Feykir


Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 42/1995 Þarf ekki að hafa áhyggur af leiðindum Fyrir stuttu hafði ritstjóri Feykis símasamband við einn gamlan Hvammstangabúa sem fyrir skömmu flutti suður til Reykjavíkur, Eyjólf Eyj- ólfsson. Þar sem Eyjólfur er kunnur fyrir það að vera lipur penni var erindið að fá hann til að skrifa pistil í blaðiö. Eyjólfur tók því vel og hér kemur pistillinn, vonandi sá fyrsti af mörgum frá Eyjólfi. Ég þakka þér fyrir upphring- inguna um daginn. Þaö er alltaf gaman að heyra raddir aö norö- an, og þó ég sé fluttur suóur á mölina, þá er hugurinn gjaman noröan heiöa. Það minnir mig reyndar á, þó sé ólíku saman að jafna, þegar ég flutti utan af Vatnsnesi til Hvammstanga. Þá stuttu seinna lenti ég í spurn- ingakeppni milli sókna í V.- Hún., og eftir aö hafa tapað í liði Hvammstanga á móti Tjamar- sókn á Vatnsnesi, varö mér aó orði. I lokin þó ég liggi flatt leik ég hvern viðfingur. Því ég er enn það segi ég satt svolítill Vatnsnesingur. Ekki þarf ég að hafa áhyggjur af því aö ég þurfi að láta mér leiðast á mölinni, ef uppá- komumar verða margar á borð við þær sem ég lenti í í gærkveldi, þegar ég fór í fyrsta skipti á fund í Ættfræðifélaginu. Ég var varla sestur við borð hjá nýfúndnum ffænda mínum vest- an af Snæfellsnesi, þegar náungi sem sat fyrir við borðið, snéri sér að mér og spurói hvort ég héti Eyjólfur? Ég kvað svo vera. Og ert gamall Hafnfirðingur? Enn játti ég. Og fluttir húsið þitt norður í Húnavatnssýslu? Ekki kvað ég svo vera. „Og víst gerð- ir þú það“, sagði náunginn. Ég sagði honum að það væri hæng- ur á, því þó ég viðurkenni að ég Ljóðabók frá Kristjáni á Grund Kristján Hjartarson að tala á Húsbændavöku á Blönduósi. „Ég hef ávallt haft af því ánægju að virða fyrir mér dætur Ránar, hvort sem þær fara hamforum í sterkviðrum hausts og vetrar eða gæla blíðlega við flúð og sand á lognkyrrum sumardegi“, seg- ir Kristján Hjartarson skáld og organisti á Skagaströnd í formála nýútkominnar ljóða- bókar sinnar, sem heitir „Við brimsins gný“ og er gefin út af Skákprenti í Reykjavík. Höfundur segir nafn bókar- innar til komið vegna þess; „að mestan hluta ævi minnar hefúr gnýr brimsins og niður öldunnar verið mitt vöggu- Ijóð. Út frá því hef ég sofnað að kvöldi, vaknað við það að morgni með söng í hjarta og þakkarorð á vörum, einkum hin síðari ár, til skapara míns sem hefúr verið mér svo góð- ur í þau sextíu og sjö ár sem ég hef búið við blessun Hans og náð. „Við brimsins gný“ geymir lausavísur, afmælisljóð, eftir- mæli, sálma og önnur ljóð and- legs eðlis. Allt er þetta dregið þama í sama dilk og segir höf- undurinn efni bókarinnar og niðurröðun efnis, spegilmynd sálarinnar sem sveiflast á ýmsa vegu. Grímur Gíslason á Blöndu- ósi ritar á kápu eilítið um höf- undinn, Kristján Hjartarson, og kveðskap hans, sem hann segir að einkennist af tvennu aðal- lega: „I fyrsta lagi er þaó hið leikandi hefðbundna form ljóðsins þar sem litaauógi máls- ins nýtur sín fullkomlega á tungu alþýðumannsins og í öðru lagi eru það trúarljóðin, sálmamir, sem er gull hennar, og í rauninni er trúin á almættið hinn rauði þráður gegnum öll ljóðin. Fyrir það hefúr bókin af- gerandi sérstöðu. í sálmabók þeirri er nú er notuð er sálmur- inn nr. 254 eftir Kristján Hjart- arson. Þar sem ég þekki til cr hann sunginn við flestar skím- arathafhir. Trúlegt er að í næstu útgáfu sálmabókar verði fleiri sálmar eftir þennan höfund. Astæðan er hin Ijúfa kveðandi og trúarvissa höfundarins, sem er fágæt og ekki höfð í felum“, segir Grímur Gíslason. En þrátt fyrir þessi orð Gríms birtum við hér sýnishom af lausavísum og skemmtileg- um lýsingum af tilurð þeirra sem er að flnna í dálitlum mæli í bókinni. Síðasta síldin Það hefur líkfega verið í síð- asta skiptið sem síld var brædd í SR á Skagaströnd, að það kom skip með síld frá Siglufirði til bræðslu í verksmiðjunni. Átti þetta að vera eins konar jöfnuð- ur á milli ríkisverksmiðjanna. Ekki man ég hvað skipið hét en heldur var það ósjálegur barkur. Þá var þetta kveðið: Innra bœrist óskin hcesta, aukist vonir málið kringum. Þarrta kemur gnoðin glœsta með grútinn handa Skagstrend- ingum. Dýralæknisraunir Eitt sinn var fenginn dýra- læknir ffá Blönduósi til að líta á veika kú úti á Skagaströnd. Þetta var að hausti til í roki og þungri færó. Aö lokinni vitjun- inni snéri hann heimleiðis, en ákvað svo að fara niður á Skagaströnd en var í hálfgerðu basli að snúa bílnum. Þá bar þar aö annan bíl og ökumaður hans, Pétur aö nafni, snaraðist út út bílnum. Hann var maður ekki stór vexti en hinn hvatlegasti og vildi kanna hvort aðstoðar væri þörf. I sama mund og hann kom að hurðinni bílstjóramegin opn- aði læknirinn hurðina. En vegna hvassviðris missti hann takið á henni með þeim afleiðingum að hún lenti á Pétri er rotaðist við höggið. Mér var sagt frá þessu atviki og látin í ljós ósk urn að ég gerði vísu um atburðinn. Hún varð á þessa leið: Sverrir hið göfuga sjónarmið samverjans lítils metur. Hann rétti ekki kúna að ráði við, en rotaði litla Pétur. væri orðinn heldur slappur, þá ætti ég að muna eftir því hefói ég átt eitthvert húsið meðan ég bjó íyrir sunnan. Barneignir utan hjónabands „Þekkir þú þennan mann?“, spurði nú sessunautur náungans. „Ég er nú hræddur um það“, svaraði náunginn að bragði. , .Þessi gaur er andskotanum hag- mæltari. Ég hef séð hann kveða niður draug“. Ekki leist mér orðið á umræðuna og var aö velta því fyrir mér út í hvaða for- að náunginn ætlaði sér á minn kostnað, þegar svo blessunarlega vildi til að formaður kvaddi sér hljóðs og setti fundinn. Fundarefnið var hið skemmtilegasta, eða um bam- eignir á 18. og 19. öld, það er bameignir utan hjónabands, sem hafa alla tíð verið gómsætt um- ræðuefhi yfir kaffíbollum í eld- húskrókum en síðar ræddar á opinberum fundum. Fmmmæl- andinn, sem var ung kona, sagn- fræðingur að mennt, byrjaði að segja okkur að hún eignast bam utan hjónabands, og það hafi orðið kveikjan að því að hún fór að rannsaka hve mikið hafi verið um bameignir utan hjónabands á þessu tímabili, og hvað hafi orð- ið um konurnar sem í þessu lentu. Það er skemmst ffá því að segja að um þriðjungur bama sem komu undir á þessu tímabili vom utan hjónabands, og lítill sem enginn munur á þeim sýsl- um sem hún hafði tekið fyrir, þó aðspurð yrði hún að viðurkenna að Strandasýsla hefði skorið sig Nú er hann Eyjólfiir að hressast úr til mikilla muna hvað hór- dómsbrot varðaói, og þótti eng- um merkilegt, því hvað áttu menn svo sem að gera í skamm- deginu þama norður í r... annað en að hafa gaman hver af öómm. Þáttur prestanna Þó frummælanda hafi tekist vel upp meó sitt erindi, þá fór fyrst að verða gaman þegar kom að fyrirspumum, og mannvits- brekkumar fóru að láta aó sér kveða. Það var með ólíkindum hve mikið var af sagnfræðingum eóa sögufróðum mönnum á fundinum, sem virtust nánast hafa verið eins og flugur á þili þegar þessir atburóir gerðust. Þama var t.d. roskin kona sem taldi að blessaðir prestamir hafi nú ekki alltaf verið barnanna bestir hvað þetta snerti, og gat þess t.d. að haft hafi verið eftir sjálfum Guðbrandi biskupi Þor- lákssyni, að hann sæi ekkert at- hugavert við það þó menn gripu til stelpna þegar mikið lægi við. Gísli sagnfræðingur brást skjótt við biskupi til vamar, og kvað hann hafa verið mjög siða- vandan mann og mikinn stuðn- ingsmann „Stóradóms“ á sínum tíma. Að vísu, bætti hann vió, varð karli ofurlítið á í messunni þegar hann greip til Guðrúnar Gísladóttur um árið og gat við henni barn, Steinunni Guð- brandsdóttur f. 1571, þó það hafi kannski verið ámælisvert fyrir það, aó gemaðinum var haldið leyndum meðan presmr var úti í Kaupmannahöfn að sækja bisk- upsstafinn. Sjálfur hef ég oft blessað biskup fyrir hrösunina og Guörúnu fyrir undanlátssem- ina, því hvað skyldi hafa orðió um mig ef Steinunn Guðbrands- dóttir hefði ekki komið undir? Eyjólfur R. Eyjólfsson frá Hvammstanga. Þessar stelpur héldu á dögunum hlutaveltu. Söfnuðu þær 1.553 kr. sem þær létu renna í söfhunina „Samhugur í verki“. Stúlk- umar heita Margrét Osk Aronsdóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.