Feykir


Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 42/1995 hagyrðingaþáttur 198 Heilir og sælir lesendur góðir. Ekki er hátt risið á undirriaiðum eftírþá útreið sem síðasti þáttur fékk í setningu. Vil ég biðja Stefán Haraldsson í Víði- dal afsökunar á því rugli sem hann er orðaóur við í umræddum þætti. Mun nú verða gerð tilraun til að koma vísum Stef- áns rétt til lesenda og kemur þá hér sú fyrsta sem gerð er þegar hann vann við ffam- kvæmdir vcgna Blönduvirkjunar um 1983. Menn hér granda margri tó, mjög svo vandi brennur. Allt til standa út í sjó enn þó Blanda rennur. Eins og margir fleiri fagnar Stefán vist í því umhverfi sem einkennir íslensk öræfi og mun hafa gert næstu vísu er hann flutti fé til fjalla sl. vor. Fjöllin seiða fugl í mó frjáls á hreiður víða. Fram á heiðum finn ég ró fjarri neyð og kvíða. Eins og margir vita hefur Stefán starfað um áratuga skeió með Karla- kómum Heimi. A gleðskaparstundu í söngferð með kómum yrkir Stefán svo. Gœti ég fengið glasi að klingja gígju strengir hljóma senn. Heimisdrengir horskir syngja hátt og lengi saman enn. Þá skal einnig leiðrétt að höfundar vísunnar „BUkar kvöldsins bjarma glóð“, sem birtist í síðasta þætti, er Sigurjón Friðjónsson. Enn heyrast vísur ffá þeirri umræðu er varð er alþingismenn ákváðu að bæta á sig 40 þúsundum krónum á mánuði í skattfrjálsum tekjum og gáfu síðan í skyn að þar væri að mestu útlagður kostnaður á ferð. Sigmundur Jónsson, Vestari-Hóli í Fljótum, yrkir svo. Auði sajhar úrvalslið aðrir skulda byrði. Sýnist mér að mannorðið muni lítils virði. Einhverju sinni er Sigmundur hafði fylgst með formannsslagnum í Alþýðu- bandalaginu orti hann svo. Magga hún er mikið skörungs kvendi, mátti sjá að Steingrímur var lúinn. Afbamaskap í brjóst um hann ég kenndi, því bölvað er að vera trausti rúinn. Það er eins og allt sé hœgt hjá konum, efþœr hafa krafiinn til að bera. Að standa upp í hárinu á honum hélt ég vœri ekki hœgt að gera. Sl. sumar var Sigmundur á ættarmóti sem haldið var á Laugarbakka í Miðfirði og gisti hann tvær nætur þar á hótelinu. I herberginu var blað þar sem gestir vom beðnir að tjá sig um hvemig þeim líkaði aðbúð og þjónusta. Aldraður bóndi eins og Sigmundur mun vera óvanur að eyða morgninum í rúminu og varð því umsögn hans á þessa leið. Furðu seint ég fer á ról, fátt er hœgt að gera. Hér er friður hér er skjól. Hér er gott að vera. Að lokum þessi vísa ffá Sigmundi sem geið er eftir fyrsta hret haustsins. Lœkur skoppar jjöllumfrá, framafhoppar stöllum. Klakans loppa köld og grá klesst í toppa áfjöllum. Þá langar mig að spyija lesendur hvort þeir viti hver er höfundur að næstu vísu. Er ég fell ífeigðarsjó flýgur önd í bláinn. Klerkurinn með kaldri ró kastar mold á náinn. Þriðja ágúst sl. var samkoma hag- yrðinga haldin á Vopnafirði. Erla Guð- jónsdóttir á Seyðisfirði hlaut þar viður- kenningu fyrir bestu ferskeytluna og var hún svohljóðandi. Túttan numninn tœlir oft en tœpast má þvíflíka, er tiginn barmur tómt er loft og torfiðfúið líka. Kristján Runólfsson á Sauðárkróki mun hafa heyrt vísuna, þegar sagt var í fféttum ffá mótinu. Af þessu tilefni mun hann hafa gert eftirfarandi vísu. Tigin kona talar um torfið á sérfúna, en falin er und' fellingum frygðarbuddan núna. Barst vísan til Erlu sem taldi þessa sendingu miður góða og full ástæða til að svara svo bölvaðri vísu. Ekki kvartar karlinn minn, en kveður torfu slíka kœja fyrir knörrinn sinn og kjölfestuna líka. Verður þá ekki annar kostur en fara að hætta í bili og leita til Jóns Bjamasonar ffá Garðsvík með lokavísuna. Stakan mína léttir lund líkt og sólin geislum stafi, þegar verður stund og stund storrnahlé á lífsins hafi. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Óskar Sigurjón Björnsson Fæddur 24.11.1917 að Teigum í Flókadal. Dáinn 18.11.1995 á Sauðárkróki. Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og sjómaður á Teigum í Flókadal og kona hans Rósa Jóakimsdóttir. Kona, 1943, María Rósmunds- dóttir frá Kjarvalsstöðum í Hjalta- dal, fœdd. 9. 10. 1920 í Langhús- um í Viðvíkursveit, dóttir hjón- anna Rósmundar Sveinssonar og Elísabetar Júlíusdóttur, sem lengst bjuggu á Kjarvalsstöðum og síðar í Efra-Asi. Fyrsta barn Oskars og Maríu fœddist andvana, en upp komust: Sigurbjörg, fœdd 16. 2. 1946 í Efra-Ási, dáin 23. 5. 1972, húsfreyja á Sauðárkróki, gift Braga Hrólfssyni frá Kolgröf og áttu þau tvo syni: Hrólf og Omar; Rósamunda, fœdd 6. 3. 1949 í Efra-Asi, húsfreyja á Sauðárkróki, gift Haraldi Friðrikssyni banka- manni. Þau eiga fjögur börn: Málfríði, Maríu, Friðrik og Fann- ar. Barnabarnabörnin eru orðin fimm. Oskar var jarðsettur frá Sauðár- krókskirkju25.11.1995. Fyrir fáeinum dögum átti ég leið um Hjaltadalinn, lagði upp að morgni frá Sauðárkróki í norð- austan kuldasteytingi, en þegar kom upp í dalinn var mun kyrrara svo að puntstráin bærðust hóglát- lega í vegkantinum, þegar ég ók eftir Garðakotsmelunum og horfði yfir að bænum Efra-Ási, sem kúrir undir vanga Ássins og horfir við sólu, þegar hún vill sýna sig. „- Átján sólir í Ási, en ein á Fjalli”, segir gamalt orðtæki úr Hóla- hreppi og vísar til þess, hversu sól- ríkt þótti á þeim bæ. Þannig er oft veðri farið, skjólsælla uppi í daln- t um en niðri við sjóinn. Árið 1940 kom ungur maður upp í Hjaltadal í vinnumennsku til Sigurjóns bónda á Ingveldarstöð- um. Hann var ekki hár í loftinu, en röskur og snarlegur í fasi, gaman- samur og hló hjartanlega. Það tók- ust kynni með honum og heima- sætunni á Kjarvalsstöóum, Maríu Rósmundsdóttur. Þá var stríð í heiminum og útlendur her á Is- landi, sem olli miklum straum- hvörfum í þjóðlífinu og kallaði eftir vinnufúsum höndum. Óskar og María fóm suður árió 1941 og hann fór í vinnu hjá setuliðinu um tveggja ára skeið, hún var í vetrar- vist hjá Steingrími Steinþórssyni. En borgarlífið freistaði ekki til frambúðar, sveitin togaði og 1943 héldu þau aftur norður í heima- hagana, vom viðloðandi á Kjar- valsstöðum tvö næstu árin, en vor- ið 1945 byrjuðu þau búskap á jarðarhluta Rósmundar í Efra-Ási. Saman byggðu þeir tengdafeðgar síðan stórt íbúðarhús árið 1948 og Rósmundur og Elíasbet komu þangað um haustið. Þau bjuggu síðan öll í sambýli meðan Rós- mundur lifði, eða til 1963, en síð- an bjuggu Óskar og María áfram allt til 1976, að þau bmgðu búi og fluttust til Sauðárkróks, keyptu sér íbúð að Freyjugötu 10 b og hafa átt þar heimili síðan. Óskar byrjaði aó vinna í sútunarverksmiðjuni Loðskinni degi eftir að hann fiutt- ist á Krókinn og lauk þar starfs- degi sínum árið 1990. Óskar fæddist að Teigum í Flókadal 24.11. árið 1917, bæ sem nú er löngu kominn í eyði og fæst- ir vita lengur hvar stóð. Föður sinn missti Óskar vorið 1922, þegar hann drukknaði af þilskipinu Maríönnu frá Akureyri, sem nær eingöngu var mönnuð áhöfn úr Fljótum. Þá dmkknuðu 12 röskir menn úr sveitinni og var það mikil blóðtaka fyrir lítið samfélag. En tveim ámm fyn, þriggja ára gam- all hafði hann reyndar farið í fóst- ur til föðursystur sinnar, Sigur- bjargar í Nesi í Flókadal og manns hennar Jóns Stefánssonar. Þar ólst hann síðan upp þar til hann fór að vinna fyrir sér, á Siglufirði, m.a. um nokkurt skeið á Hólsbúinu, einnig í vinnumennsku í Fljótum og víðar. Það var fjórbýlt í Efra-Ási á fyrri hluta búskaparára Óskars og Maríu og hverjum ábúanda því þröngur stakkur skorinn um bú- stærð og áhöfn. Óskar átti því aldrei stórt bú, en hirðing öll og umgengni var með sérstökum snyrtibrag. Starf bóndans átti vel við hann og ég hygg aö umsýsla sauðfjár hafi veitt honum mikla á- nægju. Hann var með þeim sein- ustu í dalnum að fá sér dráttarvél, en mér er minnisstætt að hugsa til þess, að jafnan síðan leit þessi vél út eins og ný. Hvergi sást smum- ing eða óhreinindi og vélarhlífin bónuð. Þótt fundir okkar Óskars hafi verið strjálir, hefur kunningsskap- ur aldrei rofnað í þau vel fjömtíu ár, sem hann hefur varað. Hann hófst einhvem tímann á síðsumri 1953 eða 1954. Þá fengu þeir tengdafeðgar, Rósmundur og Ósk- ar, leigðar slægjur í Hólaengi út og niður frá Hofi. Eitthvað var ég stuttfættur að trítla kringum þá viö heyskapinn og einn daginn kallar Óskar mig á eintal, íbygginn á svip. Mér þótti þetta ískyggilegt og hugsaði, hvort nú hefði ég gert einhverjar skammir af mér. En þetta reyndist ástæðulaus ótti, því von bráðar dregur Óskar upp dálít- inn blikkbauk, málaðan fögrum myndum af byggingum úr útland- inu. Þetta þótti mér mikil gersemi, og baukurinn fullur af bláberjum, en berjaland var næsta lítið á Hofi og þetta því sjaldfengið sælgæti fyri mig. „Berin em frá Möllu”, segir Oskar, og vissi ég þá víst ekki, hver sú góða kona var. „Og þú mátt eiga boxið líka”, bætti hann svo við. Svona geta lítil atvik greypt sig í huga bamsins og við- mót fólks til barna gefur oft nokkra mynd af hjartalagi mann- eskjunnar. Og Óskar nennti að tala við böm. Veturinn 1958-1959, ef ég man rétt, var farskólinn haldinn í Efra-Asi. Þótt tvær fjölskyldur byggju þá í húsinu var samt fund- ið pláss og stofan gerð að skóla- stofu. Þótt við krakkamir væmm ekki sérlega ódæl, má nærri geta hvílíku ónæði við höfum valdið á heimilinu, í skollaleik á ganginum í frímínútum eða einhverjum hasar og tuski. Einu sinni a.m.k. ollum við skemmdum í áflogum og bmt- um vegg í herbergi í íbúð Óskars. Þá urðum við hræddir og skömm- uöumst okkar, en húsráðendur sögðu ekkert. Öðm sinni kastaðist reyndar í kekki, því Óskar gat ver- ið verið fijótur að skipta skapi, en hann erfði það hreint ekki og næsta dag talaði hann við okkur kompánlega, jafn í viðmóti sem áður. Óskar var jafnan kvikur og glaðbeittur í fasi. Hann naut þess aö veita gestum og spjalla, þá var jafnan gmnnt á gamanseminni og hláturinn sauð upp svo sérkenni- lega kitlandi. Hann sótti nokkuð vinnu út fyrir heimilið á yngri ámm og var eftirsóttur, því þótt hann væri smávaxinn og ekki burðamikill, var hann bæði greið- vikinn og lagvirkur, duglegur í vinnu og ósérhlífinn. Lát Óskars átti sér skamman aðdraganda. Skyndilegt fráfall kemur jafnan illa við eftirlifendur. En horfandi yfir tíma og rúm. Hvað er þá sælla en fá að hverfa á braut með slíkum hætti eftir far- sælt lífsstarf, sem leyst var af hendi með álúð og trúmennsku og þurfa ekki að líða hrömun og sjúk- dóma ellinnar. Eg held, að þess munum við í rauninni öll óska okkur. Maríu, ekkju Óskars, eftirlif- andi dóttur og öðmm vandamönn- um votta ég samúð mína. Minn- ingar mínar um Óskar í Efra-Ási em allar góðar og mér finnst ég svolítið auðugri í sálinni að hafa fengið tækifæri til að kynnast hon- um. Hjalti Pálsson frá Hofi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.