Feykir


Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 06.12.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 43/1995 Þeim varð á í messunni Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Þeim varð á í messunni, safn gamansagna af íslenskum prestum. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason rit- stýrðu. Oll helgislepja er á braut, segir í tilkynningu frá út- gáfunni. Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur brýtur ísinn og gefst íslendingum nú loks tceki- fœri til að lesa á einum stað hin- ar bráðjýndnu sögur er gengið hafa um þennan þjóðfrœga mann. Langur kafli er af skag- firskum klerkum. Séra Hannes Bjamason á Ríp gefur tóninn en Hallgrímur í Glaumbœ, Lárus á Miklabœ og Hjálmar Jónsson slá bominn í kaflann - sem er þó ekki alveg rétt því að upp á milli þeirra komast klerkar eins og Tryggvi H. Kvaran og Sighvatur Birgir Emilsson. Þá eru ótalin óborganleg dlsvör prófastanna Péturs Þ. Ingjaldssonar í Húna- vatnssýslu, Arnars Friðrikssonar á Skútustöðum og Baldurs Vil- helmssonar í Vatnsfirði. Hafa fœstar birst á prentifyrr. Séra Róbert Jack og Bjami Séra Róbert Jack og séra Bjami voru góöir vinir. Eitt sinn hittust þeir á fömum vegi og segist þá séra Róbert ekki vera viss um hvað hann eigi að kalla séra Bjama. „Hvað áttu við?“ spyr séra Bjami. ,Ja,“ svaraði Róbert, „á ég aö kalla þig doktor, vígslubiskup eða séra?“ Séra Bjarni var fljótur að leysa úr þessum vandræðum: „Þegar ég er í góóu skapi skaltu kalla mig séra Bjama, en þegar ég er í vondu skapi skaltu segia doktor." Séra Birgir á Æsustöðum þreytir hænuna Eg hafði heyrt af vatni, eða tjörn, uppi á Litlavatnsskarði sem er skarð á milli Laxárdals og Víðidals í fjöllunum er skilja Séra Hallgrímur Thorlacius í Glaumbæ. að Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu. I þessari tjöm, sem heitir Móbergsselstjöm, var þónokkur silungur. Þama hafði verið bær. Móbergssel, og við hann bmnn- ur og rann vatn úr brunninum út í tjömina og fylltist brunnurinn stundum af silungi. Einn góðan veðurdag fór ég ásamt pilti, er hjá mér var, upp á dalinn að veiða. En þetta var sýnd veiði en ekki gefin. Eg fékk einn smátitt og ekkert annaó. Þegar ég kom heim var ég eitt- hvað vonsvikinn, kastaði stöng- inni á hlaðið og fór inn til aö fá mér kaffisopa. Eg hafði ekki set- ið lengi þegar ég heyrði að það þaut út af hjólinu. Eg hljóp út og sá mér þá til skelfingar að mórauð hæna hafði hlaupið á öngulinn. Eg hafði ekki hreinsað hann nógu vel og hænan ginið við agninu. Mér var nú nauðug- ur einn kostur að þrífa upp stöngina og byrja að kljást við hænuna. Þetta var rétt við þjóð- veginn. Þaó vom ekki nema fjór- ir metrar ffá veginum og heim á tröppur á húsinu. Og þama stóð ég í allra augsýn, en það var samfelld umferð um veginn, - og allir störðu á mig þreyta hænuna. Stundum gat ég halað aðeins inn og stundum dró hænan út. Þannig gekk þetta í góóan tíma og ég óskaði mér niður úr jörð- inni, vissi ekki hvað fólk hugsaði að sjá virðulegan sveitaprest vera að veiða hænu á hlaði prestssetursins. En svo náði ég hænunni loksins. Þá sá ég að hún hafði magagleypt og því ekki önnur ráð en að láta sækja skæri og klippa á færið. Hún renndi síðan endanum niður og lifði í mörg ár og verpti ekki síð- ur en hinar hænumar. Með botninn úr Eitt af því sem bændurnir þarna vesturfrá gáfu mér var hestasláttuvél en þeir vom flestir komnir með traktora. Fékk ég svo lánaða hesta til að beita fyrir vélina. Gekk mér slátturinn þokkalega þrátt fyrir að ég væri ekki vanur svona verkfæmm. Það var dálítið erfitt úti á Blöndubökkum en þegar áin mddi sig á vetuma fór hún oft með jaka upp á engið er skildu eftir sig malarhrúgur þegar þeir þiðnuðu aö vori. Þegar ég kom þama keyrandi á sláttuvélinni, og mjög hraðgengir hestarnir, átti ég til að slá í malarþúfur. Stóð þá allt fast og ég hentist nokkra metra ffam af vélinni. Er ég kom aftur að sláttuvélinni, eftir eina slíka flugferð, sá ég mér til skelfmgar að bakhlutinn úr buxunum hafið setið eftir í sætinu. En það var þá orðið eitt- hvað laust og buxumar höfðu fest undir skrúfu. Nú vom góð ráð dýr því að þjóðvegurinn var á milli mín og bæjarins en mér fannst ég ómögulega geta farið að ganga yfir veginn eins og ég var um botninn. Endaði þetta meó því aö ég hélt áffam að slá ffam í myrkur, að vísu með góð- um hvíldum til að ég ofbyði ekki hestunum, og laumaðist þá heim. Séra Páll á Knapps- stöðum Séra Páll þótti mikill drykkju- maður og ekki alltaf prestlegur þegar hann var við skál. Af hon- um var m.a. sögð sú saga að eitt sinn söng hann messu á Knapps- /r? á. kiht Almenningshlutafélag Sala Hlutabréfa Máki hf. hyggst auka hlutafé sitt um 15.000.000. Nýttu þér skattaafsláttinn (45.000 ef keypt er fyrir 135.000) samtímis sem þú skýtur stoðum undir framtíóaratvinnuveg. Núverandi hluthafar eiga forkaupsrétt á hlutabréfum í samræmi við hlutafjáreign sína. Haföu samband vió skrifstofu Máka hf. á Freyjugötunni (s. 453 6164) eða við starfsmenn Búnaöarbankans. Stjóm Máka hf. Séra Hjálmar Jónsson. stöðum og sagði upp úr ræðunni og vitnaði í sjálfan frelsarann: „Innan skamms sjáið þið mig ekki lengur, og aftur innan skamms munu þér sjá mig“. (Jóh. 16; 16). Beygði prestur sig jafnskjótt niður í prédikunar- stólnum, þannig að hann hvarf sjónum safnaðarins, og saup á brennivínsglasi er hann geymdi í hempuvasa sínum. Stóð svo upp aftur og hélt áffam tölu sinni. Séra Bjarni í Felli Séra Bjami Pálsson var prest- ur í Felli í Sléttuhlíð á fyrri hluta 19. aldar. Hann hafói áður um stutt skeið verið aðstoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Séra Bjarni þótti mikið karl- menni og harðger svo af bar. Var sagt að hann stæði oft í hörkuffostum hjá fé sínu og læsi íbók. Séra Bjami var vinsæll kenni- maður og gat verið gamansamur ef svo bar undir. Um það ber eft- irfarandi staka vitni en tildrög hennar vom þau að prestur gisti á bæ einum í Fellssókn og var mikil óværð i rúminu er hann svaf í um nóttina. Þá kvað séra Bjami: Flœrnar setjast fljótt til borðs, flá og naga gestinn. Það mun þykja illt til orðs, efþœr drepa prestinn! Séra Hallgrímur í Giaumbæ Séra Hallgrími í Glaumbæ þótti sopinn góður. Einhverju sinni riðu þeir ffá veislufagnaði innar í sveitinni, nokkrir saman út Langholtið til móts við bæinn Seylu, en nokkur spölur var ófarinn að prestssetrinu Glaum- bæ. A Seylu var myndarleg skemma er stóð stök á túninu og bar við himin. Hrópa þá sam- ferðamennirnir: „Hallgrímur, Hallgrímur, þetta er ekki Glaum- bær, þetta er Seyla.“ „Nei,“ svarar Hallgrímur, ,Jieldurðu að ég þekki ekki hel- vítis kirkjuna". Lárus og Hallgrímur kíta Séra Lárus Arnórsson á Miklabæ hafði eftirlit með námsárangri farskólabarna í sveitinni. Eitt sinn kom hann í Glaumbæ að prófa bömin. Þá var það á reikningsprófi að séra Hallgrímur, er hafði verið á stjákli um stofuna, staðnæmdist Séra Pétur Þ. Ingjaldsson. hjá einu bamanna, horfir yfir öxl þess á reikningsblaðið og segir: „Utkoman er ekki rétt hjá þéi'*. Barnið fer yfir dæmið og kemst að sömu niðurstöðu en spurt var hversu marga staura þyrfti til aó girða 200 metra fæm, með 10 metra bili á milli staura. Og enn segir séra Hall- grímur dæmið rangt reiknað. Séra Lámsi líkaði ekki þessi afskiptasemi starfsbróður síns enda haföi séra Hallgrímur iðu- lega látió í það skína að reikn- ingskúnst væri nú heldur lítil- mótlegt fag. Séra Láms var hins vegar hárglöggur reikningsmað- ur. Þegar hann hafði nú litið á dæmið kveóur hann upp úrskurð sinn og segir það rétt reiknað. Ekki vildi séra Hallgrímur una við það og þráttuðu prestamir um það nokkra stund. Að lokum greip séra Láms blaó og merkti fyrir staurunum með punktum. Þegar þeir vom taldir kom i ljós aó bamið hafði reiknað rétt Séra Hallgrími hafói yfirsést að girð- ingin byrjaði á staur. Þeir urðu því að vera 21 stauramir en ekki 20 eins og prestur haföi haldið. Þegar það rennur upp fyrir séra Hallgrími að hann hefur fallið á prófinu segir hann við séra Láms: „Þetta hefðir þú ekki heldur vitað ef þú hefðir ekki girt í vor“. Séra Pétur Þ. Ingjaldsson vísiterar Eitt sinn var séra Pétur aó vísitera Bólstaðahlíðarprestakall þar sem séra Hjálmar Jónsson var þá prestur. Þetta hefur senni- lega verió árið 1979 eða þar í kring. Séra Hjálmar skrifaði í út- tektarbók prófastsdæmisins eftir fyrirsögn séra Péturs er tók allt skýrt og skilmerkilega ffam um þaó sem var í lagi og hitt er var í ólagi og þurfti aó gera við. Þegar þeir höfðu lokið við að taka kirkjuna út að innan fara þeir út íyrir og líta á hana þar. Þá hnuss- ar í prófastinum þegar hann sér að málningin er svo til öll farin af þakinu öðm megin. „Þaó er sama hvað ég segi þeim. Þeir nota aldrei réttu málninguna héf'. Séra Hjálmar skrifaói svo, eftir fyrirsögn séra Péturs í út- tektarbók prófastsdæmisins: „Málning á suóurhlið þaksins er mikið veðmð og þarf að mála að nýju með málningu frá Slippfé- laginu".

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.