Feykir


Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 43/95 Hólalax sendir bleikju á Evrópumarkað í viku hverri Hjá Hólalaxi er í viku hverri slátrað 1-2 tonnum af bleikju til sölu á Evrópumarkaði. MMC Pajero, langur, 4 cyl. 2600 bensín, árg. '87. Ekinn 136 þúsund km. Verð 990.000. MMC L 300 bensín 4x4 árgerð 1988, ekinn 110 þús. km. Verð 950.000. Sæti fyrir 8. Bleikjueldið hefiir gengið vel í Hólalaxi og markaðssetningin er í þokkalegu horfi. Pétur Brynjólfsson framkvæmda- stjóri segir að það hafi reynst þeim vel að koma þessu ákveðna magni inn á markað- inn í viku hverri. „Við erum með alla þætti í okkar höndum, og því er engum millilið til að dreifa. Markaðs- og gæðamálum bemm við alfar- ið ábyrgð á og það held ég að sé mjög mikilsvert. Ég held líka að það sé skynsamlegt að jafna lfamleiðslunni út á árið. Það er mun betra að selja þetta svona jafn óðum, en að slátra öllu á einu bretti og þurfa að standa klár á sölu svo mikils magns í einu“, segir Pétur. Pétur segir að verðið sem fengist hafi fyrir bleikjuna sé heldur hærra en fyrir laxinn, en á móti komi að þetta sé dýrari af- urð í framleiðslu, er felist aðal- lega í því aö um minni físk sé að ræða. Bleikjan er aðallega flutt á markað slægð, en í vaxandi mæli er hún flökuð og send kæld eða frosin. Varðandi fiystinguna hefúr Fiskiðjan reynst Hólalaxi vel. A Hólum er löggilt aðstaða til slátrunar, lítið sláturhús. Hólalax er með stöð Fljótalax á leigu og þar eru startfóðmð 400 þúsund bleikjuseiði og svo- lítið magn er einnig í startfóðrun á Hólum. Hólalax framleiðir ár- lega 50 þúsund laxagönguseiði sem sleppt er í laxveiðiámar á Norðurlandi vestra, og einnig 200 þúsund sumaralin seiði sem sleppt er í ámar. Varðandi af- komu stöðvarinnar segir Pétur Brynjólfsson að Hólalax haldi vel sjó. Fyrirtækið var stofnað fyrir um 15 árum, með 40% stofhffamlagi ríkissjóðs og aðild veiðifélaga í kjördæminu og ein- staklinga tengdum þeim. Hjá Hólalaxi starfa að jafnaði 5-6 manns. MMC Pajero V6 3000, langur 4x4, ekinn 103 þús. km. Veró 2.100.000. Fallegur bíll. Mazda 323 LX 1300 ár. '89, ekinn 109 þús. km. Verð 490.000. Fallegurbíll. MMC Pajero disel, stuttur, árg. '83, ekinn 187 þús. km., nýupp- tekinvél.Veið 480.000. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGAFJARÐAR SE Löggild bílasala Borgarflöt 5, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. Heimasími sölumanns 453 5410. Ný Ijóðabók frá Sigurlaugi Harmónikuljóð frá blýósen heitir nýútkomin ljóðabók eftir Sigurlaug Elíasson. Bókin skipt- ist í fjóra kafla þar sem atvikum er fylgt í eitt ár, ffá hausti ffam á næsta haust. Þetta er fimmta bók höfundar, næsta bók á undan, Jaspís, kom út 1990. Sigurlaugur Elíasson er fædd- ur á Borgarfirði eystra árið 1957 og uppalinn þar, en hefur verið búsettur á Sauðárkróki í áratug og viðflæktur staðinn öllu leng- ur. I fyrri bókum bregður líka víða fyrir stöóum og stemmning- um sem hæglega má ættbókar- færa i Skagafirði. Svo er einnig í þessari bók, „Bronsfaxi", Bólu- Hjálmar, Drangey og Heljardals- heiði, öll á sínum stað. En ferðin hefst þó á sænskum þjóóvegi og leiðin hlykkjast um norska skóg- arslóða, um spítalastíga og tæpar götur á stundum, að vegarenda í norðlenskum afdal, við bókar- lok. Bókin er saumuð kilja, 64 síður. Prentuð í Sást hf. NORÐAN NIÐUR gefur út. Vetð er 1580 kr. Flutnings- og sendiþjónusta! Er með flutningabíl og tek að mér alls kyns flutninga, fyrir hvern sem er. Vöruflutningar Björns Bjönssonar í síma 853 5857 og 453 5971. Þorvaldur Þorvaldsson fyrrum kaupm. í Vísi og Hlynur Guðmundsson í Píramídanum með gamla jólasveininn. Talið niður í Vísi Hér í eina tíð var það vinsælt hjá krökkunum á Króknum, þeg- ar nálgaðist jólin, að gá í glugg- ann í versluninni Vísi. Allt ffá því aó Þorvaldur Þorvaldsson byrjaði að versla þar 1945 var hann með jólasvein til skrauts í glugganum og á honum var rammi sem taldi niður dagana til jólanna. Þegar Þorvaldur hætti að vcrsla 1982 hvarf sveinninn út glugganum og þar meó var krakkagerið við gluggann í jólamánuóinum úr sögunni. En nú er sveinninn kom- inn í gluggann aó nýju, skraut sem einu sinni þótti flott, en nú til dags þykir kannski ekkert sérstakt í samanburði við „glimmer" tíð- arandans. „Hlynur héma á hárgreiðslu- stofunni haföi einhvem veginn ffétt af sveininum og vildi endi- lega fá hann hjá mér. Ég sá nátt- úrlega ekkert því til fyrirstöðu", sagði Þorvaldur þegar Feykir leit við á hársnyrtistofunni Píramíd- anum, sem er nú til húsa á Aðal- götu 6 þar sem Vísir var áður. 50 ár em nú liðin frá því sveinninn kom fyrst upp í Vísi. Leikið í Ijósunum í kvöld Fyrir helgina var lokið við að koma upp lýsingu við malar- völlinn á Sauðárkróki. I kvöld kl. 19,30 verða ljósin vígð formlega með fyrsta kapp- leiknum við raffnagnslýsingu á Sauðárkróki. Þá leiða saman hesta sína lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri. Knattspymumenn prófuðu ljósin á æfingu sl. föstudags- kvöld og létu þeir vel af lýsing- unni. Ljóst er að tilkoma ljósanna mun skapa byltingu í knattspymuiðkun á Sauðárkrók, og ekki ólíklegt að lið af Norður- landi muni einnig njóta góós af. Á Sauðárkróki verður knatt- spyma nú heilsárs íþrótt í stað hálfsárs íþróttar áður. Við knattspymuvöllinn em átta staurar og jafhvel stendur til að bæta einum eða tveimur staumm við. Á hveijum staur em tveir kastarar, 400 watta. Það er Rafveita Sauðáikróks sem gefur þessa lýsingu við völlinn í tilefhi 70 ára afmælis síns á árinu, en fyrirtækið gaf fyrr í haust af þessu sama tilefni lýsingu upp við sjúkrahúsið. Atvinna RKS Skynjaratækni óskar eftir að ráða starfsmann til sölu- og framleiðslustarfa á rafeindabúnaði. Umsækjandi skal hafa faglega þekkingu og reynslu á markaðs- og sölumálum. Krafist er kunnáttu í ensku og einu norðurlandamáli. Upplýsingar um starfið veitir Rögnvaldur Guðmundsson í síma 455 4552. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.