Feykir


Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 7
43/1995 FEYKIR7 n Hrönn bregður sér á bak úlfalda, sem eru vinsæl farartæki í Marokko engu síður en asnarnir. Eins og detta inn í Bíblíusögurnar segir Hrönn Pétursdóttir um ferð til Agadir í Marokko „Það var engu iíkara en þarna hefði maður ailt í einu dottið inn í Biblíusögurnar. Menn- ingin þarna er svo alit öðru vísi en okkar og sérstaklega er þetta áberandi í fjallahéruðun- um. Við fórum þarna í mikla skoðunarferð upp í fjöllin, sem tók alls 14 tíma. Þegar ofar dró fórum við að sjá menn ríð- andi ösnum og konur ausandi vatni úr brunnunum, berandi leirílátin á höfðinu“, segir Hrönn Pétursdóttir húsmóðir á Sauðárkróki um ferðalag sem hún fór í ásamt manni sínum, Jóhanni Ingólfssyni, til Marokko á liðnum vetri, en borgin Agadir í Marokko er nú orðinn mjög vinsæll án- ingastaður hjá ferðalöngum og má rekja vinsældir hennar til sérstöðu Marokko sem ferða- mannalands. „Þetta er svo gjörólíkt því sem maður hefur kynnst á Spáni og í Vestur-Evrópu. Menningin svo allt öðm vísi og ég hef aldrei upplifað neitt í líkingu við það sem við kynntumst í þessari ferð. Fjölbreytileikinn er mikill þama og við vomm mjög ánægð með ferðina. Það stóðust allir hlutir mjög vel“, segir Jóhann Ingólfsson, en þeim hjónunum bauðst ásamt mörgum fleiri Is- lendingum mjög ódýr ferð á veg- um Urvals/Utsýn til Marokko í febrúar sl. Ferðin var sérstaklega ódýr af þeirri ástæðu að það var verið að mála og yfirfara flug- vélina á Spáni meðan ferðalang- amir flatmöguðu á sandströnd- inni við Agadir í vikutíma. „Þjónusta og aðbúnaður þama er mjög góð og maturinn mjög góður. Það vom fjölmargar skoðunarferðir í boði. Okkur var strax á öðmm degi boðið í veislu og á skemmtun í gömlu kvenna- búri hjá Berbum, sem er þjóóar- brot þama. Þar var sungið og dansað og sýndir ýmsir leikir sem tilheyra menningu Ber- banna. Daginn eftir var síðan farió í fjallaferðina sem var ansi glæfraleg. Vegimir þama upp n Ókeypássmácxr Til sölu! Til sölu er vel meö farinn lítill Philco ísskápur. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 453 6691. Til sölu lítil Canon FC-2 ljós- ritunarvél. í góðu lagi. Upplýs- ingar í síma 453 6750. Til sölu Lada 1600 árg. '81.BÍ11- inn er í lagi. Tvöfaldur dekkja- gangur á felgum. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar gefur Hjalti í síma 453 5606 á kvöldin. Til sölu sex hjóla vömbíll, Bens 1513 árgerð '71 með krana, þokkalegur bíll. Einnig MMC Lancer LGX.14x4 árgerð 1991. Ekinn aðeins 38 þús. km. Fallegur bíll. Ath! skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 452 7158. Til sölu homsófi með drapplitu áklæði. Upplýsingar í síma 453 5491. Húsnæði óskast! Óska eftir 2-3 herbergja íbúð á Sauðárkróki eftir áramót. Upplýsingar í síma 453 5544 (Ragnheiður). Fæst gefins! Þriggja mánaða hvolpar fást gefins. Upplýsingar síma 467 1054. fjöllin em ansi mjóir og ræfils- legir á okkar mælikvarða. Það var margt að sjá í Agadir og ná- grenni, við litum m.a. inn í silf- urverksmiðju, markaðstorgin em mörg í borginni, veitingastaðir á hverju strái og allt sem tilheyrir baðstrandarlífinu“, segir Jóhann Ingólfsson. Land andstæðna Marokko er konungsríkið sem teygir sig frá Miðjarðarhafi og niður norðvesturströnd Aff- íku. Þetta er land andstæðna; nú- tímalegar borgir, árhundraða aft- urhvarf þegar komið er til sveita, eyðimerkur og gróðursæld, flat- lendi og hrikalegt fjalllendi og inn á milli em fengsæl silungs- vötn, gullnar baðstrendur og ekki síst ómótstæðileg menning og handverk sem alla heillar. Þó arabísk menning marokko- búa sé ákaflega sterk finna gestir fljótlega fyrir frönskum áhrif- um víða, enda var landið ný- lenda Frakka í áraraðir. Meiri- hluti landsmanna er mú- hameðstrúar en í flestum borg- um má sjá kaþólskar kirkjur og bænahús gyðinga. Borgin Agadir stendur á vest- urströnd Marokko, skammt aust- ur af Kanaríeyjum, enda er veð- urfar svipað á þessum stöðum. Sl. 35 ár hefur mikil uppbygging átt sér stað, fjöldi glæsilegra hót- ela, veitingastaða og verslunar- hverfa hafa risið. Að mörgu leyti minnir Agadir á borgir við frönsku Riviemna, með breið- götum og fallegum görðum og alls staðar em veitingahús, barir eða kaffihús jafht utan dyra sem innan. Meðfram borginni liðast síðan gullin sandströndin kíló- metra eftir kílómetra. Ibúar Aga- dir og úthverfa em um 300 þús- und talsins og flestir þeirra hafa ýmist atvinnu af ferðaþjónustu eða fiskveiðum. Loftslag er ein- staklega þægilegt, eða rúmlega 20°C meðalhiti að deginum í janúar, en fer sjaldnast yfir 30°C á sumrin. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdamóður, afa og langafa Óskars Björnssonar Freyjugötu 10 b Sauðárkróki María Rósmundsdóttir Rósamunda Óskarsdóttir Haraldur Friðriksson Bragi Hrólfsson Þórður Ragnarsson Málfríður Haraldsdóttir María Haraldsdóttir Friðrik Haraldsson Fannar Haraldsson Hrólfur Bragason Ómar Bragason Heiðbjört Kristmundsdóttir Guðný Jóna Petersen Asmundur Baldvinsson Baldur Baldursson Rannveig Helgadóttir Signý Einarsdóttir og bamabarnaböm t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vió andlát og útför móóur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Hólmfríðar Jónasdóttur frá Hofdölum Hjalti Guðmundsson Kristín Svavarsdóttir Anna Jóna Guómundsdóttir Sigurður Olafsson Margrét Guðmundsdóttir Stefán Guðmundsson Sólborg Valdimarsdóttir bamaböm og bamabamaböm Mesta & besta úrvalið er hjá okkur fyrir jólin Verið velkomin Skagfirðingabúð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.