Feykir - 10.06.1998, Qupperneq 4
4 FEYKIR 22/1998
Landnámið á Hofsósi
Sú var tíðin að Hofsós hafði á
sér orð fyrir að vera ekki nein
sældar paradís, frekar en
Raufarhöfn, Melrakkaslétta,
Hvallátur og fleiri staðir, og
ekki er langt liðið frá því að
sá sem þetta ritar heyrði í út-
varpsþætti hjá Óttari Guð-
mundssyni lækni, Hofsósi
gefna fremur dræma ein-
kunn; beinlínis falleinkunn.
Þessi hugprúði geðlæknir var
þá í þætti sínum að fjalla um
vandamál í hjónabandi fólks,
og minntist í því sambandi á
viðtal sem hann átti við kunn-
ingja sinn þá fyrir skemmstu.
Kunninginn kvartaði sáran
undan einsemdinni í sínu
hjónabandi. „Þetta er orðið
eins og maður getur hugsað
sér að vera staddur á mánu-
dagskvöldi í hcllirigningu á
Hofsósi”. Það var eins gott að
forsvarsmenn ferðamála á
Hofsósi heyrðu þetta ekki,
því annars hefði Óttar getað
óttast að fá á sig meiðyrða-
mál.
Ég var staddur í dyrum
hreppsskrifstofunnar hjá Ama
Egilssyni sveitarstjóra, helsta
kosningasmala Sjálfstæðis-
flokksins við síðustu kosningar.
Við vomm að tala um það
„landnám” sem átt hefði sér stað
á Hofsósi síðustu árin. Margir
aðkomumenn hefðu keypt þar
hús og gert þau upp. Þeir og
þeirra fólk væm tíðir gestur í
þorpinu yfír sumarið og surnir
dveldu þama líka tíma og tíma
yfir veturinn. Ámi segir að nú
nýlega hafi meira að segja einn
leikstjóri úr Hollywood keypt
hús á Hofsósi, en vissi reyndar
ekki frekari deili á manninum.
Við verkstæðisskúr Valgeirs
Þorvaldssonar ferðaþjónustu-
bónda og þúsundþjalasmiðs á
Vatni vom tveir stæðilegir menn
að bjástra. „Þú ættir að tala við
þá þessa. Annar þeirra er Árni
Páll Jóhannsson leikmynda-
hönnuður. Hann ereinn af þess-
um mönnum sem hefur numið
hér land á Hofsósi. Keypti fyrir
nokkm Naust og er búinn að
gera það upp og það er víst orð-
ið ansi laglegt þar hjá honum”,
sagði Ámi sveitarstjóri.
Tíðindamaður Feykis var
ekki lengi að taka þessi orð til
athugunar, enda er Ámi Páll
þessi þekktur maður í sínu fagi,
og það hlýtur að vera Hofsósi
mikils virði, ef á annað borð
eimir eitthvað eftir að slæmri
ímynd staðarins, að þar hafi val-
ið sér afdrep maður með ekki
verri smekk en það, að forvígis-
mönnum sýningarsala íslands á
síðustu heimssýningu í Lissa-
bon í Portúgal, fengu Áma Pál
til að hanna sýningaraðstöðuna
íslensku. Og þar kom sér það
vel fyrir Áma Pál að hafa notið
þess sköpunarkrafts sem fylgir
því að verða hugfanginn af ná-
grenni Nausta og fleiri staða við
Hofsósströndina, þar sem haf-
aldan gælir daglangt við stuðla-
bergið. Það var stuðlabergið
sem björgunarsveitarmenn á
Hofsósi náðu í fyrir Áma Pál
sem skapaði þá festu, kraft,
seiðmagn og glæsileika, sem
sýningargestum í Lissabon
fannst einkenna íslensku sýn-
ingarsalina.
Þeir Ámi Páll og félagi hans
og samsarfsmaður í leikmynda-
hönnuninni, Steingnmur Þor-
valdsson, vom að virða fyrir sér
heflaðar fjalir, þegar tíðinda-
maður Feykis kom í skúrinn til
þeirra. Eins og vant er með for-
stokkaðan heimamann bar
tengsl þeirra við Skagafjörð
fyrst á góma. Jú, það hafði nátt-
úrlega verið fundið út með Áma
Pál, sjálfsagt að honum for-
spurðum, að hann ætti ættir sfn-
ar að rekja í „fn'ríkið” Akra-
hrepp. Þar hafði búið afi hans
Rafir Sjmonarson að nafni. Ekki
hafði Ámi Páll meðtekið þessi
tíðindi af meiri feginleik en svo
að hann hafði ekki hugmynd
um á hvað bæ þessi afi sinn
hefði búið. En Steingrímur var
aftur á móti með sín tengsl við
Skagafjörð á hreinu, eða öllu
heldur Fljótin, þar sem fonnóð-
ir hans fæddist, Guðrún Péturs-
dóttir á Lambanesreykjum
1908. Steingrímur er af hinni
stóm og miklu ætt sem kennd er
við Galdra-Bjöm firá Róðhóli.
En þeir félagamir Ámi Páll
og Steingrímur hafa kannski
tengst Skagafirði enn meira
með verkum sínum. Báðir hafa
þeir unnið að leikmyndahönnun
fyrir Friðrik Þór í þeim mynd-
um sem hann hefur gert, en tvær
þeirra vom að talsverðu leyti
teknar á Höfða, Böm náttúmnn-
ar og Bíódagar. Þá em þeir að
vinna að viðgerðum í Glaumbæ
og sáu um uppsetningu verk-
stæðis Jóns Nikódesmussonar í
Minjahúsinu á Sauðárkróki á
síðasta ári.
Ámi Páll og Steingrímur
tóku vel í það að renna með
blaðamanni niður í Naust, sem
stendur á bakkanum á milli
frystihússins og bæjarins Voga.
Á leiðinni er farið framhjá
Berlín, þar sem Steini nokkur
átti heima og hefúr sjálfsagt ver-
ið einhvers konar kanslari. Þeir
félagamir töluðu um að það
væri eins og vera kontinn á
myndlistarsýningu þegar farið
væri um Berlín, en þess má geta
Við húsið Naust norðan Hofsóss: Steingrímur Þorvaldsson,
Árni Páll Jóhannsson og Vigfús Hauksson.
að Steingrímur er menntaður
myndlistamaður, en Ámi Páll
aftur á móti ljósmyndari, þannig
að báðir bera þeir næmt skyn-
bragð á myndefni, skyldi maður
ætla.
I Nausti var Vigfús Hauks-
son smiður að ganga ffá áfellum
á glugga. Ámi Páll segir að hús-
ið hafi nú ekki litið reisulega út
þegar hann keypti það, enda
ekki verið búið í Nausi frá því
um 1950. Steyptir og berir
veggimir vom sumir hverjir
famir að flagsa, en Vigfús hefði
náð að tjóðra þá saman og nú
var búið að eingangra þá og
klæða að utan. Búið er að skipta
um þak, sem orðið var sigið og
úr lagi genið. Gólf em hellulögð
og klædd í Nausti og klæðingar
bæði innanhúss og utan í stíl við
gamalt húsið. Þama unir Ámi
Páll sér langdvölum og teiknar á
tölvuna sína, og reyndar er það
bara eitt sem vantar í Nausti
þannig að hann komist í sam-
band við umheiminn þegar þöif
er á. Það er síminn. Ámi er
nefnilega kennari við þýskan
listaskóla sem kennir hönnin í
kvikmyndun. „Memendur mín-
ir þurfa stundum að leita til mín
gegnum netið og þá er nauðsyn-
legt fyrir mig að geta sent þeim
nokkrar línur um hæl”, segir
Ámi Páll. Og þeir félagamir
Steingrímur og hann kvarta ekki
undan verkefnaskorti. „Það er
allt brjálað að gera”.
Raftað á bekkjamóti
á Steinsstöðum
Samtaka áhöfn í róðri niður Jökulsána, fær á sig gusur frá áhöfn næsta bátar..
Sl. laugardag komu fyrrum
nemendur Steinsstaðaskóla sam-
an til bekkjamóts. Það vom fjór-
ir árgangar, sem vom í skólanum
1967-’72, sem ákváðu að hittast
og margir þeirra höfðu varla sést
frá þeim tíma er þeir luku námi á
Steinsstöðum, eða allt að í 30 ár.
Það vom því fagnaðarfundir og
margs að minnast frá dögunum í
skólanum, ýmislegt sem ritjað
var upp og sumir höfðu næstum
gleymt.
Mótið byrjaði kl. 11 fyrir há-
degið og hófst eins og venjan var
í skólanum þegar heimavistar-
skólinn var og hét. Það var byij-
að á því að taka inn lýsið og
borða hafragrautinn. Eftir þægi-
lega stund við morgunverðar-
borðið og rölt um stofur og
ganga skólans og minningamar
riíjaðar upp, var komið að því að
fara í óvissuferðina. Ýmsum
gmnaði hvað í vændum var, en
þó vom nokkrir sem álitu að nú
ætti að ganga á Mælifellstind eða
Reykjatunguna. Nei það var sigl-
ing í gúmíbátum á vestari kvísl
Jökulsánna, raft eins og það er
kallað.
Ekki þarf að orðlengja það að
hópurinn skemmti sér konung-
lega í raftinu, róið var að miklu
kappi niður ána, enda hún vatns-
lítil núna og veitti ekki af að
fleyta bátunum svolítið áfram.
Það var skvett með ámnum yfir
félagana í næsta bát og reynt að
stela farþegum, sem mun vera
mesta skömmin í raftinu ef tapast
úr áhöfninni. Það var stokkið úr
glinu ofan í ána, róið á fullri ferð
í standandi stöðu, jafnvægið
kannað og ýmislegt gert til
skemmtunar, sem alltaf endaði
það með því að einhver féll út-
byrðis, en það er ekkert hættulegt
í rafting, bara betra á köflum.
Þegar komið var úr raftinu
síðdegis var farið í sund í Steins-
staðalaug og fjöldasöngur upp-
hófst í heita pottinum undir stjóm
forsöngvaranna Böðvars Finn-
bogasonar frá Þorsteinsstöðum
og Skarphéðins Péturssonar frá
Hofi. Um kvöldið borðuðu síðan
allir saman í félagsheimilinu Ár-
garði. Nemendur fluttu hver fyr-
ir sig stutta tölu um það sem á
dagana hafði drifið. Það var
sungið, spjallað og dansað og
kvöldið leið fljótt. Og fyrr en
varði var komið fram á miðja
nótt. Skemmtilegu bekkjamóti á
Steinsstöðum var lokið. Kannski
hittist þessi hópur aftur, kannski
ekki, en engu að síður verður
þessi dagur lengi í minnum hjá
mörgum. Það var um helmingur
nemenda Steinsstaðaskóla úr
þessum árgöngum sem hittist, en
þeir vom tæplega 50 á sínum tíma.