Feykir


Feykir - 18.12.1996, Blaðsíða 4

Feykir - 18.12.1996, Blaðsíða 4
4FEYKIR 43/1996 Hofstaða-María komin heim Við messu í Hofstaðakirkju 8. september sl. var söfti- uðinum færð höfðingleg gjöf, útskorið Maríu- líkneski, gert af Sveini Olafssyni myndskera. Gef- endur eru hjónin Margrét Jónsdóttir frá Ytri-Hof- dölum og Trausti Arnason frá Syðri-Hofdölum, ásamt börnuni þeirra og fjölskyldum. Maríumynd þessi er eftinnynd líkneskis nr. 10944 í Þjóðminjasafni íslands, sem talið er að sé Hofstaða- María, sú er var í Hofstaðakirkju í kaþólskum sið og mikil helgi hvíldi á. Maríulíkneskið í Þjóðminjasafninu fann danskur maður, Gudmann að nafni, í Hjaltadal á fyrri hluta 19. aldar og var myndin gefin danska Þjóð- minjasafninu árið 1853 en skilað til Islands árið 1930 ásamt mörgum íslenskum munum, sem verið höfðu í Þjóðminjasafni Dana. Selma Jónsdóttir listafræðingur skrifaði um Maríu- mynd þessa og aðrar Maríumyndir bók, þar sem hún leiðir að því sterkum líkum að líkneski þctta sé Hof- staða-María. Hofstaða-Maríu er víða getið í heimildum á öldum áður. I Kirkjusögu Finns Jónssonar, sem gefin var út 1772-1778, segir t.d. að Hofstaða-María hafi verið dýrk- uð líkt og krossinn helgi í Kaldaðamesi og hafi mann- fjöldi mikill flykkst til HofsUtða á hverri Maríumessu til að gera heit og bæn sína. Hofstaðakirkja er Maríukirkja og eina kirkjan í Skagafirði, sem helguð er Maríu guðsmóður einni. Enn í dag þykir mörgum gott að heita á Hofstaðakirkju og berst kirkjunni árlega töluvert af áheitum, sem hefúr ver- ið vel varið í uppbyggingu þessarar fallegu kirkju og umhverfi hcnnar. Á fögrum haustdegi við fyrrgreinda guðsþjónustu voru stödd hjónin Margrét Jónsdóttir og Trausti Áma- son með bömum og afkomendum. Þar fómst Trausta m.a. svo orð: „Langt er síðan við hjónin höfum verið við messu hér í Hofstaðakirkju. Við vomm fennd hér í kirkjunni fyrir meira en hálfri öld, en þó fmnst mér ekki svo ýkja langt síðan. Sú afhöfn verður mér minnisstæðari en all- ar aðrar hátíðarstundir lífs míns. Gamli Hofstaðabærinn er fallinn, en kirkjan stendur enn. Þökk sé sóknarböm- um, sem lagt hafa sig fram um að varðveita þennan helgidóm. Sagan um Hofstaða-Maríu hefur orðið okkur hug- stæð. Við ákváðum þess vegna að láta gera eftirmynd af líkneskinu í Þjóðminjasafninu og gefa Hofstaðakirkju til minningar um og í virðingarskyni við allt það góða fólk, sem virti kirkju sína og sannfæringu. Við hjónin viljum svo afhenda kirkjunni gjafabréf fyrir þessum grip. Við viljum trúa því að blessun fylgi og Hofstaða-María sé komin heim.” Eftirlíking líkneskisins af Hofstaða-Maríu í Hof- staðakirkju. Séra Gísla þökkuð stöfin í Fljótum Nemendur ferðaþjónustubrautar Hændaskólans á Hólum buðu til glæsilegs jólahlaðborð sl. Fóstudag 13. desember og var það vel sótt. Sjálfsagt hafa hátt í eitt hundrað manns setið að veisluborði. Jafnhliða þcssum veisluhöldum var haldin Lúsíuhátíð, sú fyrsta á Hólum, en í vetur stunda nám við skólann fimm sænskar stúlkur, þar semLúsíuhefðin er hvað ríkust og ævinlega haldin þennan dag desembermánaðar, á eftir lengstu nótt ársins þar í landi, til að fagna komu Ijóssins. Það var Sigrún Þórsteinsdóttir organisti Hóladómkirkju sem lék undir og stjórnaði söng stúlknanna og var mál manna að ákaflega vel hefði til tekist, bæði með matinn og sönginn. Þá flutti Bolli Gústafsson vígslubiskup einnig stutt ávarp. Á myndinni sjást Ijósum prýddar Lúsíurnar ganga í salinn. Lítil umferð um Hveravelli í haust „Það hefur nú verið frekar ró- legt hjá okkur héma í haust, lítil umferð og sjálfsagt hafa gosið og hlaupið á suðausturlandi haft þar eitthvað að segja. Fólk hefur frek- ar kosið að beina för sinni þangað en til okkar. Annars erum við bara í rólegheitum í jólaföndrinu að undirbúa komu jólanna”, segir Magnús Bjömsson veðurathugun- armaður á Hveravöllum. Magnús kvaðst eiga von á jólaglaðningnum á miðvikudag (í dag): hráefni í jólamatinn, jóla- pökkunum og kortum frá vinum og kunningjum. ,Já við búumst bara við að eiga hér friðsæl og góð jól, og síðan fer væntanlega að örla á ferðamönnum hér, jafnvel strax á annan í jólum, en jafnan er nokkuð af fjallafólki hér milli hátíða og yfir áramótin, bæði jeppa- og vélsleða- fólki”, sagði Magnús. Áðspurður sagði hann að snjór væri í minna lagi á Hveravöllum en sér skildist að snjóþyngra væri í nágrenninu. Þetta er þriðja árið sem Magn- ús og sambýliskona hans, Sigrún Þórólfsdóttir, em við veðurathug- anir á Hveravöllum. „Við emm ekki búin að ákveða hvort við verðum áfram, segjum eins og áður að við tökum bara eitt ár í einu. En okkur líður vel héma, alltaf nóg að gera”, sagði Magnús. í haust urðu nokkrar breyting- ar á skipan prestsþjónustu í Skagaflrði. Þá tók séra Gísli Gunnarsson við Sauðárkróks- prestakalli til eins árs. Hann mun cinnig þjóna söfnuðum Reynistaðar- og Glaumbæjar- kirkju áfram, en njóta aðstoðar séra Döllu Þórðardóttur. Dalla mun hinsvegar annast þjónustu í Víðimýrarsókn. Þá tók séra Bragi J. Ingibergsson á Siglu- firði viö prestþjónustu í Barðs- sókn í Fljótum en Gísli í Glaumbæ hefur þjónað tveim- ur síðast töldu sóknunum und- anfarin ár. Segja má að prestaskiptin í Fljótum hafi formlega fatið fram í tengslum við aðventukvöld í Barðskirkju í byrjun aðvenunnar. Þar komu báðir prestamir ásamt eiginkonum sínum og bömum. 1 hugvekju sem séra Gísli llutti við þetta tækifæri rifjaði hann upp nokkur minnisstæð atvik frá ell- efu ámm sem hann hefur verið sóknarprestur Fljótamanna. Að lokinni athöfn í kirkjunni bauð sóknamefnd til kafft- drykkju. Þai' vom flutt ávörp og Gísla og konu hans Þuríði Þor- bergsdóttur afhent blóm sem þakklætisvottur frá sóknarböm- um fyrir sérlega góð og vinsam- leg samskipti á liðnum ámm. Einnig var organistanum Önnu Jónsdótturog Stefáni R. Gíslasyni afhent blóm en þau hafa leikið við flestar kirkjunnar athafnir í Fljót- um undanfai'in ár, einkum Anna sem auk þess æfði og stjómaði kirkjukór Barðskirkju í mörg ár. Einnig þakkaði Gísli fyrir sainstarf og margar ánægjulegar stundir sem hann og fjölskylda hafa átt hér ytra á undangengnum ámm. sérstaklega þakkaði hann Heiðnínu og Símoni á Barði fyr- ir margvíslega aðstoð og færði þeim blómvönd af þessu tilefni. Við þetta tækifæri vom séra Bragi og kona hans Stefama Ólafsdótt- ir boðin velkomin til starfa með söfnuði Barðskirkju sem væntir góðs af samstarfi við þau hjón í framtíðinni. Þess má að lokum geta að við athöfnina í Barðskirkju söng sem- eiginlegur kirkjukór Víðimýrar- og Glauinbæjarkirkju við undir- leik Stefáns R. Gíslasonar. ÖÞ. Laust starf hjá Rafveitu Sauðárkróks Laust er til umsóknar starf rafvirkja við veitukerfið. Umsóknarfrestur til 6. janúar nk. Upplýsingar gefur rafveitustjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.