Feykir


Feykir - 18.12.1996, Blaðsíða 14

Feykir - 18.12.1996, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 43/1996 Togarajólin mín Gamli síðutogarinn Sléttbakur, smíðaður í Englandi árið 1947, á siglingu út Eyjafjörð. Aðeins fimm árum eftir þennan túr var skipið sett í úreldingu. Mynd: Steinn undir framtíðarhöll, saga ÚA, Snorri Snorrason. Talsverð tilhlökkun fylgir því að verða sextán ára. í margra huga markar sá aldur ákveðin tímamót á lífsbrautinni. Þá er sjálf- ræðisaldrinum náð og hver einstaklingur tekur á sig aukna ábyrgð. Margir halda að frá og með sextán ára afmælisdeginum séu þeir komnir í tölu fullorðinna og því ekki nein böm lengur. Þannig var með mig og það varekki laust við að svolítinn beig setti að mér að þurfa nú allt í einu að fara að takast á við þau krefjandi verkefni sem fylgdu því að vera orðinn fullorðinn. Og í rauninni varð það þannig að þetta ár, 1969, ögraði svolítið þessum unga upp- vaxandi manni. Þetta var fyrsta sumarið sem til stóð að ég færi að heiman í sumar- vinnu, en ffam til þessa hafði þótt sjálfsagt að ég væri heima að sumrinu og hjálpaði til við heyskapinn, enda mun svo hafa verið yfirleitt með sveitakrakka, þau fóru ekki á almennan vinnumarkað fyrr en sjálfræðis- aldrinum var náð. En á þessum árum var ekki um auðug- an garð að gresja með sumarvinnu. Heppi- legast þótti að komast eitthvað þar sem bæði fæði og húsnæði væru í boði. Allt var orðið yfufullt fyrir löngu hjá vegagerðinni og ekki tókst að fá vinnu í brúarvinnu- flokknum hjá Gísla á Miðgrund þetta vor- ið, en sumarið áður hafði sá flokkur byggt brúna yfir Flókadalsána við bæinn heima, að Austara-Hóli. Þai' fékk ég reyndar vinnu í þrjár vikur við brúargerðina. Þá var sá möguleiki eiginlega einn eftir að komast til sjós, þó því færi víðs fjairi að sjómannsblóð rynni í mínum æðum eða veiðimannseðlið væri til staðar. Um vetur- inn hafði pabbi minnst á það við Gunnar Þór Magnússon útgerðarmann á Ólafsfírði hvort hann gæti útvegað stráknum pláss á togbátnum sem hann gerði út, Stíganda ÓF-30. En eitthvað lét kallið standa á sér. Það var ekki fyrr en daginn lyrir 50 ára af- mælisdaginn pabba og mömmu, um mitt sumarið, sem boð komu um að nú þyrfti strákur að drífa sig því það vantaði einn mann á bátinn. Eg hef áreiðanlega aldrei hlakkað eins mikið til neins dags og afmæl- isdagins pabba og mömmu. Ljóst var að þetta yrði heilmikil hátíð þegar foreldrar mínir héldu upp á hálfrar aldrar afmælið, en svo skemmtilega vill til að þau eru jafn- gömul upp á dag. Við strákamir úr sveitinni vomm að leika okkur í fótbolta fram á Eyrunum þeg- ar boðin komu, og úr miðjum fótboltaleikn- um staulaðist ég af velli heldur niðurlútur. Þessi boð gátu ekki komið á verri tíma, og það setti að mér mikinn beig. Mér hefur sjaldan liðið eins illa og þegar ég var að fara í gegnum Fljótin á leiðinni til Ólafs- Ijarðar. „Hvað í ósköpunum biði mín nú?“, var sú spuming sem gagntók huga minn. Mér gekk þokkalega að komast inn í sjómennskuna, en það var samt þannig að ég sætti mig aldrei við að vera á sjónum. Mér fannst ég alltaf vera að missa af svo miklu í landi. Ég varð því dálítið feginn þegar Stígandi var settur í slipp þegar ég var búinn að vera mánuð á sjónum, og aft- ur tóku við bjartir dagar við leik og störf í sveitinni. Um haustið fómrn við bræðumir í skóla til Ólafsíjarðar. Ég og Ömólfur, sem er einu ári yngri, höfðum alltaf fylgst að, en nú bættist þriðji bróðirinn í hópinn, Þórir Jón. Hann var reyndar mun eldri, sjö ámm eldri en ég, en ákvað allt í einu að skella sér í landspróf, og í framhaldi af því að fara í tækniskólann. Við fengum leigða íbúð í austurenda Arnahússins svokallaða við Strandgötuna, hjá þeim öldmðu heiðurshjónum Ásgeiri Frímannssyni og Gunnlaugu Gunnlaugs- dóttur, sem bjuggu í vesturendanum. Það var gott að vera á Ólafsfirði og okk- ur bræðmnum var ákaflega vel tekið af heimamönnum, eins og mun vera mjög al- gengt með Ólafsfirðinga að þeir taki að- komumönnum vel. Mér leið ákaflega vel og var í góðum félagsskap. Það verður þó að segjast eins og er að gjaman hefði ég viljað hafa svolítið meiri ijárráð og sjálfsagt höfum við yngri bræðurnir verið svolítill baggi á eldri bróður okkar á þessum tíma, en hann og Margrét kona hans sáu okkur fyrir fæði. Jón bróðir átti á þessunt árum gamlan bíl, Opel Rekord, sem farið var að sjá tals- vert á, var raunar orðinn haugryðgaður. Jón kom að tali við mig og spurði hvemig mér lítist á að hjálpa sér við að vinna bílinn und- ir sprautun. Hann yrði endilega að losna við hann fyrir einhvem pening. „Ég er lika ákveðinn í því að reyna að komast á ein- hvem Akureyrartogarann yfir jólin og ég ætla að reyna að útvega þér pláss líka. Þú hefur bara gott af því að koma með einn túr. Strákar eins og þú mannast bara á því að fara til sjós, og svo veitir líka ekkert af aurunum. Én ég er nú satt að segja ekkert bjartsýnn með að ég fái pláss, og trúlega yrði það algjör slembilukka ef við fengjum báðir pláss“, sagði Jón. Við bræðumir fómm síðan að grípa í það stund og stund að skrapa ryðið af Ópelnum. Það var seinleg og ákaflega til- breytingarlaus og leiðinleg vinna. En það var ljóst að þessu verki yrði að ljúka sem fyrst og helst yrði bíllinn að vera kominn á sölu upp úr áramótunum. Það var því unn- ið af kappi síðustu dagana fyrir jólin. Síð- asta daginn fyrir jólafríið, þegar ég var að koma mér í vinnugallann, hringir síminn allt í einu. Margrét mágkona fer í símann og ég heyri að það glaðnar æ meir yfir henni er líður á samtalið. Þegar ég kem fram á ganginn er hún heldur óðamála og segir: „Þeir vom að hringja frá Akureyri. Þið fáið báðir pláss á Sléttbak yfir jólin. Skipið er að leggja úr höfn bráðum og það var talað um að best væri að þið fengjuð með ykkur bát héðan út undir Múlann, þar sem hægt væri að kippa ykkur um borð“. Það þyrmdi yfir mig við þessar fréttir. Ég sem var búinn að gera fallega og skemmtilega áætlun um hvað ég ætlaði að hafa það notalegt í sveitinni yfir jólin og skemmta mér síðan rækilega milli jóla og nýárs. Kannski væri áramótagleðin Uka far- in fyrir bí. Eitthvað í þessum dúr var ég að hugsa jrcgar ég skokkaði heldur þunglega, niður að skúmum til Jóns. Ég opnaði skúrdymar og kallaði tíðind- in til Jóns sem hamaðist sem óður væri við að slípa mórauða skán af Opelnum. Jón henti frá sér slípikubbnum og tók undir sig slíkt gleðihopp að sást undir iljar. Honum fannst bersýnilega við hæfi að ég tæki þátt í þessum gleðilátum, en þó ég skildi vel viðbrögð bróður míns, þá var ég hreinlega ekki í nokkm stuði til þess. „Vertu feginn, nú liggur ekkert á með bílinn“, sagði Jón. Þegar við komum heim í Ámahúsið vai' Ásgeir gamli boðinn og búinn að skutla okkur á litla bátnum sínum út undir Múl- ann, en gott var í sjóinn. Það eina sem átti eftir að útvega var sjófatnaður handa mér. Ég átti sjóstakk ffá sumrinu áður, en búss- ur vantaði. Ljóst var að stígvélin sem ég hafði notast við á Stíganda sumarið áður mundu ekki duga í því hafróti sem búast má við á Vestíjarðamiðum á þessum árs- tíma. Mér kom þá til hugar, að Jónas long, gamall maður sem ég hafði kynnst þama, hafi talað um að hann ætti ennþá ágætar bússur sem dugað hefðu vel. Ég hentist því út til Jónasar, sem bjó hjá Sigurjóni syni sínum og tengdadótturinni Bjameyju. Það var ekki nema sjálfsagt að ég fengi búss- urnar lánaðar og þó þær væm fullstórar tók ég þær með mér. „Þetta verður án efa skemmtileg tilbreyting íyrir þig og gangi þér vel vinurinrí', sagði gamli sjóhundurinn Jónas long þegai' hann kvaddi mig. Það tók skamma stund fyrir okkur að komast út að Múlanum með Ásgeiri gamla. Það var orðið dimmt þegar við stukkum um borð í Sléttbak. Skipverjamir voru að ditta að trollinu á dekkinu þegar við kom- um og einn þeiira kallaði eitthvað til okkar urn leið og við komum um borð. Jón bróð- ir spurði mig hvað fíflið hefði verið að segja. Ég sagði eins og satt var að ég hafi ekki heyrt það, en sjálfsagt hafi hann verið að gera eitthvað að gamni sínu, eitthvað meinlaust. Nú fóm í hönd hjá mér jól sem vom mjög frábrugðin þeirri jólahátítíð sem ég hafði kynnst til þessa í hinu vemdaða um- hverfi Flókadalsins. Og upphaf veiðiferðar- innar var enginn dans á rósum. Strax á leið- inni á Vestfjarðamið fór að bræla og sjó- veikin gerði því fljótt vart við sig. Ég hélt engu niðri, ældi öllu jafnharðan og var tals- vert illa haldinn. Strákur var ekki beint bombrattur þessa fyrstu tvo-þrjá sólar- hringa. En það varð að reyna að vinna á þessu og skipsfélagamir sögðu mér að það eina sem dygði væri að reyna að borða þangað til maturinn héldist niðri. Ég fór út á dekk bakborðsmegin til að fá mér frískt loft og hugsa mitt ráð. Jón bróð- ir kom úl mín og stappaði í mig stálinu. Eft- ir að hafa andað að mér fersku lofti smá stund og safnað kröftum, var ég tilbúinn að gera aðra atlögu að sjóveikinni og fá mér að borða, þó svo að matarlystin væri minni en engin. „Jæja ætlarðu að gera eina tilraun enn vinur“, sagði kokkurinn og rétti mér fullan kjötdisk. ,Já ætli ég verði ekki að gera það“, sagði ég í mæðulegum tón, en eftir smástund var ég búinn af disknum, tók þetta með áhlaupi, þar sem bragðlaukamir virtust ekki alveg í sambandi. Þai' nieð var ég rokinn út á dekk aftur og þetta virtist duga. Nú svitnaði ég ekki lengur af vanlíð- an og fyrr en varði var heilsan komin í samt lag. Ég hafði vonast til að lenda með Jóni bróðir á vakt. En sú von brást. Það kom þó fljótlega í Ijós að ég þurfti ekki í neinu á vemd hans að halda. Skipsfélagamir vom allir með tölu hinir ágætustu menn. Ketill Pétursson skipstjóri frá Ófeigsfirði á Ströndunr, annálaður heiðursmaður, og bræðumir Hreinn og Gylfi Þorsteinssynir, sem vom báts- og netamenn á minni vakt, vom einnig gæðablóð mikil. Þetta em þeir menn sem ég man best efitir úr þessum jóla- túr 1969. Það var greinilegt að tekið var fullt tillit til þess að ég var ungur að ámm og óvanur togarasjómennsku. Mér var eiginlega hald- ið til hlés meðan verið var að innbyrða trollið og láta það fara. „Passaður þig bara að vera ekki fyrir vinur'", sagði Gylii. En ég reyndi að standa mig eins og ég gat í að- gerðinni og dró þar ekkert af mér. Fiskiríið var dræmt fyrstu dagana, en ekki leið á löngu þar til sá guli fór að gefa sig og meiri atgangur færðist í aðgerðina. Öldugangur var talsverður um tíma og það var ekki laust við að velúngur væri á gamla síðutogaranum. Einhverju sinni þegar hann var sem mestur, í bullandi aðgerð, missú ég fótanna og skall kylliflatur í stíuna hálffúlla af fiski. Eitt sinn snemma í túmum þegar aðgerð var nýlokið, settumst við fram í netalest og biðum þess að næsta holl yrði tekið innfyr- ir. Gylfa netamanni var nokkuð starsýnt á fótabúnað minn þar sem ég sat á netabing. „Hvemig er það drengur, hvar í ósköpun- um fékkstu þessar gríðar bússur sem þú ert í?“, spurði hann. Ég sagði eins og var að það hefði gamall Ólafsfirðingur lánað mér þær, Jónas long væri hann kallaður., Jónas long, já ég kannast við hann. Hann var lengi á Akureyrartogumum og er frægur karl. Já, ég er þá ekki hissa þó bússumar séu stórar fyrst hann á þær. En er ekkert vont að vera í þessu?“, spurði Gylfi. Jú ég játti því að það væri ekki laust við að ég kenndi til dálítillar þreytu í fótunum. Gylfi bað mig þá að rétta sér aðra bússuna og eft- ir að hafa handíjatlað hana sagð’ann. ,Ja það er eins gott að við missum þig ekki í sjóinn. Það þyrfti nú stóra spilið bara til að ná bússunum innlýrir", sagði Gylfi og neta- lesún ómaði af hlátri skipsfélaganna. Neta- maðurinn sagði að það væri ómögulegt fyr- ir mig að vera í þessu til fótanna, hann skyldi sjá til þess að ég fengið lánaðar aðr- ar bússur. Nú fór jólaháúðin í hönd. Mig minnir að því hafi verið haldið leyndu hvað yrði að borða á aðfangadagsköld, og nokkur spenningur ríkti því meðal skipverja, enda

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.