Feykir


Feykir - 22.04.1998, Side 8

Feykir - 22.04.1998, Side 8
22. aprfl 1998,15. tölublað, 18. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill I l Jón Benediktsson bóndi á Kleif og búrhvalurinn sem rak í Kleifarvík í síðusut viku, Stærðar búrhvalur á Skaga Stærðar skepnu, um 14 metra langan búrhval, rak síðdegis sl. fimmtudag á fjöra við bæinn Kleif á Skaga, sem er skammt frá Selvík þaðan sem Kolbeinn ungi réri til Flóabardaga. Þegar Jón Benediktsson bóndi á Kleif leit niður í víkina við bæinn rétt fyrir kvöldmat til að gá að rekaviði varð hann skepn- unnar var. Sagði hann greini- legt að hún hafi þá verið nýdauð og svo að sjá á legu hennar og umróti í fjöru- borðinu að hún hefði reynt að flýja örlög sín. Sléttur sjór var á Skagafirði sl. fimmtudag eins og dagana á undan. Jón bóndi á Kleif óttast að losna ekki við hvalinn af fjör- F T F L í S A R Aöalsteinn J. Maríusson Víðihlíð 35. s: 453 5591 Fars: 853 0391 >iökl. 17-19 eða tir samkomulagi Umboö fynr \ Traustar Flísar rMúrvið- t / gerðarefni / - flotgólf o.fl. unni og torvelt muni reynast að koma hræinu burtu. Legustaður hans er aðeins um 500 metra austan við bæinn og hætta á að austanáttin, sem stundum getur verið ríkjandi á þessum slóðum, beri ódauninn frá hræinu. „Það verður ólíft héma ef ekki tekst að koma hræinu burtu. Mín fyrstu viðbrögð verða að leita til starfsmanns heilbrigðiseftirlitsins á Sauðár- króki. Ætli inegi ekki segja að þama muni fyrst reyna á sam- eininguna”, segir Jón bóndi í gamansömum tón. Grynningar em inn að fjör- unni þar sem hvalurinn liggur, skerjótt úti fyrir og ófært skip- um. Það virðist því sem það gæti orðið þrautin þyngri að koma hræinu af íjörunni, en eins og nú háttar er erfitt að koma að þyngri tækjum til flutnings á dýrinu, sem þyrftu þá að vera stór bómukrani og vömbfil með tengivagn, en lflc- lega skiptir þyngd hvalsins ein- hveijum tugum tonna. Öllu starfsfólki Yöku sagt upp Öllu starfsfólki saumastof- unnar Vöku á Sauðárkróki, uni 15 manns, hefur verið sagt upp störfum. Ástæðan er erfiður rekstur og verk- efnaskortur, en vonast er til þess að verkefnastaðan muni batna þegar líður á vorið, og gæti þá orðið um endurráðn- ingar að ræða. Allt frá því að Sauðárkróks- bær tók við rekstri Vöku fyrir sex ámm hefur reksturinn verið erfiður. Ekki hefur tekist að ráða fram úr markaðsmálum og sala á erlenda markaði bmgðist. Að sögn Snorra Bjöms Sig- urðsson bæjarstjóra hefur Sauð- árkróksbær á þessum sex ámm látið um 50 milljónir króna til reksturs saumastofunnar. For- ráðamönnum bæjarins hefur þótt ástæða til að freista þess að halda starfseminni áfram, sök- um þess að atvinnu fyrir full- orðnar konur hefur skort á svæðinu. Störfin í Vöku em sérhæfð og ljóst að konum sem þar vinna hefði gengið erfiðlega að komast í aðra vinnu. Húnavakan byrjuð Húnavakan hófst um síðustu helgi og stendur að þessu sinni fram til föstudagskvöldsins 1. maí. Jafnan hefur verið venj- an að Húnvetningar kveðji vetur og fagni sumri með Húnavöku og svo er einnig nú. Vakan hófst sl. föstudags- kvöld með söngskemmtun sem bar yfirskriftina „Söngur um sumarmál”. Fjölmenni var samankomið í félagsheim- ilinu þar sem Skagfirska söngsveitin, Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps, Samkór- inn Björk og Rökkurkórinn úr Skagafirði sungu. Við upphaf Húnavöku opn- aði Nikulás Sigurðsson læknir sýningu á vatnslitamyndum sem verður opin fram til 1. maí. Á sunnudag var opið hús í félags- heimilinu fyrir eldri borgara. Þar var boðið upp á kaffiveitingar, harmonikkuleik félaga úr harm- onikkuklúbbnum og línudans og skemmti gamla fólkið sér kon- unglega. Húnavakan heldur síðan áffarn á morgun, sumardaginn fyrsta, með skátamessu kl. 11 í Blönduóskirkju. Eftir hádegið verður síðan á dagskrá sumar- skemmtun Grunnskólans á Blönduósi. Á laugardag verða síðan jazztónleikar í félagsheim- ilinu með hinni þekktu sveit Kúran swing. Um kvöldið verð- ur svo á sama stað hagyrðinga- kvöld og harmonikkuball. Þar koma fram þrír alþingismenn: SighvaUir Björgvinsson, Jón Kristjánsson og Hjálmar Jóns- son, ásamt hagyrðingum úr röð- um heimamanna Óskari Sigur- finnssyni í Meðalheimi, Skarp- héðni Einarssyni á Blönduósi og Jóhanni Guðmundssyni í Holti. Á harmonikkuballinu leika fjór- ar sveitir, frá Nikkólínu í Dala- sýslu, Skagfirðingum, svo og Vestur- og Austur-Húnvetningum. Sunnudaginn 26. apríl verður síðan ársþing USAH, en ung- mennasambandið stendur fyrir Húnavökunni sem fyrr. Vökunni lýkur svo með dagskrá á degi verkalýðsins 1. maí. Þá verður um miðjan daginn opið hús í fé- lagsheimilinu í boði stéttarfé- lagsins Samstöðu. Kaffiveiting- ar, ávarp dagsins, söngur og margt fleira verður þar á dag- skrá. Hljómsveitin Sixties sér síðan um ijörið á lokadansleik Húnavöku um kvöldið. Heimismenn á fullu í Sæluvikunni Að vanda kemur Karlakórinn Heimir talsvert við sögu í Sælu- vikunni sem hefst nk. sunnudag. Fimmtudagskvöldið 30. apríl verða Heimismenn með tónleika á sal Bóknámshúss Fjölbrauta- skólans. Stórtónleikar verða síð- an í Miðgarði laugardagskvöldið 2. maí, þar sem þrír kórar syngja auk Heimismanna. Ekki er of- sögum sagt af vinsældum kórs- ins, húsfyllir var í Akureyrar- kirkju sl. laugardag og í kvöld verður Heimiskvöld á Hofsósi. Heimismenn verða með svip- aða söngdagskrá á tónleikunum í Bóknámshúsinu og verið hefur á Heimiskvöldum í vetur. Þá syng- ur einnig kór Fjölbrautaskólans undir stjóm Hilmars Sverrisson- ar við undirleik Ingibjargar Jóns- dóttur. Sem fyrr stjómar Stefán R. Gíslason Heimi, undirleikarar em Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Á stórtónleikunum í Mið- garði 2. maí syngja auk Heimis- manna Rökkurkórinn, Karlakór Rangæinga og Samkór Suður- Qarða. Að vanda er búist við fjöl- menni í Miðgarði þetta kvöld, en að söngskemmtuninni lokinni mun Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leika fyrir dansi. Gæðaframköllun BÓKABtJÐ BRY1«ARS

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.