Feykir


Feykir - 06.12.1995, Side 6

Feykir - 06.12.1995, Side 6
6FEYKIR 43/1995 81. Hrolleifur hét maður og var kallaóur hinn mikli. Hann kom út í Hvítá og móðir hans er Ljót hér. Lítt var hún lofuð að skaplyndi og ein var hún sér í lýsku og var það líklegt því að hún var fám góðum mönnum lík. Son hennar var henni mjög líkur í skapsmunum. Hrolleifur var bróðurson Sæ- mundar fóstbróður Ingimundar. Þau fóru á fund hans til Skagafjarðar og sögðu honum deili á sér og sögðu hann frænda sinn. Sæmundur svarar og kvaðst eigi mega dylja frændsemi við Hrolleif „en þaó er rrútt hugboð að verr sé þér fengið móður en föður og mjög er eg hræddur um að þú sért meir í hennar ætt en föður þíns“. 82. Hrolleifur kvað sér annað hallkvæmra en ill- 83. Hrolleifur kvað það skammsamlegt að krikta um smáhluti en rækja eigi ættmenn sína: „Nenni eg víst eigi að ölmusur sparki í andlit mér.“ Sæmundur mælti: „Svo muntu kalla en meir hefur þú skapsmuni Ljótar móður þinnar, sem mig grunaöi, en vor frænda. Nú hefi eg hugsað þér landakosti og bústað út á Höfðaströnd fyrir utan Höfða út frá Unadal. Væri það mitt ráð að þú vægðir við þá er þar búa næstir þér, Þórð bónda á Höfða og Una í Unadal eða aðra byggðarmenn, og bið þér byggðarleyfis“. Hann kvaðst ætla að hann ~7ec6*c: ‘£><zí**ic p&tuiá&n 07extc: 'fió't/l. s4á**cct*tUáá,. ar getur. Sæmundur kvaðst mundu veita þeim vet- urvist. Hrolleifur var allra manna sterkastur og fór illa með afli sínu við sér minni menn. Var hann glettinn og ágangssamur og launaði illa gott með ráði móður sinar. Hann var illa við Geirmund son Sæmundar, bæði í leikum og í öðrum hlutum og gerðist fæð á með þeim frændum. Eitt sinn mælti Geirmundur til föður síns: „Þessi frændi okkar leggur fram vistarlaun þau sem hann mun nægst til hafa en öðrum séu óhaldkvæm, það er heitan og harðyrði með óþyrmilegum meðferð- um. Hafa sumir hlotið af honum beinbrot eða önnur meiðsl og engum hlýðir um aó tala“. Sæmundur kvað hann víst verr launa vistina en stofnað var „ og má eigi um það hræfa lengur". 84. Hrolleifur fór út í dalinn og móðir hans og bjuggu þar. Síðan er þar kallaður Hrolleifsdalur. Þau vinguðust lítt við menn, komu þar fram hót eða heitan og sýndu búum sínum óþokkasvip í öllum búsifjum. Brátt tóku menn aó hatast í móti og þótti Sæmundur hafa sent þeim illt rekald. Þeim þótti í fyrstu ógott að mæla í móti er hann var frændi Sæ- mundar. En nú er mönnum tók að kynnast þeirra skaplyndi vildu menn færa þau í brottu og aldrei hefðu þau komið. Tindastóll á sigurbraut Eftir fremur dapurt gengi að undanfórnu náðu Tindastóls- menn sér á strik sl. sunudags- kvöld og það var fjörugur og skcmmtilegur leikur scm áhorf- endur á Sauðárkróki urðu vitni að þegar Tindastólsmenn lögðu IR-inga að velli í DHL-deildinni. Lcikurinn einkenndist af mikilli baráttu og sterkum varnarleik beggja liða og stigaskorið var því í lægri kantinum. Lokatölur urðu 61:51 og Tindastóll var einnig ylir í leikhléinu 25:22. Tindastólsmenn tóku snemma frumkvæóið í leiknum en ÍR-ingar áttu góðar skorpur inni á milli og náðu að halda sér inni í leiknum. Um miðjan seinni hálfleikinn hélt maður reyndar að Tindastólsmenn væru búnir að gera út um leikinn, en þá var munurinn orðinn 15 stig. Gestimir voru þó á öðm máli og þegar um fimm mínútur vom eftir af leiknum virtust þeir ætla að snúa leiknum sér í vil, en Tinda- stólsmenn börðust áfram og náðu að innbyrða ömggan sigur. Omar Sigmarsson átti mjög góðan leik í Tindastólsliðinu og í heild var liðið allt annað að sjá en í leikjunum að undanfömu, barátt- an og hreyfanleikinn mikill og boltinn látinn vinna fyrir liðið. John Torrey hafði sig lítið í frammi í sókninni en í vöminni skilaöi hann góðu dagsverki, hélt Herbert í skefjun og munar um minna. Sem dæmi hitti Herbert aðeins úr tveimur af 10 langskot- um. Pétur Guðmundsson átti einnig mjög góðan leik og þeir Hinrik og Amar vom mjög yfir- vegaðir í leik sínum. Hjá IR-ingum var Rhodes langbestur. Stig Tindastóls: Ómar S. 22, Pétur G. 14, Torrey 11, Hinrik G. 6, Amar K. 4 og Óli Barðdal 4. Stigahæsturr há IR vom Rhodes meðl5 stig Gangur leiksins: 4:5, 12:5, 20:10,20:17(25:22) 31:24, 40:28, 50:35, 52:49 (61:51). Tindastóll tapaði fyrir Haukum sl. fimmtudagskvöld í Síkinu, 72:84, í lélegum leik. Næsti leikur liðsins verður í Njarðvík nk. sunnudagskvöld. Hólmfríður Jónasdóttir Þann 18. nóvember sl. lést tengdamóðir mín Hólmfríður Jónasdóttir ffá Hofdölum 92 ára að aldri. Þótt andlát hennar kæmi mér ekki á óvart, var sem strengur brysti í brjósti mér. Minningamar hrönnuðust upp. Frá því íyrir tæpum 40 árum er ég kom fyrst á heimili hennar og manns hennar Guðmundar Jósafatssonar hefur hún verið mér kær. Hvemig hún tók mér, aðfluttum strákpjakknum, sem farinn var að draga sig eftir yngri dóttur hennar. Hennar hlýja og ljúfa viðmót ásamt dulinni kímni, færði öllum þeim sem hún umgekkst aukna lífsfýllingu. Við Margrét hófum okkar búskap í einu herbergi í húsi þeirra hjóna á Ægisstíg 10 hér á Sauðárkróki, og aldrei heyrðist æðmorð eða styggðaryrði þó að þau þyrftu aó þrengja aö sér. Þegar bamabömin komu minnk- aði umhyggjan ekki, þvert á móti. Fyrir alla þá ástúð og þann kærleik sem hún veitti þeim, verður aldrei að fullu þakkað. Hverju bami er það mikil gæfa að alast upp við slíkar aðstæður og munu bömin okkar búa aó því ævilangt. Fljótlega eftir að þau hjón fluttu úr sveitinni til Sauðárkróks fór Hólmífíður að hafa afskipti af verkalýðsmálum. Þar sem annars staðar reyndist hún góður liósmaður. Hún gekk í Verka- kvennafélagið Ölduna og var þar í fomstu í áratugi, þar af formað- ur í tæp 20 ár með hléum, og sat á því tímabili á fjölmörgum ASI-þingum. Þegar hún hætti störfum fyrir verkakvennafélag- ið launuðu þær henni dygga for- ustu með því aó gera hana að heiðursfélaga. Einnig starfaói hún lengi í Kvenfélagi Sauðár- króks og var heiðursfélagi þess. Þó að Hólmfríður væri ljúf manneskja hafði hún fastmótað- ar skoðanir og var órög að fylgja þeim eftir, og setti þær fram á þann hátt að eftir var tekið. Skáldmælt var Hólmfríður í besta lagi, síyrkjandi. Ófáar vom þær stökumar sem hún kastaði fram, aðeins til að létta lund þeirra sem hún umgekkst hverju sinni. Hnyttnar vom þær og hittu beint í mark. Þá orti hún mikið af ljóðum og gaf út eina ljóóa- bók. Iðulega kom hún fram á skemmtunum og las þá gjaman upp ljóð, þá samdi hún einnig texta við dægurlög sem komið hafa út á hljómplötum. Þau hjón vom alla tíð mjög samhent, en mann sinn missti hún af afleióingum slyss 14. jan- úar 1974. Harmaði hún hann mjög, en þá sem endranær sýndi hún styrk og æömleysi. Er ég þess fullviss að nú þegar þau em saman á ný, leiðast þau aftur hlið við hlió. Megi það verða öllum þeim sem næstir standa merkri sæmdarkonu nokkur huggun. Með djúpri virðingu og inni- legu þakklæti fyrir allt og allL Stefán Guðmundsson. 40 stiga sveifla Eftir frábæran fyrri hálflcik hjá kvennaliði Tindastóis gcgn Njarðvík í 1. dcildinni syðra um helgina, fór allt í baklás í þeim seinni, og sveiflan miUi hálfleikja var ótrúleg. Staðan breyttist frá því að vera 48:28 fyrir Tinda- stói í Icikhléi í það að verða 84:64 lyrir Njarðvík í lokin. „Það er ekkert hægt að skýra svona hluti. Þetta var bara algjört hmn í seinni hálfleiknum", segir Kári Marísson þjálfari. Sigrún Skarphéðinsdóttir skoraði 29 stig fýrir Tindastól í leiknum og Krist- ín Magnúsdóttir 19. Tindastóll lcikur í kvöld gegn IS í 8-liða úrslitum Bikarkeppn- innar á Króknum. Búast má við spennandi leik og em körfubolta- áhugamenn hvattir til að mæta. í ffétt af sigri Tindastóls á ÍA í síðasta blaði, var farið villt á nöfn- um þeirra systra, Hermundsdætra. Það er Dagbjört sem er eldri og það var því hún sem lék og stóó sig mjög vel. Tími Sólborgar með kvennaliðinu er eðlilega ekki enn mnninn upp. .......Feykir ljós punktur í tilverunni....

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.