Feykir


Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 3
43/1994 FEYKIR 3 Af götunni Óskalagið Einu sinni sem oftar sungu þeir Álftagerðisbræður, Pétur og Sigfús Péturssynir, við kirkju- lega athöfn í guðshúsi þeirra Sauðkrækinga. Þegar þeir höfðu lokið við að syngja afskaplega fallegt og hugljúft lag hvíslar lítill drengur, Pétur að nafni, stundarhátt aó móðir sinni: „Mamma ætla þeir ekki líka að syngja Hryssan mín blá. (Þeim varö á í messunni) Einn andsk......enn Árið 1974 var kirkjan á Auð- kúlu endurvígð en þá höfðu farið fram miklar endurbætur á guðshúsinu. Séra Pétur var að skipuleggja messuna og gekk á ýmsu. Meðhjálparinn, Þórður Þorsteinsson á Gmnd, var maður nákvæmur og vildi fá að vita hver hefði hvaða hlutverk á hendi í messunni og spurði: „Eg veit séra Pétur að þú lest guð- spjallið en lest þú líka pistilinn eða einhver annar prestur?“ Þá segir séra Pétur hnussandi: ,J4ei, þaó er nú einn andskotinn enn.“ (Þeim varð á í messunni) Englahár Bjarni Haraldsson kaup- maóur á Sauðárkróki gerðist hárþunnur með aldrinum og seinast sköllóttur. Nú er það á Þorláksmessu að kona kemur inn í verslun Bjama og spyr um englahár. Bjami strýkur sér hægt yfir skallann. Verður síðan hugsi en svarar svo: „Englahár, því miður, þau eru löngu búin“. (Þeim varð á í messunni) Vopnfirðingur Austri segir frá því að nýtt blað, Vopnfirðingur, hafi byrjað göngu sína. Komin eru út tvö tölublöð en fyrirhugað er að blaðið komi út hálfs mánaðar- lega. Utgáfustjóri er Hafþór Ró- bertsson og er blaðið prentað í hans eigin prentverki, Hafþórs- prenti. Ritstjóri er Sigrún Odds- dóttir kennari og segir hún að blaðió hafi fengió góðar við- tökur. Aðaláhersla verði lögð á fréttir og fréttatengt eífti, ýmsar ffásagnir og viðtöl. Einnig verða í blaðinu mataruppskriftir, íþróttaeffti og fleira. Til að byrja með verður blaðið selt í lausa- sölu en til greina kemur að bjóða upp á áskrift að því síðar. Ársfundur vegagerðarinnar í Árgarði Ársfundur Vegagerðar ríkis- ins var haldinn í Árgarði í Lýt- ingsstaðahreppi sl. fimmtudag og föstudag. Þetta var sjötti ársfundur vegagerðarinnar og eru þeir haldnir til skiptis í hverjum landshluta, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er haldinn á Norðurlandi vestra. Um 90 manns sóttu fundinn, en meginviðfangsefiii hans var málaflokkurinn „ferðamál og samgöngur“. Fyrirlesarar um þennan mála- flokk voru Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Trausti Valsson skipulagsfræðingur, auk Am- gríms Hermannssonar „of- urjeppaeiganda“ og Halldórs Bjamasonar, en hann flutti erindi um hálendisferðir og hvemig vegagerðin hugsanlega kæmi að þeim málum, en eitt að þeim málum sem vinnuhópar krnfu til mergjar var það hver ætti að vera þáttur vegagerðarinnar í því aö lendisvega. gistu í Hótel Varmahlíð og á efla og auka ferðamennsku í Þátttakendur á ársfúndi vega- Löngumýri. óbyggðum, t.d. með gerð há- gerðarinnar nutu veitinga og íbúðarmiklir vegagerðarmenn í Árgarði, Stórtjón í ofsaveðri „handan Vatna" Mikið tjón varð í utanverðri Sléttuhlíð og á Bökkum í Fljótum í suðaustanveðri aðfaranótt sunnudagsins. Hluti þaks á fjárhúsi á kirkjujörðinni Felli fauk í heilu lagi, einir sextíu fermetrar, og mikið tjón varð á húsum hjá Fljótalaxi og Jóhannesi bónda á Reykjarhóli. Þá fauk stór amerískur pallbíll út af veginum við Stafána þarna rétt norðan við og cinhentist marga metra. Svo virðist sem þetta mikla fárviðri hafi geisað á afinörkuðu svæði og skapast af miklum vindstreng niður úr dölunum. Eggert bóndi á Felli segir að menn líki þessu veðri við febrúarveðrið mikla 1992. Ung hjón sem hafa umsjón með fiskeldisstöð Fljótalax, sem Hólalax hefur á leigu, voru ekki heima aðfaranótt sunnudagsins. Einhverra hluta vegna fór við- vörunarkerfið í gang og var maður sendur ofan úr Hjaltadal til aö grennslast fýrir hvers kyns var. Hann komst þó ekki lengra á bílnum en að Stafánni, þar fauk hann út af veginum. Maðurinn gat forðað sér út úr bílnum og þurfti hann nánast að skríða síðasta spölinn heim að stöðinni, en aðkoman þar var ekki fögur. Gerði maóurinn viðvart og óskaði eftir aóstoð innan úr Fljótum og komu fljótlega þrír menn þaðan á vettvang. Rúður höfóu brotnað í suðurhlió íbúðarhúss við fisk- eldisstöðina og allt var á rúi og stúi í húsinu. Þrýstingurinn inni hafði losað um gluggaramma á noróurhlið og lá hann marga metra frá húsinu. Þá urðu all- nokkrar skemmdir á steni-klæðn- ingu utanhúss, og ljóst að tjónið á íbúðarhúsinu skiptir mörgum hundruðum þúsunda. Skjólveggir á sólpalli brotnuöu og sást á eftir heitum potti, þar sem hann fauk út í sortann. Fannst hann síðar ofan í gili við bæinn, ónýtur. Þá urðu einnig teljandi skemmdir á aóstöðuhúsi við fiskeldisstöðina. Af henni fuku margar þakplötur. Land gullinna stranda og ævintýra þúsund og einnar nætur! Enn á ný ryður Úrval-Útsýn brautina með nýjungar fyrir íslenskan ferðamarkað, nú með reglulegu leiguflugi i vetur til Agadir á Atlantshafsströnd Marokkó. Með dyggilegri aðstoð ferðamálayfirvalda í Agadir getum við nú boðið islendingum ' einstök kjör á tveggja og þriggja vikna ferðum til þessa glæsilega áfangastaðar. Verð á mann í tvær vikur á Residence Farah með 3.000 kr. ViSA-afslætti. Innifalið: Beínt leíguflug, gisting, flugvallarskattar, íslensk fara stjórn og ferðir til og frá flugvelli. —w - þangað liggur slraumurinn Umboðið á Sauðárkróki Stjómsýsluhúsinu, sími 453 6262

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.