Feykir


Feykir - 18.12.1996, Blaðsíða 10

Feykir - 18.12.1996, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 43/1996 „Annaðhvort lífið eða dauðinn" Jón Haraldsson bóndi um lífsbaráttuna í Gautsdal í spjalli við Ómar Ragnarsson í bókinni Mannlífsstiklur Vegurinn um Auðólfsstaðaskarð upp í Gautsdal er ófær, eins og oft vill verða á þessum árstíma, en á jökuljeppa eins og Bjarti er samt hægt að komast þetta. Þegar komið er að bænum er Jón bóndi einmitt að fai'a út til að gefa hestunum. Til þess að gera það verður hann að höggva harðan snjó og klaka og grafa upp rúllubagga sem eru undir djúpum skafli. Síðan þaif hann að skríða upp á baggana og skera með hnífi á plastið, rista það utan af og leysa sundur heyið. Þessi erfiða starfsemi fer fram ofan í djúpri snjógróf sem Jón hefur grafið í kringum baggana. Síðan ligg- ur fyrir að bera heyið upp úr henni. Allt þetta gerir Jón í éljagangi sem er svo dimmur að vart sést út úr augum, Það er ekki annað að sjá en hann telji það fullkom- lega eðlilegt að menn á áttræðisaldri séu við svona iðju, Hestamir standa í höm utan við girðinguna þar sem baggarnir eru grafnir. Við eigum samræður meðan á þessu slendur þar sem hann lýsir því hvemig hann hef- ur á þessum illviðrasama vetri stundum orðið að skríða til gegninga á milli húsa. Einkum var þetta erfitt þann hluta vetrarins sem hann var einn meðan konan hans var til lækninga fyrir sunnan. Jón bóndi er hrikalegur ásýndum þegar hann berst við að gefa hestunum og skeggið orðið ísað af hríðinni. Andlitið er veðrað af stórhríðum vetrar og geislum sum- arsólar. En líklegra er leitun að betra dæmi um persónu- gerving íslensk dalalífs en þessum nútíma fomkappa sem sviptir heyinu með gaffli sínum í dimmum éljunum og fleygir því um völlinn fyrir fætur hesta sinna. Við tölum saman meðan hann hamast við þetta starf. „Er þetta lífið sjálft?“, spyr ég. „Já annaðhvort lífið eða dauðinn“, svarar hann og rýnir upp í hvítan storminn sem feykir snjónum í andlit- ið á honum. „En þú þraukar áfram?“ „Ja, það gæti nú farið að styttast í því. Mig gmnar það.“ „En þú vilt hvergi vera nema hér?“ „Nei. Úr því það æxlaðist svo að hér hef ég verið frá blautu bamsbeini þá er hætt við því að það treinist eitt- hvað ennþá.“ „Þessi heyforði er allur á kafi í snjó héma.“ „Uss, já það sést varla móta fyrir nokkm rúllukvik- indi. Það er varla hægt að minnast á það. Heilmikill mokstur, bara ofan á þær. Það er nú hætt við því. Ekki alveg laust við það.“ „En hestamir em vinir þínir?“ „Þetta em óvinir í harðindum.“ „En þú ert samt með þá.“ , Ja, þeir em bara héma.“ Tveir hestar byrja skyndilega að kljást. Jón hastar á þá: „Svona hættið þið, hálfvitamir ykkar! Kunnið þið enga mannasiði?!“ Hann talar til þeirra eins og þeir séu menn og um rúllubaggana eins og þeir séu dýr. „Rúllukvikindi", sagði hann áðan. Umhverfi þessa manns er allt lifandi heild og hver hlutur og hvert fyrirbæri er persónugert. Hér er víst á- reiðanlega ijömgt Kf álfa og trölla sem Jón kann vel að meta að vera partur af. „Er þetta einhver versti vetur sem þú manst eftir?“, spyrég. ;rJá, þetta er annar tveggja vetra sem verstir hafa ver- ið. Hinn var veturinn 1950-’51. Þessir tveir standa upp úr að svínarii af þeim sem ég þekki en ansi margir ljótir hafa komið þai' inn á milli og á þeim hef ég ekki tölu. En þeir hafa ekki náð þessum tveimur þrælum.“ Enn em fyrirbærin persónugerð, í þetta skipti vetum- ir. Hann strýkur hrjúfri og stórgerðri hendinni um ís- drönglana í skegginu. „Ertu búinn að hafa svona skegg lengi?“, spyr ég. ,Ja, í sautján ár. Það mun hafa verið 1979 sem ég hætti að nenna að raka mig. Það kemur sér stundum vel að hafa svona skegg; er mikið skjól af því en það getur verið andskotanum óþægilegra í hríðum; safnar svita og getur komið sér mjög illa. Þá myndast klaki í því. Það hefur stundum orðið eitt kíló af klaka í því í verstu veðr- unum.“ , Þrýðir þetta manninn?“ spyr ég. „Það getur nú verið álitamál. Sumum finnst það og sumurn ekki,“ svarar Jón. „En myndir af mér em víst komnar út urn öll lönd. Það kom einhver kona að sunn- an og tók fimm hundmð myndir í Hlíðarrétt og ég mun víst hafa verið á þeim fiestum. Mér er sagt að þær hafi farið á flakk um heiminn.“ Þegar hér er komið sögu hefur hann lokið við að dreifa tuggunni til hestanna og við emm komnir heim að útidymm á bænum. Það hefur rofað til og lægt augna- blik og hann tekur ofan skinnhúfuna og dustar af henni snjóinn. Nú fyrst er hann tignarlegur svo af ber því hárið er mikið og hvítt og myndar með skegginu og margföld- um, djúpum ennishmkkum, þann meistaralega skapaða haus sem greinilega hefúr heillað svo ljósmyndakonuna, sem kom að sunnan á sínum tíma, að henni dugði ekki minna en nokkur hundmð myndir af þessu einhveiju myndrænasta og stórbrotnasta höfði veraldar. , Þetta er nú dálítið magnað að ég skuli vera að koma hingað í fyrsta skipti,“ segi ég. , Ja, það mátti nú varla dragast lengur ef það átti að verða af því,“ svarar hann. Þessi orðaskipti og ýmiss fleiri áttum við þegar ég kom til Jóns Haraldssonar í Gautsdal fyrir ári síðan. Nú leggst enn einn veturinn að. En hann er ekki einn. Alf- ar og tröll dalsins em fyrir honum jafn raunvemleg og aðkomumaðurinn sem lítur til hans part úr marsdegi. Hestamir em hver með sinn persónuleika. Dýr merk- urinnar og fuglar himinsins em nánustu vinir hans. Eg kom til hans snemma morguns í þessari heimsókn. Hann rís jafnan snemma úr rekkju og þegar hann snar- ast heim til að fá sér eitthvað að drekka eftir fyrstu töm- ina í gegningunum, gróf hann með skóflu í barinn skafl- inn við bæjardymar og kom þar upp með harðffosinn pinkil sem hann snaraði inn til konu sinnar. Síðan var aftur farið út og morgunstörfin klámð en í hádeginu þeg- ar nýsöðið keúð var borið úl borðs áttaði ég mig á því að þar var komið frosna stykkið sem grafið hafði verið fyrr um morguninn úr fönninni utandyra. Eftir þennan dýrlega og góða hádegisverð var Jón bóndi kvaddur í útidymnum. Já, víst var andlit hans eitt af þeim sem enginn getur gleymt sem sér það. Þegar þetta svipmikla, klakabrynjaða andlit grettir sig á móti hríðinni og maðurinn blæs við útistörfin á hörðum vetr- ardegi er ekki aðeins eins og lesa megi úr því ævisögu hans heldur einnig sögu lífsbaráttu þjóðarinnar í ellefu hundmð ár. Á dekkjastómm jeppa er hægt að þeysa svo hratt eft- ir fönninni um endilangan Laxárdal að vetrarlagi að það tekur ekki lengri tíma að komast í hinn enda dalsins en þótt ekið hefði verið niður í Langadal og út eftir. Þetta var gert í lok heimsóknarinnar til Jóns og ekki létt fyrr en komið var að bænum Balaskarði, yst í daln- um. Þá hafði verið ófært heint að bænum í þijá mánuði en það skipú litlu fyrir systumar Geirlaugu og Elsu Ingv- Jón Haraldsson bóndi í Gautsdal. arsdætur og dóttur Geirlaugar, Signýju Gunnlaugsdótt- ur, því þær höfðu farið sjálfar með mjólkina á vélsleð- um út dalinn í veg fyrir mjólkurbílinn. Eins og í Gauts- dal var fönnin við útidyrnar nýtt úl kælingar matvæla þegar vel stóð á og mjólkin var geymd þar þegar kom- ið var í heimsókn. En það er ekki aðferðin sem skiptir öllu máli. Þótt all- ar kýmar á Balaskarði væm handmjólkaðar og geymsla og flutningar mjólkurinnar væm með óvenjulegum hætti vegna aðstæðna fór mjólkin ævinlega í fyrsta flokk. Ferðir upp í Laxárdal fyrir 45 ámm vom ævintýri fyr- ir sumarstrákinn í Hvaminmi. Ferðin um dalinn í hitteð- fyrra var líka ævintýri og dalurinn ævintýraland vetrar- ins. Vonandi gefst síðar tækifæri úl að kynnast þessum af- skekkta eyðidal betur því enn em til þeir menn sem em hafsjóar af fróðleik um hann og fólkið sem þar bjó. Snú- um okkur að ferðalaginu þar sem ég er staddur á túninu í Hvammi. Þar er Gauti, sonur Jóns í Gautsdal, kvadd- ur eftir að rifjuð hafa verið þar upp með honum kynnin af föður hans. Sá landbúnaður og þau kjör sem Gauú og faðir hans búa við em eins ólík og þessir tveir samliggjandi hún- veúisku dalir, Langidalur og Laxárdalur, em. Og samt er svo stutt á milli dalanna tveggja og feðganna tveggja; á milli lífshátta íyrir alda og nútímans. Sífellt stytúst í það að fólkið, sem enn man tímana tvenna, hverfi af sjón- arsviðinu. Þá verður klippt mjög skyndilega á þráðinn sem tengt hefur saman hina nýju og hina fomu þjóð- menningu íslendinga. Nú er degi tekið að halla og mál til komið að halda förinni áfram á Skaftinu og Bjarú. Næsú viðkomustað- ur verður Staðarskáli þar sem eldsneyús verður þörf til áframhaldandi ferðalags. Svo skemmtilega vill til að Skaftið verður fyrsta far- artækið sem fyllt er þar á af nýrri dælu með sjálfsala. Nú gengur hringferðin jafn hratt og hún hefur gengið hægt fram að þessu. Fym en varir em Holtavörðuheiði og efri hluti Norðurárdals að baki og Grábrókarhraun heilsar. Þar er tekinn hringur yfir hrauninu því við blasa slóðir þar sem Skaftið hefur opnað nýja sýn yfir landslagið og einnig opnast þar dyr að mikilli sögu sem á efúr að taka hug okkar allan lengur en okkur óraði fyrir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.