Feykir


Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 1
raísjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Lögreglumaður frá Blönduósi: Veitir forstöðu gæslu- sveit á OL í Atlanta Þór Gunnlaugsson lögreglu- maður frá Blönduósi, sem reyndar er búsettur á Skaga- strönd, verður meðal 22 ís- Ienskra lögreglumanna sem valdir voru sem forstöðumenn gæslusveita á Olympíuleikun- um í Atlanta næsta sumar, en þá verða í tyrsta skipti í sögu leikanna alþjóðlegar öryggis- sveitir að störfúm. Þór er eini Norólendingurinn sem veróur í íslensku sendisveit- Mesta loðnan til Siglufjarðar Siglufjörður er langlöndun- arhæsti staóurinn á yfirstand- andi Ioónuvertíð. Fyrir helgina hafói SR-mjölsverksmiðjan þar tekið á móti 34.300 tonnum. Næst kemur SR-mjöl á Seyðis- fíröi með 16.600 tonn. Hrað- ífystistöð Þórshafnar er komin með 12.900 tonn, Haraldur Böðvarsson á Akranesi 12.300 tonn, og Síldarvinnslan í Nes- kaupstað og Hraðfrystihús Eskifjarðar voru að nálgast 12 þúsund tonnin fyrir helgina. Alls taka 14 verksmiðjur á landinu móú loónu til bræðslu. Krossanesverksmiðjan á Akur- eyri er að nálgast 10 þúsund tonnin en hinar verksmiðjumar eru með töluvert minna magn. Minnst hefur borist af loðnu til Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, 1.300 tonn. Alls hafa veiðst um 146 .000 tonn á þessari loðnuvertíð og eru óveidd 390.000 tonn upp í kvótann sem er 536.000 tonn. inni, en hann hefur talsverða reynslu af gæslustörfum á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Starf- aöi í eitt og hálft ár hjá SÞ í New-York árið 1971-72 og síð- an í gæslusveitunum fyrir botni Miðjarðarhafsins í tæpt ár, 1975. Þaö voru um 1000 störf sem auglýst voru til gæsluliða utan Bandaríkjanna og um mitt sum- ar höfðu 6000 umsóknir borist í störfin þannig aó aðsóknin var mikil. Þór sagði í samtali við Feyki að hann hlakkaði til að Hugmyndir eru uppi um að stofna Iistiðnaðarskóla á Blönduósi. Atvinnumálanefnd Blönduóss hefúr bent á þcnnan möguleika og telur tilvalið að skólinn verði í húsnæði Kvennaskólans, en þar sé til staðar ýmislegt sem nýst gæti slíkum skóla, t.d. bókasatúið og heimilisiðnaðarsafnið. Bæjar- ráð hefúr tekið jákvætt í þessar hugmyndir og ákveðið hefur verið að kanna möguleika á stoiúun skólans. Hugmyndin mun hafa kvikn- að í Heimaiðjunni félagi hand- verkshóps í Austur-Húnavatns- sýslu. Unnur Kristjánsdóttir fyrr- verandi bæjarfulltrúi á Blönduósi hefur starfað með handverks- hópnum, en hún á einnig sæti í at- vinnumálanefnd Blönduósbæjar, og flutti Unnur tillögu í nefndinni varóandi málið. Atvinnumálanefndin lagði til að ráðinn verði starfsmaður til aó vinna að framgangi málsins og benti á Helgu Thoroddsen á Þing- takast á við þetta verkefni, en það yrði strembið. „Við þurfum að leggja töluvert á okkur við nám áður en kemur að þessu, fáum sent námsefni og þurfum síðan að sitja á skólabekk í viku- tíma þegar út er komið. Ég verö í Bandaríkjunum alveg ffá júlí- byrjun og til 6. ágúst þegar leik- arnir verða afstaðnir. Það er reiknað með sex daga vinnuviku og átta tíma vöktum, þannig að þetta verður mjög krefjandi", sagði Þór Gunnlaugsson. eyrum sem hefur reynslu og þekkingu á þessu sviði, en Helga á sæti í handverksnefnd sem starfar á vegum forsætisráóuneyt- isins. Skúli Þórðarson bæjarstjóri á Blönduósi kvaðst búast við að málinu yrði komið á skrið með því að óska eftir fundi með Helgu á Þingeymm, en hinsvegar væri að svo stöddu ekki hægt að segja til um hvort sérstakur starfsmaður yrði ráðinn til að vinna að fram- gangi verkefnisins. Þess má geta að í allmörg ár hafa ráðamenn á Blönduósi horft til þess að skapa aukna starfsemi í húsnæði kvennaskólans en það hefúr ekki verió nýtt sem skyldi ffá því skólinn var lagður niður. Jafnframt hefur einnig verið í gangi umræða á landsvísu um nauðsyn þess að stofna einhvers konar listaskóla, en sú umræða hefur ekki komist á það plan enn í hvaða formi og á hvaöa skólastigi sú menntastofnun yrði, ef henni yrði komið á laggimar. Jólastopp Búist er við að vinnsla muni stöðvast í frystihúsum Fiskiðj- unnar/Skagfirðings rétt fyrir jólin og er reiknað með að hún muni standa eitthvað fram í janúar. Starfsfólki í frystihús- unum barst á dögunum upp- sagnarbréf, þar sem tilkynnt er að vinnsla kunni að falla niður frá 20. dœember vegna hráefú- isskorts. Akveðið hefúr verið að togararnir verði á veiðum yfir hátíðirnar eins og undanfarin ár og selji á mörkuðunum í upphafi nýs árs. Að sögn Einars Svanssonar ffamkvæmdastjóra Fiskiðjunnar er fyrirtækið þarna að nýta í fiskinum ákvæói í almennum kjarasamn- ingum, sem segir að komi til hrá- efnisskorts sé heimilt að segja fólki upp vinnu, en það þurfi þá að gerast með mánaðarfyrirvara. Fiskvinnslufólkið fer þá strax á at- vinnuleysisbætur. Einar sagði aö stoppið um jól og áramót, væri orðið árvisst og fyrirtæki um land allt hefðu sagt upp fólki á þessum forsendum, en hér við fjörðinn hefði það ekki tíðkast undanfarin ár. „Þaö er útlit fyrir að stöóvunin muni vara í einhverjar vikur í kringum áramótin, en pökkunar- stöðin og saltfiskverkunin munu væntanlega verða í gangi“, sagði Einar. □ Listiðnaðarskóli á Blönduósi? —KTenflill kjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, bDas, 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparaímagn, Véla- og verkfœraþjónusta Æí bílaverkstæði Sími 453 5141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 453 6140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.