Feykir


Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 29.11.1995, Blaðsíða 3
42/1994 FEYKIR 3 Mikil nákvæmni í ostagerðinni Um daginn fóru blaðamenn Feykis á stúfana í Mjólkursam- lag Kaupfélags Skagfiröinga til að ræöa lítillega viö Hauk Páls- son ostameistara. A ostasýning- unni í Heming í Danmörku hlaut MKS fern verólaun af fimm mögulegum fyrir fasta osta. Þar ber hæst að nefna Kúmen-mari- bo ost Hauks sem fékk gullverð- laun. Gouda sterkur og nafnlausi osturinn hlutu silfurverölaun og Grettir sterki hlaut bronsverð- laun. Sagöi Haukur aö þaö heföi verið mjög ánægjulegt aö hljóta verólaun fyrir ónefnda ostinn þar sem framleiðslan væri ný- byrjuð og þetta í fyrsta skipti sem hann kom ffam á sýningu. Þetta voru áttundu gullverð- launin sem ostar Hauks hljóta á sýningum og í annað sinn sem hann hlýtur gullverðlaun fyrir maribo-ostinn í Danmörku. Fyrstu verðlaunin sem Hauk- ur hlaut voru á sýningu í Hem- ing 1982 og síðan á Heimssýn- ingunni í Wisconsin í Bandaríkj- unum árið 1986. Hann fékk verðlaun fyrir maribo-ost á báð- um þessum sýningum. Haukur er reyndar upphafsmaóur aó gerð maribo-osta á íslandi. Haukur hóf nám í mjólkur- ffæði í samlaginu á Sauðárkróki árið 1948, fór til Noregs 1952 og var þar þrjú og hálff ár í ffam- haldsnámi. Þegar hann kom til baka tók hann við ostagerðinni í mjólkursamlaginu. Hefur hann unnið þar allar götur síðan, utan sex ár sem hann var í Reykjavík. Eftir 1978 fór hann fyrst að láta aö sér kveða í ostagerðinni. Var hann kjörinn fyrsti osta- meistari íslands árió 1982 og aftur 1985. Haukur þakkar þess- ari velgengni sinni góðu hráeíhi og góðu starfsfólki. En það þurfi að sýna mikla nákvæmni í osta- gerðinni. Til að mynda geti brot úr gráðu ráðið um sýrustig gerl- anna sem notaðir eru í ostinn. Sjálfum finnst Hauki Kúmen- maribo-osturinn besti osturinn sem hann hefur ffamleitt Unnið af Hirti Magnússyni Þverá og Sverri Jónssyni Smiðsgerði í starfskynningu. Lausaganga graðhesta: Skagfirðingar ekkert betri en Húnvetningar Undirritaður vill gera at- hugasemd við fréttagrein sem birtist í 10. tölublaói Eiðfaxa 1995 undir liðnum „Hitt og þetta" á bls. 33. Fyrirsögnin er „húnvetnskir graddar mæta í réttir“. Er fréttablaðiö Feykir á Sauðárkróki borið fyrir fféttinni. Rétt mun vera að þriggja vetra hestur sá er kom til réttar í Selnesrétt var húnvetnskur, úr Vindhælishreppi, og ber að harma það kæruleysi aö láta slíkt koma fyrir. Um ómarkaða hest- inn sem kom í Skarðarétt vil ég gera eftirfarandi athugsemd. Til Skarðaréttar koma nokkur hundruð hross. Af þeim voru 12 húnvetnsk og voru eigendur þeirra allir með upprekstur úr Engihlíðarhreppi. Liggur því beinast við aö ætla að heimildar- maður Feykis, svo og Eiöfaxa, telji að þaóan sé umræddur grað- hestur kominn. Þessu vil ég mót- mæla sem órökstuddri, vanhugs- aðri og hlutdrægri staðhæfingu. Að sleppa ógeltum hesti í af- rétt er að mínu mati ófyrirgefan- legt og ólöglegt, en hafa ber í huga að slíkur trassaskapur er ekki algjörlega staðbundinn við Húnvetninga. Undirritaður er ekki áskrifandi að Feyki og var því ókunnugt um þessar aðdrótt- anir hans þar til ég las þær í Eið- faxa. Með vinsemd og virðingu Árni Jónsson, Sölvabakka, fjallskilastjóri Engihlíðar- hrepps. Athugasemd ritstjóra Feykis Það er ekki oft sem athuga- semdir berast varðandi efni blaðsins mörgum vikum cftir að það birtist eins og í þetta skipti, en umrædd ffétt birtist í blaöinu fyrir tæpum tveimur mánuðum. Greinilegt er að eitthvað hefur hún afbakast í meðförum Eið- faxamanna, og fyrirsögnin sting- ur strax í stúf vió innihald fféttar- innar, þar sem þar er hvergi sagt eða íjað að því að báðir grað- hestamir sem komu til rétta í Skagafirði í haust hafi verið hún- vetnskir. Ami hefði betur orðið sér úti um 34. tbl. Feykis þar sem umrædd ffétt Feykis birtist, og væntanlega eftir þann lestur fellt þann dóm að þar væri gætt hlutleysis, og hreint ckki farið út í órökstuddar og hlutdrægar staðhæfingar. Þeir Sverrir Jónsson og Hjörtur Magnússon ásamt Hauki Pálssyni ostameistara við osta karið í samlaginu. Með reglulegum sparnaði styrkir þú stöðu þína til hagstæðari lánafyrirgreiðslu. nnv/uu ijneui ®-^IVIEÐ SPARIÁSKRIFT Er falinn Sparivinningar: fjársjóður á heimilinu? Þeir sem hafa reglulegan sparnað í Búnaðarbankanum geta átt von á sparivinningi sem lagður verður inn á sparireikning vinningshafa* Dregið verður um eftirtalda sparivinninga: Desember 1995 3 x 50.000 kr. 1 x 150.000 kr. Mars 1996 3 x 50.000 kr. Júní 1996 3 x 50.000 kr. 1 x 150.000 kr. • Til að eiga möguleika á sparivinningi pari að gera samning um sjálfvirkar millifærslur af viðskiptareikningi eða greiðslukorti yfir á sparireikninga BÍ. Sparnaðarfjárhæð þarf að vera að lágmarki 3.000 kr. og samningstími a.m.k. 12 mánuðir. Ávinningurinn er þinn - vertu á grænni grein! M HEIMILISLÍNAN - Einjhldar Jjármálin BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.