Feykir


Feykir - 08.11.1995, Page 7

Feykir - 08.11.1995, Page 7
39/1995 FEYKIR7 Ferð Sindbaðs á heimsleikana Kafli úr annarri ferð Sindabaðs sem farin var til Austuríkis og Þýska- lands 1987. - Skráð af Sigurjóni Runóflssyni Dýrfinnustöðum Farið var með þotu Flugleiða frá Keflavík 9. ágúst, árla morg- uns og lent í Salzburg í Austur- ríki. Þaðan var haldið áffam með rútubílum til Munchen í Þýska- landi og dvalið þar í tvo daga, sem notaðir vom til þess að skoóa borgina og næsta nágrenni henn- ar. Fararstjóri var Þorsteinn Magnússon, fróður maður og greinagóður. Lífvöróur Sindbaðs var Grettir Guðmundsson frá Búðardal. Gist var á Hótel Penta. - Munchen er fögur borg og margt þar að sjá, bæði gamalt og nýtL Þar er víða í bland byggingar frá löngu liðinni tið og nýtískuleg hús og mannvirki, reist eftir síðari heimstyrjöld. Þar sáust líka „svefnþung port og svartar gættir sörra lýðsins neðstu dregg“. Borgin er illa farin eftir loftárásir Bandamanna, mörg hverfi voru þar nánast í rúsL Einn slíkur stað- ur var til sýnis, óhreyfður frá stríöslokum, og var þar óhugnan- legt yfir að líta. Þarna voru sprengjugýgir djúpt í jörðu þar sem áður stóðu hús, og haugar af jarðvegi og braki úr byggingum umhverfis. Ekki er vafi á því aö þama hefur fjöldi manns farist pg aðrir orðið örkumla ævilangL „Ég heyri milljónir manna gráta, sé milljónir þola sinn refsidóm“. Arnarhreiðrið Þýskarar kalla Munchen fæð- ingarstað nazismans og það með réttu því að á knæpum og götum borgarinnar byrjaði Hitler að pré- dika sína visku. Farið var upp í Amarhreiður Hitlers, sem er Þýskalandsmegin í Ölpunum, ekki langt frá Munchen. Þangað er ekið á sér- hönnuðum rútum því ekki er hægt að aka leiðina á venjulegum bílum vegna brattans. Fjöllin þama eru víða um og yfir 2000 metra há. Þegar upp var komið blasti við stórfenglegt útsýni yfir tinda Austurísku Alpanna en Matterskom sást ekki vegna fjar- lægðar. Amarhreiðrið var sprengt inn í fjallið skammt fyrir neðan efstu tinda þess. Vom þar við störf, auk vinnuþræla, menn úr verkfræð- ingasveitum, sem stjómuðu fram- kvæmdum. Þetta mannvirki er meistaraverk frá tæknilegu sjón- armiði séð og ber vott um snilli- gáfu þeirra arkitekta sem þar vom að verki. Gengið var inn í þetta greni einvaldsins um neðanjarðargöng og fyrst komið í sal einn allstóran, sennilega eins konar biðstofu. Þar innaf var lyfta, sem flutt gat 40 manns í einu upp á efri hæðir. Veggir lyftuklefans vom klæddir innan með koparflísum og sjáan- lega hefur ekki verið horft í kostnaðinn því að íburður var þarna allsstaðar mikill, enda þýska ríkið látið borga brúsann. Eftir stutta dvöl þama uppi var haldið niður til Munchen og tekið aö skoða borgina og nágrenni hennar betur. Komið var að hrikalegum gljúffum skammt ffá borginni og fóm margir í göngu- ferð meðfram þeim. En Sindbað og lífvörður hans fundu þarna kaffihús, sem þeir fóm inni í til aó sjá hvað væri þar til sölu. Kom þá í ljós að þama var selt arabískt kaffi, sem þeir keyptu vegna þess, að þeir höfóu aldrei smakkað það áður. Þetta kaffi var kolsvart og svo þykkt, aó þaó hné varla þegar hallað var bollanum. Tóku þeir því það ráð að þynna það örlítið með visky og var þetta þá orðinn indælis drykkur. Stórsöngvarinn Næst var haldió inn í borgina, farið í verslanir, komió á knæpur og kíkt á lífið á strætum úti. Hvergi var stansaó neitt að ráði fyrr en farið var inn í veitingahús eitt, sem varó á vegi göngu- manna, til þess að hvíla sig og fá sér hressingu. Þetta var finn stað- ur og þokkalegur en ekki mjög stór. Sindbað og Ami Jóhannsson söngvari fóru inn í svítu eina þama, sem búin var leðurklædd- um sófum og stólum, settust þar og báðu um visky í glas, sem þjónn kom óðara með á bakka. Félagar þeirra settust á bar annars staðar í húsinu, fengu sér drykk og fóm svo án þess að gera þeim viðvart. Þegar Sindbað og Ami komu út á tröppur hússins sáust hinir hvergi, en gatan neöan við var full af fólki, sem allt gekk í sömu átt, en bílaumferð var þama engin. Allt í einu fer Arni aó syngja lag úr Pagliacci eftir Leon Cavallo. Stansar þá allt fólkð og stóð kym þar til Ami hafði lokið söngnum. Kvaó þá við glymjandi lófaklapp frá áheyrendum. I því næsta kemur maður út úr húsinu og býður þeim félögum inn og upp á drykk. Ekki þorðu þeir að þiggja boðið þótt þá langaði til þess því það var ljúfur ylmurinn af viskyinu, sem þcir fengu þama inni. En þeir vissu ekki gjörla hvar þeir vom staddir í borginni og fóm því án tafar að leita að samferðamönnum sínum, sem þeir fundu fljótlega. Islendingunum var nú boðið í ölkjallara, þar sem hver og einn mátti drekka svo sem hann fremst gaL án þess aó borga. Notfærðu sér það margir. Sindbað sagðist ekki fara í þennan kjallara því hann væri meira hallur undir visky en bjór. Fleiri voru sama sinnis og fóm ekki í kjallarann en vildu heldur skoða borgina betur. „Hvað viljið þið sjá meira?“, spyr þá fararstjórinn. „Við viljum sjá allt“, segir Sindbað. „Þá verðið þið að koma í kátínuhús“, segir hann og var það samþykkt sam- hljóða. Næturlífið Ekki þurfti langt að fara til aó finna slíkan stað og var þar óðara ráðist til inngöngu. Skeði nú margt í senn og má þó eigi nema frá einum hlut í senn að segja. Um leið og Islendingar gengu inn í slotið kom svartur drjóli á móti þeim, svipaóur á vöxt og Ami Jó- hannsson. Hann leit snöggt yfir hópinn og horfði á Ama lengur en aðra, líkt og til að meta hvor mundi hafa betur ef í harðbakka slægi. Samtímis birtist kona ein uppi á sviði, sem fór að dansa og kasta af sér klæðum þangað til ekkert var eftir utan smá pjatla á einum stað, sem Pétur á Hjalta- stöðum benti Bimi á Hofstöðum á. Dreif nú að kvenfólk úr öllum áttum og fékk hver og einn dömu sér við hlið. Sindbað settist á bekk nálægt sviðinu til að sjá bet- ur konuna, sem þar var að leika listir sínar. Um leió kernur kven- maður, sem treóur sér niður við hliðina á honum. Þetta var glæsi- leg miðaldra kona sem mönnum varð starsýnt á. „Englasvipur er á hvarmi, undirheima bros á vör“. Kemur þá doktor Helgi Sigurðs- son til Sindbaðs og segin „Þama ert þú kominn með fallegustu konuna norðan Alpa“, og var hann sjáanlega ekki laus við öf- undsýki. Þá leggur hún hendina á lærió á Sindbað og segir eitthvað sem hann skildi ekki. Helgi túlk- aði og segir að hún sé að biðja um eitthvaó að drekka. Það væri til siðs í svona húsum að herrann gæfi dömunni drykk áóur en önn- ur viðskipti hæfiisL Var nú pant- aður vodki, -tvöfaldur - og skálað, en tjáskipti gengu ekki greiðlega því Sindbað kunni ekki mörg orð í þýsku og hún ekkert í norður- landamálum, en eitthvað í ensku. Ekki var að sjá að daman væri undir áhrifum víns og grunaði Sindbað að hún hefði fengið eitt- hvað léttblendi í sitt glas þó aó hann væri látinn borga fullt veró fyrir bæði. A svona stöóum eru ýmsar brellur notaðar til að ná aurum af kúnnum meóan eitthvað er eftir í buddunni og honum síðan hent út á götu. Enginn tími var til að eiga nánari kynni við kon- umar, þó að sumir heföu eflaust kosið þaó, en nú varð aó hafa hratt á hæli því halda átti til Salzburg um kvöldið og eftir var að ganga frá farangri og greiða hótelreikninga. Kvaddi nú Sindbað sína dömu og sagði að hún væri: „Queen of the house [drottning hússins). Þá brosti hún og þakkaði fyr- ir. Ekki var laust við aó undrunarsvipur kæmi á konumar þegar Islending- ar gengu út, enda hafa þær ugglaust búist viö meiri viðskiptum en raun varðá. Framhald. Ókeypis smaor Til sölu! Til sölu vélsleðahjálmur, hand- lóðasett, bullworkerstöng og Panasonic vidcovél. Einnig brensín- brúsar, burðarbogar á jeppa, flautur, 6 tonna tjakkur og framljós á BMW 732. Upplýsingar í síma 588 I 756ákvöldin. Til sölu stórt og vandað bama- rimlarúm, hvítt að lit. Upplýs- ingar að Skagfirðingabraut 35 t.h. í síma 453 5686. Til sölu grátt leðursófasett, 3-t-l+l. Veið 35 þúsund. Upplýs- ingar í síma 453 6269. Til sölu hestakerra, sem tekur tvo hcsta. Á sama stað óskast tík af labradorkyni. Upplýsingar í síma 452 4495. Til sölu Mazda sendibíll E 2200 árg. '88, disel. Duglegur vinnu- bíll.Upplýsingar í síma 453 5744. Til sölu lyftingabekkur, Wider. Upplýsingar í síma 453 8105. Húsnæði óskast! íbúð óskast til leigu strax. Upp- lýsingar í símum 453 5133 (Jóhann) og 453 5622 (Ragna). Tapað - fundið! Hefur einhver séð 5 mánaða litla læðu, sem er búin að vera týnd síðan á fimmtudagskvöld. Hún er hvít að lit með stórum svörtum doppum. Körfubolti í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um helgina Laugardagur kl. 16,00 1. deild kvenna: UMFT - KR Sunnudagur kl. 20,00. DHL-deildin UMFT-UMFN Fjölliöamót 10. flokks fer fram bæöi laugardag og sunnudag. Hefst þaö kl. 13,00 álaugardag. Góðir áskrifendur! Munið að greiða heimsenda gíróseöla fyrir áskriftargjöldunum Umboðsmenn fyrir Æskuna og ABC Vió viljum ráða umboðsmenn um allt land, fullorðið fólk til aó safna áskrifendum fyrir Æskuna og ABC. Góð sölulaun. Einnig vantar okkur innheimtumenn ásriftargjalda. Óskað er eftir skriflegum umsóknum. Upplýsingar gefur Nanna Marinósdóttir í síma 551 9799. Æskan og ABC Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.