Feykir


Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 5
42/1995 FEYKIR5 Að skynja tækifærin í „smugum' þekkingariðnaðarins Þorsteinn I. Sigfússon höfundur skynjaraverkefnis RKS segir frá því hvernig verkefnið varð til Á stúdentsárum niínum vann ég á sumrin í frystihúsum í Vest- mannaeyjum. Morgun einn í júlí þegar fólk kom til vinnu hafði vinnslusölum verið lokað vegna ammoníaksmengunar. Sprungiö hafði leiðsla um nóttina og starfs- maður brennst illa við aó reyna að loka kerfinu. Hann hafói verið fluttur til Reykjavíkur í sjúkra- flugvél. Atvikiö festist mér í minni. Tuttugu ámm síðar voru nokkrir starfsmenn Háskólans og Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins að vinna að athugun á beit- ingu svokallaðrar hálfleiðara- tækni til að greina gæði í ferskum fiski. Minnugur reynslunnar úr frystihúsinu tók ég hliðarspor meðfram verkefninu og hannaði einfalt skynjarakerfi sem gat mælt ammóníak og freon í lofti. Skynj- arinn var prófaður í frystihúsi og reyndist vel. Hugmyndin var að hann gæti numið leka t.d. að næt- urlagi, sett aðvörunarkerfi í gang og hringt sjálfvirkt til verkstjóra eða vaktmanns. Ég kostaði þetta sjálfúr vegna þess að heppnin var ekki með mér í styrkumsókn til rannsóknasjóðs. Veðjað á lands- byggðina Þegar frumgerð tækis lá fyrir var Ijóst að þama blasti líklega við ágætt viðskiptatækifæri á sviði hátækni. Æskilegt var að þróunar- umhverfið innihéldi fisk-, kjöt og mjólkuriðnað. Á þessu stigi tók ég ákvörðun sem engin hefð var fyrir og margir viðmælendur töldu full djarfa. Fremur en að stuðla aó þróun vörunnar í hlýju Reykjavíkur hafði ég samband við iðnráðgjafa á landsbyggðinni. Fyrir valinu varð Noróurland vestra, þar sem matvælafram- leiðsla er töluverð en engin reynsla var af hátækniffamleiðslu. Iðnráðgjafinn stefhdi fulltrúum rafmagnsverkstæðis Kaupfélags Skagfirðinga suður á fund um málið. Við verkstæðið unnu á annan tug manna og fengust við við- gerðir og uppsetningarverkefni á breiðu bili, allt frá kælitækjum til sjónvarpskerfa. I fyrirtækinu var mikill áhugi á þróunarverkefnum með framleiðslu og markaðssetn- ingu í huga. I stuttu máli urðu viðbrögö KS undraverð. Skipuð var stjóm verkefnisins. Kerfin hlutu vöm- merkið RKS. Strax var ráðist í ít- arlega markaðskönnun og vöm- þróun og fyrstu kerfin sköpuð á innan við einu ári. Með aðstoð út- flutningsráðs var unnið að erlend- um samskiptum og náðist sam- DHL-deildin í körfubolta: Tvö töp í röð Hvorki gengur né rekur hjá Tindastólsmönnum í körfu- boltanum þessa dagana. Lið- ið tapaði fyrir Grindvíking- um í Bikarkeppninni sl. fimmtudagskvöld 75:100 í leik sem fram fór syðra. Og þrátt fyrir góðan leik gegn Keflvíkingum suður með sjó í DHL-deildinni á sunnu- dagskvöldið urðu Tindastóls- menn að játa sig sigraða. Lokatölur þar urðu 76:87. „Ég held að hafi vottað svo- lítið fyrir þessari stemmningu sem var í liðinu í haust í leikn- um gegn Keflavík, þannig að maður vonar að við séum á leið uppleið“, sagði Hinrik Gunn- arsson miðherjinn sterki í Tindastólsliðinu og ekki veitir af því Tindastóll fær efsta lið deildarinnar, Hauka, í heim- sókn annað kvöld, fimmtudag. Bikarmeistarar Grindvík- inga voru með sannkallaða sýningu móti Tindastólsmönn- um í 16-liða úrslitunum á fimmtudagskvöldið, og norð- anmenn vilja sjálfsagt gleyma heimsóknunum tveimur til Grindavíkur í vetur, en Suður- nesjamenn vom einnig í stuði í deildarleik fyrr í vetur. Enginn lék þó betur aö þessu sinni en Helgi Jónas Guðfinnsson sem skaut Tindastólsmenn í kaf, skoraði 36 stig. Torrey var langatkvæðamestur Stólanna með 22 stig, Arnar Kárason gerði 14, Hinrik Gunnarsson 11, Atli Þorbjömsson 10, Omar Sigmarsson 8, Pétur Guð- mundsson 6 og þeir Oli Barð- dal og Lárus Dagur 2 hvor. Það var fjörugur leikur í Keflavík á sunnudagskvöldið. Keflvíkingar náðu yfirhöndinni snemma leiks en Tindastóls- menn skomðu 10 stig undir lok fyrri hálfleiks og komust síðan yfir við upphaf þess síðari. Heimamenn náðu síðan tökum á leiknum á ný og um miðjan seinni hálfleikinn höfðu þeir náð 10-15 stiga forskoti sem entist þeim út leikinn. Torrey gerói 26 stig í leiknum, Hinrik 19, Láms 11, Pétur 8, Atli 5, Ómar 5 og Amar 2. band vió fúlltrúa danska kæli- tæknifyrirtækisins Sabroe á al- þjóðlegri kælitækjasýningu í Númberg. Sabroe ákvað að velja íslensku RKS-kerfin og óskaði eftir aö setja þau inn í kælikerfi sín, sem eiga tugmilljarða hlut- deild í heimsmarkaði. Búist er við nýjum reglum í Evrópu sem skylda notkun viðvömnarkerfa í kæliiónaði. Málið hefur verið í stöðugri sókn og notið aðstoðar ýmissa að- ila hérlendis sem styðja slíkar framkvæmdir. Byggóastofúun aðstoðaði t.d. við verkefúið. Kostnaður sem nú nemur um tveimur tugum milljóna hefur verið borinn að langmestum hluta af KS. Hió nýja Rannsóknarráð studdi hlutastöðu rafmagnsverk- fræðings í fyrirtækið. Því starfi gegnir nú nýútskrifaður raf- magnsverkfræðingur frá HI. Verkffæðifyrirtækið RT í Reykja- vík vann að örtölvumálum kerfis- ins. Á Sauðárkróki flutti RKS í nýtt og veglegt húsnæði. KS kom sér á fót sérstakri stöðu gæða- stjóra sem m.a. skyldi undirbúa feril skynjaranna í gegn um nálar- auga ISÖ 9000-gæðavottunar- kerfisins. Þetta er einn af höfuð- lyklum erlends markaðar. Allt stjómunammhverfi fyrir norðan hefur einkennst af fagmennsku. Heimamenn ganga ótrauðir til verks og ekki vottar fyrir van- mætti hins smáa byggðarlags. Þorsteinn I. Sigfússon t. h. staddur í Butler básnum á kælitækja- sýningunni í NUrnberg. Smugur fullar af tækifærum Þrotlaust starf er framundan og aldrei laust við boðaföll; slíkt er eðli metnaðarfullra verkefúa á sviði hátækni. Viðtökur vömnnar em góðar. Búist er viö aö RKS- skynjaratækni verði hlutafélag lfá áramótum. Þá verða liðin þrjú ár frá upphafi þessarar samvinnu. Ýmislegt bendir til að fyrirtækið geti talist til stærri rafeindafyrir- tækja landsins áður en langt um líður. Blessun þessa verkefnis hcfur verið öguð samvinna margra að- ila undir háleitu markmiói. Rann- sóknarverkefúi sem skírskotaði til markaðsreynslu reyndist farsælt. Rótgróið fýrirtæki var tilbúió aö hasla sér völl á nýju sviði þekk- ingariðnaðar og lagði í það lang- tímafjárfestingu. Stoóaóilar þró- unar í landinu lögóu verkefúinu lið. Nokkum lærdóm má draga af verkefninu. I þekkingariðnaði sem þessum búa menn sér til eig- in „smuguf‘. Þetta em smugumar sem enskan kallar „niche“. Þar er auðlindin ekki takmörkuð og menn ráða sjálfir möskvastæró og veiðiaðferðum. I þessum smug- um þekkingariðnaðarins hygg ég að liggi framtíðartækifæri þjóðfé- lags með menntunar- og þróunar- stig okkar Islendinga. Þorsteinn I. Sigfússon. (Höfúndur er prófessor við Háskóla íslands og ffamkvæmda- stjóri Verkffæðistofúunar HI.) Húsnæðisnefnd Sauðárkróks auglýsir eftirtaldar íbúðir til sölu: Félagslegar eignaríbúðir Víðigrund 26, 0302 fjölbýlishús 4 herb. 109,1 fermetra Laugatún 7 efri hæð fjölbýlishús 5 herb. 119,0 fermetra Raftahlíð 44 raðhús 5 herb. 233,2 fermetra - Bílageymsla f. Raftahlíð samkv. reglum þar um. Almennar kaupleiguíbúðir Jöklatún 8 Laugartún 6 raðhús parhús 4 herb. 5 herb. 108,3 fermetra. 129,5 fermetra Lán til kaupa á félagslegum eignaríbúðum eru til 43ja ára og eru 90% af kaupverði íbúðar, Vextir 2,4% auk verðbóta. Tekju- og eignamörk. Lán til kaupa á almennum kaupleiguíbúðum eru til 43 ára og gilda eignamörk til að fá 90% lán. Séu eigur yfir gildandi eignamörkum er heimilt að veita 70% lán. Vextir 4,9% auk verðbóta. Upplýsingar um verð og aðrar reglur, sem gilda um sölu á nefndum íbúðum, eru veittar á bæjarskrifstofunni. Sauðárkróki 27. nóvember 1995. Húsnæðisnefnd Sauðárkróks.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.