Feykir - 22.04.1998, Side 1
22. apríl 1998, 15. tölublað 18. árgangur.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Hvað skyldi það vera sem vekur kætí hjá þeim Jóni Magnússyni hjá Byggða-
stofnun, Pétri Valdimarssyni í Hegra og Haraldi Þór Jóhannessyni bónda í
Enni? Kannski það sé pólitíkin, enda má bóast við að hún fari að lifna eins
og grösin á næstunni.
Fimm sækja um skóla-
stjórastöðuna á Krók
Fimm sækja um skólastjórastöðu
nýs sameinaðs grunnskóla á Sauð-
árkróki, en samþykkt hefur verið að
Barna- og Gagnfræðaskólinn fari
undir eina stjóm í sumar og nýr
sameinaður skóli taki til starfa í
haust. Þrír umsækjenda em starf-
andi skólamenn á Króknum.
Umsækjendur eru í stafrófsröð:
Bjöm Bjömsson skólastjóri Bamaskóla
Sauðárkróks, Bjöm Sigurbjömsson
skólastjóri Gagnfræðaskóla Sauðár-
króks, Guðlaugur Oskarsson skólastjóri
Kleppjámsreykjaskóla í Borgarfirði,
Jón Einar Haraldsson skólstjóri Gmnn-
skólans Eiðum og Óskar G. Bjömsson
yfirkennari við Gagnfræðaskóla Sauð-
árkróks.
Að sögn Ásbjamar Karlssonar for-
manns skólanefndar vom umsóknim-
ar kynntar á fundi skólanefndar í gær
og stefnt að því að ganga frá ráðningu í
skólastjórastöðuna sem fyrst.
—IClfeH^Íff eNjDI— ^
5 Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 o
SCQ • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
O • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA ö)
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
• VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
Kaupfélag Skagfírðinga
Verulegur bati á sam-
stæðureikningi milli ára
Heldur betri útkoma varð á rekstri
Kaupfélags Skagfirðinga á síðsta ári
en árið á undan. Hagnaður fyrir
skatta var 15,2 milljónir í fyrra en var
10,2 milljónir árið áður. Hagnaðurinn
eftír skatta í íyrra var 10,5 miUjónir,
en ef dótturfyrirtækin em tekin með í
reikninginn var hagnaðurinn 8,6
milljónir. Það er svokallaður sam-
stæðureikingur og þar hefúr afkoman
batnað um 172 miUjónir milU ára, en
162,5 miUjóna tap var á samstæðu-
reikningi rekstrarárið 1996. Þessum
umsnúningi er að þakka bata í rekstri
Fiskiðjunnar Skagflrðings hf.
Að sögn Siguijóns Rafnssonar full-
trúa kaupfélagsstóra er gert ráð fyrir að
rekstur kaupfélagsins verði svipaður í ár
og síðasta ár. Fjárfestingar félagsins síð-
ustu árin hafa verið í takt við afskriftim-
ar og á síðasta ári vom þær talsverðar í
verslunarrými félagsins; aðallega vegna
breytinga í Skagfirðingabúð, en lang-
mestar vom þær þó í fórðuverksmiðj-
unni nýju í Vallhólma. „Verksmiðjan fer
mjög vel af stað í rekstri og gengur vel”,
segir Siguijón.
Tekjur Kaupfélags Skagfirðinga á
síðasta ári vom 2.465 milljónir og jukust
um rúm 10% frá árinu á undan. Veltan
með dótturfyrirtækjunum sem mynda
samstæðureikning KS em tæpir fimm
milljarðar. Hjá KS og dótturfýrirtækjum
starfa nú um 480 manns. Aðalfundur fé-
lagsins verður haldinn á Sauðárkróki nk.
laugardag, 23. april.
Áfengisnevsla unglinga á Sauðárkróki
Ástandið síst betra en í miðbæ
Reykjavíkur eða í Bmðholtinu
,JMér sýnist ástandið í áfengismálum
ungiinga vera síst betra hér en í mið-
bæ Reykjavíkur og Breiðholtínu sem
ég þekki mjög vel til. Hér horfi ég á
unglinga bera áfengi inn og út úr fé-
lagsheimilum nánast eins og þá lystir
og dyraverðir virðast ekki ráða neitt
við neitt. Við vorum með forvamar-
fund í gær og mér finnst áhugi póli-
tíkirsa á svæðinu ekki mikill, einung-
is tveir vom þar mættir á 30 manna
fundi”, segir Ámi Pálsson rannsókn-
arlögreglumaður á Sauðárkróki.
Ámi segir að sér blöskri áfengis-
neysla unglinga á Sauðárkróki og eitt-
hvað verði að gera í þeim málum. For-
eldrarölti verði komið á að nýju og sjálf-
ur ætli hann sér að fylgjast vel með á
dansleikjum í sumar. Þá má rekja lík-
amsárás sem kærð var til lögreglunnar á
Sauðárkróki fyrir skemmstu til áfengis-
neyslu unglinga. Þar réðust nokkir ung-
lingar á unglingspilt úr sveitinni. Piltur-
inn og móðir hans kærðu atburðinn og
ber móðirin að rif hafi brotnað. Atburð-
urinn flokkast undir grófa árás. Rann-
sókn málsins er lokið. Drengimir hafa
viðurkennt brot sitt enda liggur atburðar-
rás ljós íyrir, að sögn lögreglu.
□