Feykir


Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Skagfirsk loðdýrabú skila bestu skinnunum Gott fóður talin vera ein helsta ástæðan á því Páll Leó Jónsson skólastjóri fylgist með Ingólfi Bjama Sveinssyni afhenda Sigurði Kristjánssyni útibússtjóra Búnaðarbankans blóm sem þakklætisvott, en bankinn var einn margra aðila sem Sveinn Gíslason faðir Ingólfs leiddi saman til þess að gefa fé til tölvukaupanna. Mynd/Gunnar Bender. Grunnskólinn á Blönduósi: Fær gefins búnað í nýtt tölvuver Skagfirskir loðdýrabændur og félagsbúið á Skriðulandi í Langadal raða sér í efstu sætin yfir stigahæstu íslensku loð- dýrabúin sem seldu hjá DPA, danska pelsmarkaðnum á síð- asta ári. Þél hf. á Sauðárkróki, bú Reynis Barðdal er stiga- hæst í flokknum yfir svart- mink, dökkbrúnan og rauð- brúnan, og Jón Sigurðsson á Reynistað fylgir fast á eftir Reyni í öllum þessum skinna- flokkum. Félagsbúið á Skriðu- landi í Langadal er í þriðja sæti í svörtu og fjórða sæti í rauðbrúnu. Þá er útkoma Afmælisnefnd: Páll ráðinn starfsmaður Afmælisncfnd Sauðárkróks hefur ráðið starfsmann til að aðstoða við undirbúning tveggja stórafmæla sem framundan eru á næsta og þarnæsta ári. Er það Páll Snær Brynjarsson nýútskrif- aður magister í stjórnmála- fræðum frá Háskólanum í Arósum í Danmörku. Páll var ráðinn í hálft starf hjá nefndinni og hefur þegar tekið til starfa, enda miklar há- tíðir framundan. A næsta ári verður minnst 125 ára afmælis byggðar á Sauðárkróki, en Ami vert byggói íyrsta húsið í bænum 1871. Á árinu 1997 verður tvöföld ástæða til að fagna. Þá verða liðin 50 ár frá því Sauðárkrókur fékk kaup- staðarréttindi og jafnffamt 140 ár ífá því þáverandi Danakon- ungur undirritaði skjal um lög- gildingu Sauðárkróks sem verslunarstaðar. þeirra Haraldar Stefánssonar í Brautarholti, Sigurðar Hansen í Kringlumýri, Einars E. Gísla- sonar á Skörðugili og Ragnars Árnasonar í Holtsmúla einnig mjög góð, en allir þessir aðilar eru rneðal þeirra efstu í hverj- um flokki. Flest framantöld bú selja verulegan fjölda skinna hjá danska pelsmarkaðinum, þau stærstu vel á annað þúsund. En hver skyldi vera helsta ástæðan fyrir frábærri útkomu loðdýrabúanna á þessu svæði. Reynir Barðadal loódýrabóndi á Sauðárkróki og sá sem lang- lengsta reynslu á að baki í loð- dýraræktinni hér og þó víða væri leitað, segir engan vafa á því að gott fóður, góð fóðursamsetning og gott hráefhi, vegi þama þyngsL „Það er mjög mikilsvert fyrir okkur að eiga góða fóðurstöð og gott fóður er grundvallaratriði í þessari búgrein. Að mínu mati er Skagafjörður mjög vel fallinn til loðdýraræktar, og ég held að nú sé lag fyrir menn að auka viö sig í þessari grein. Verðin em á upp- leið og bjartari tíó ffamundan“, segir Reynir. Hann er þeirrar skoóunar að stjómvöldum beri aó beina stuðningi að loðdýra- ræktinni í dag, þar sé vaxtar- Norðlensk sveifla, skemmtun sem Lóuþrælar og Sandlóumar úr V.-Hún. og Rökkurkórinn í Skagafirði stóðu að á Hótel Is- landi sl. föstudagskvöld tókst ffábærlega vel að sögn Árdísar Bjömsdóttur á Vatnsleysu. Gest- ir á skemmtuninni voru 6-700 talsins og um 1200 manns stigu dans með Hljómsveit Geir- mundar að henni lokinni. broddur. „Ég horfi til þess að það sé upplagt fyrir menn að nýta byggingar sem þeir eiga ónotað- ar. T.d. er ekkert að því að vera meó mink og sauðfé í sama hús- inu, sé það skjólgott og með þokkalegri loftræstingu. Það þyrfti ekki meira en plastdúk í skilrúm milli þessa búpenings“, segir Reynir. Forráðamenn Kaupfélags Skagfirðinga sem rekur fóðurstöðina, eru einnig áhugasamir um að loðdýraræktin eflist og dafhi á svæðinu og menn nýti þá möguleika sem þar felist Egill Bjamason ráðunautur Búnaðarsambands Skagfirðinga segir aö menn hafi verið að skoða það hvort fyrirgreiðsla fengist til þeirra bænda sem vildu fara út í loðdýraræktina. Egill sagði að þetta væri í skoðun en hefði lítið gerst ennþá. Að- spurður sagði hann að annars hefóu menn lítið leitaó eftir þess- ari fyrirgreiðslu, enda hefði bú- greinin búið við svo erfið skil- yrði í langan tíma, að menn væm ekki ennþá orðnir spenntir þó að þetta liti betur út núna varóandi markaðsverð á skinnum. Þá sagói Egill að óljóst væri með ýmis atriði í loðdýraræktinni, Ld. hvort haldið yrði áffam með nið- urgreiðslur á fóðri. „Þetta var ákaflega skemmti- legt og vel heppnað og ég held að það hafi allir haft mjög gam- an af þessu. Fyrir okkur er þetta alveg ný reynsla og ánægjulegt að syngja fyrir allan þennan fjölda. Þó svo að aðsókn aó söngskemmtunum heima í hér- aói sé oft ágæt þá jafnast það ekkert á vió þetta“, segir Árdís á Vatnsleysu. Fyrir helgina var haldin mikil samkoma í grunnskóla Blöndu- óss að tvenns konar tilefni. Vinnuviku var að ljúka og að undanförnu hefur skólanum borist höfðinglegar gjafir, sem hafa gert það mögulegt að tölvukostur skólans er nú með ágætum. Það var Sveinn Gísla- son faðir nemenda við skólann sem tók sér til og gekk milli fyr- irtækja á Blönduósi með þess- um góða árangri. Páll Leó Jónsson skólastjóri bauð fólk velkomið á sýninguna sem haldin var í lok vinnuvikunn- ar. Páll vék síðan að hinni óvæntu og gleðilegu þróun sem orðið hefur í tölvumálum skólans. Það var Ingólfúr Bjami sonur Sveins Gíslasonar sem veitti tölvubúnað- inum móttöku og fulltrúar nem- endaráðs afhentu forráðamönnum fyrirtækjanna þakklætisvott frá nemendum, en þau voru Búnað- arbankinn á Blönduósi, Kaupfé- lag Húnvetninga, Særún hf., Verkalýðsfélag A.-Hún., Blöndu- ósbær, Trésmiðjan Stígandi, um- boð Vátryggingarfélags Islands og umboð Tryggingamiðstöðvar- innar. Tölvubúnaðurinn er sex full- komnar tölvur, með Windows ‘95 og símamótaldi. Tvær tölvanna eru með margmiðlunar- búnaöi, geisladiski, hljóðkorti og hátölurum. Meðal forrita og gagnabanka má nefna Exel, al- fræðisafn, orðabók o.fl. Canon litaprentari er tengdur við tölvum- ar. Páll Svavarsson formaður skólanefndar þakkaði gjafimar fyrir hönd skólans og bæjarbúa og óskaði nemendum skólans til hamingju með þær. □ Fjölmenni í sveiflunni —Kjenflitl lip— Aðalgötu 24 Skr. ámi 453 5519, bílas. 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþj ónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkíœraþjónusta jffMffbílaverkstæði yíl£2 Sítni 453 5141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki fax: 453 6140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.