildi. Hrafn kvað og eigi annað sýnna og fór hann heim með Ingimundi og hélt hann háttum sínum, var mjög einn um sitt. Keppt í rennuflokki: Þórunn Gunnlaugsdóttir, Steinar Bjömsson og Aðalheiður Bára Steinsdóttir. Tindastóll enn meðal efstu liða - þrátt fyrir misjafnt gengi Gengi Tindastólsmanna í DHL- deildinni hefur verið misjafht síðustu viku, en liðið er engu að síður enn meðal efstu liða í deildinni, með 16 stig úr 11 leikjum, sem verður að teljast dágóður árangur. Tindastólsmenn voru reyndar lúsheppnir að vinna KR-ingar sl. fimmtudag, því liðið Iék alls ekki vel. Og ekki lék þá liðið betur í Grindavík á sunnu- dagskvöldið. Mátti þá sætta sig við þann stærsta ósigur sem það það hefur beðið í þjálfara- tíð Páls Kolbeinssonar, 68:97. „Eg hef ekki séö það svartara. Þetta var lélegasti leikur okkar og stærsta tapið. Það gekk ekkert upp“, sagði Páll eftir leikinn. Grindvíkingar áttu hinsvegar frá- bæran leik, þann besta í langan tíma og voru í raun búnir að tryggja sér sigur í leikhléinu, en þá var staðan 43:23. John Torrey skoraði 34 stig fyrir Tindastól, Amar 9, Lárus 8, Pétur 7, Hinrik 6, Baldur 3 og Ómar 2. Þær voru dramatískar lokamínútumar í leik Tindastóls og KR á Sauðárkróki á fimmtu- dagskvöldió og allt á suðupunkti. Eftir að gestimir úr Vesturbæn- um höfðu verið mun betri aðil- inn í leiknum tókst Tindastóli að jafna og komast yfir á ótrúlegum lokakafla þar sem Torrey John fór á kostum og Lárus Dagur Pálsson kláraði leikinn fyrir Tindastól meó góðri hittni af vítalínunni. Tindastólsliðið var greinilega ekki komið niður á jörðina eftir frábæran leik gegn Þór tveim sólarhringum áður. Hittnin var á- kaflega léleg. Liðið skoraði ekki stig fyrstu tvær mínútumar og var aðeins búið að skora 12 stig þegar sex mínútur vom til leik- hlés. KR-ingar voru með frum- kvæðið mestallan leikinn og léku býsna vel ef undan em skildar fyrstu og síðustu mínútur leiks- ins. Þeir höföu 4 stiga fomstu í leikhléinu og byrjuðu síðan mjög vel í seinni hálfleiknum. Komust mest í 17 stiga mun og léku skynsamlega, létu boltann ganga og tóku langar sóknir. Tindastóll beitti hápressu á þessum kafla en allt kom fyrir ekki. Það var síðan er um 7 mínútur voru til leiksloka og KR var meó 12 stiga fomstu að mikil rekisteíha varð. Annar dómari leiksins Ge- org Þorsteinsson taldi sig hafa fengið hlut í höfuðið frá áhorf- anda og krafðist þess að leikur- inn yrði stöóvaður og áhorfendur yrðu fjarlægðir af svölum yfir endalínu vallarins. Eftir að leik- urinn byrjaði aó nýju var allt annað Tindastólslið á vellinum og John Thorrey tók sig til og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Lokamínútumar voru æsispennandi. Tindastóll smá mjatlaði muninn niður og náði að jaftia þegar nokkrar sekúndur vom til leiksloka. Það leit helst út fyrir framlengingu, en KR- ingar misstu boltann, Tindastóls- menn brunuðu upp og brotið var á Lámsi Degi, sem reyndar hafði skorað úr þremur vítaskotum stuttu áður. Láms setti þessi ofan í líka og tryggði Tindatóli sigur- inn. Hjá Tindastóli var Torrey besti maður og Amar og Pétur áttu einnig ágætan leik þrátt fyrir að þeir skoraðu lítió. Stig Tindastóls: Torrey 31, Láms D. 10, Hinrik G. 9, Omar S. 7, Pétur G. 4 og Arnar 1. Stigahæstir hjá KR vom: Bow með 19, Hermann 13 og Ingvar 12, Óskar K. 8, Ósvald K. 7 og Láms A. 1. Gangur leiksins: 4:0, 10:5, 12:18, 15:25,21:26(25:29) 25:33, 32:45, 35:52, 47:56, 53:58,57:59 (62:60). Næsti leikur Tindastóls í Ur- valsdeildinni verður annað kvöld, fímmtudagskvöld, gegn ÍR syðra. Bocciamót á Siglufirði Norðurlandsmót í boccia var haldið á Siglufirði sl. laugar- dag. Keppendur voru 93, auk heimamanna í Snerpu, frá Grósku í Skagafirði, Eik á Ak- ureyri og Völsungi á Húsavík. Þriggja manna sveitir frá félögunum áttust við nema um einstaklingskeppni var að ræða i rennuflokknum. Þar sigraði Steinar Þór Bjömsson Grósku, í öðru sæti varð Þórunn Gunn- laugsdóttir Grósku og þriðja var Aðalheiður Bára Steinsdóttir Grósku. I opnum flokki sigraði a-lið Grósku, b-lið Snerpu varð í öðm sæti og í því þriðja a-lið Grósku. I flokki eldri borgara sigraði D- lið Snerpu, a-lið Grósku varð í öðru sæti og a-liós Völsungs hreppti bronsið. I flokki þroska- heftra sigraði a-lið Snerpu, a-lið Eikar varó í öðm sæti og G-lið Eikar í því þriðja. Eins og á öllum stærri bocciamótum var lokahóf um kvöldið, þar sem snæddur var kvöldverður, verðlaun afhent og endað síðan á því að stíga dans ffam eftir kvöldi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.