Feykir


Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 42/95 Norðlensku kóramir Lóuþrælar og Sandlóur úr Vestur-Húna- vatnssýslu og Rökkurkórinn í Skagafirði gangast fyrir söng- og skemmtikvöldi á Hótel Islandi nk. föstudagskvöld I. desember, sem hlotið hefur nafnið „Norðlensk MMC Colt GLX 1500, árg. '89. Ekinn 105 þús. km, 60 þús. á vél.Verö 590.000. ekinn 116 þús. km. Tilboð. Góðurbíll. Daihatsu Cuore árg. '88, ekinn 72 þús. km. Verð 260.000. Snyrtilegur bíll. Mazda 323 LX 1300 ár. '89, ekinn 109 þús. km. Verð 490.000. Fallegurbíll. Hundai Accent LS 1300 árg. 1995 . Ekinn 11.900 km. Verð 1.050.000. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGAFJARÐARSF. Löggild bílasala Borgarflöt 5, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. Heimasími sölumanns 453 5410. sveifla“. Auk söngs kóranna verður margt til skemmtunar. Geirmundur Valtýsson verður veislustjóri og hljómsveit hans leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Blaðamaður Feykis gerði sig sekan um þau leiðu mistök í síóasta blaði að tímasetja skemmtunina viku fyrr en hún átti að vera, en Norðlenska sveiflan verður sem sagt föstudagskvöldið 1. desember. Meginþungi aó undirbúningi skemmtunarinnar hefur hvílt á herðum Ardísar Björnsdóttur á Vatnsleysu, félaga í Rökkurkómum. Lóuþrælamir veróa meö létta og skemmtilega dagskrá undir stjóm Olafar Pálsdóttur við undirleik Elínborgar Sigurgeirsdóttur. Eiríkur Jónsson stjómar hagyrðingaþætti og síðan tekur sönghópurinn Sandlóurnar lagiö við undirleik Þorvaldar Pálssonar. Rökkurkórinn í Skagafírði lofar bráðskemmtilegri söngskrá. Söngvarar sem koma fram á skemmtuninni eru: Asgeir Eiríksson, Bjöm Sveinsson, Elva Björk Guðmundsdóttir, Hallfríður Hafsteinsdóttir, Hjalti Jóhannsson, Jóhann Már Jóhannsson, Ragnar Magnússon og Sigurlaug H. Maronsdóttir. Stjómandi er Sveinn Amason og undirleikari Thomas Higgerson. Unnið að stofnun hafnar- samlags við Skagafjörð Viðræður eru hefjast milli for- ráðamanna Sauðárkrókshafn- ar, Hofsóshafnar og hafnar- innar í Haganesvík um stofh- un hafharsamlags í SkagaSrði. Samgönguráðuneytið ieggur töluverða áherslu á stofnun hafnarsamlaga um land allt, en sú skipan er talin hafa þá kosti að framkvæmdafé nýtist betur og úthlutun fram- kvæmdafjár verði einfaldari, enda muni aðilar hafnarsam- Iagsins gera áætlun um for- gangsröð verkefha. Það var hreppsnefnd Hofs- hrepps sem nýlega óskaði form- lega eftir viðræðunum við hafn- amefhd Sauðárkróks um stofhun hafharsamlags og hafa þeir þeg- ar hist ásamt aðilum ffá Fljóta- hrcppi vegna Haganesvíkur. Ami Egilsson sveitarstjóri á Hofsósi sagði að það hefði ein- ungis verið að forminu til sem Hofsósingar hefðu sent opinbert erindi um viðræður, þeir hefóu áður átt í óformlegum viðræðum við Sauðkrækinga, og frum- kvæðið hefði í raun komið frá Framkvæmd var viðgerð á þekju bryggjuplansins á Hofsósi sl. sumar. Þessa dagan er verið að áætla viðhaldsþörf hafnanna á næstu árum. samgönguráðuneytinu. Árni sagðist ekki búast vió að Selvík- urhöfn á Skaga yröi aðili að hafnarsamlaginu, enda teldist hún til einkahafna og rekstur hennar félli því ekki undir ráðu- neytið. Ámi sagði að menn væm að forvinna ýmsa hluti varðandi Sameiginlegur opnunartími Kaupfélags Skagfirðinga og kaupmanna á Sauðárkróki í desember auk heföbundins afgreiöslutíma er sem hér segir: Laugardagur 2. desember kl. 10-16 Laugardagur 9. desember kl. 10-18 Laugardagur 16. desember kl. 10-20 Sunnudagur 17. desemberkl. 13-17 Fimmtudagur 21. desember kl. 9-22 Föstudagur 22. desember kl. 9-22 Laugardagur 23. desember kl. 10-23. Ath! Lokað aöfangadag 24. desember. Verslið í heimabyggð! Kaupfélag Skagfirðinga. Kaupmenn á Sauðárkróki. stofnun hafnarsamlagsins, s.s. áætla vióhaldsþörf hafnanna á næstu árunt og gera sér grein fyrir því hvaða verkefni yrðu á döfinni. Tilkoma hafnarsam- lagsins yrði til þess að rekstur hafnanna allra yrði sameiginleg- ur og framlag til þess greitt sam- kvæmt höfðatölureglu. Meira af grað- hestamálum í framhaldi af frétt Feykis af komu graðhesta til rétta í Skagafirði í haust má geta þess að Búi Vil- hjálmsson á Hafragili lét ómskoða nokkrar hryssur sem gengu með hestinum er kom til Selnesréttar. Reyndust sex hryssanna með fyli af þeim sjö sem hann lét skoða. Þrjár vom reyndar sprautaðar, en eftir á að koma í ljós hvort árangur hefur orðið af því. Sumar var byrjaó að temja og segir Búi að ekki sé hægt að meta það tjón sem af þessu hlaust. Frá þessu er greint í síðasta hefti Eiðfaxa. Þar er einnig sagt frá undir fyrirsögn „meira af húnvetnskum ástarleikjum" að nokkrir bændur í Seyluhrepppi hafi um árabil haft á leigu girðingu í landi Brúnar í Svartárdal, til að létta beitarálagi af Eyvindarstaðaheiði. Nú bar þaó við þegar verið var að reka stóðhross þangað í sumar að ungur stóðhestur frá bæ í Svartárdal sem reksturinn fór framhjá vippaði sér yfir girðingu sem hann átti að vera í og slóst í hóp með hrossunum. Skagfirski bóndinn tók ekki eftir neinu, var að hugsa um annað í bjartri sumamótt- unni. Sveitungum hans brá hinsveg- ar nokkuð í brún þegar farið var að smala girðinguna á Brún í haust, þegar þeir sáu graðhest sem hafði verið í ástarleikjum með hryssum þeina í margar vikur. Óháð fréttablaö á Noröuriandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Eggert . Antonsson og Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.