Feykir


Feykir - 24.03.1999, Page 3

Feykir - 24.03.1999, Page 3
11/1999 FEYKIR3 Fjöldi söngfólks skemmti á styrktartónleikum Styrktartónleikar til minningar um Kristján Frímannsson bónda á Breiða- vaði voru haldnir í félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 14. mars. Kristján var félagi í Karlakór Bólstaða- hlíðarhrepps. Hann andaðist 7. janúar sl. vegna skæðs sjúkdóms, frá eigin- konu og þremur ungum dætrum. Það voru kórfélagar Kristjáns sem gengust fyrir tónleikunum og varð af þeim samstarf fimm kóra með u.þ.b. 150 þátttakendum. Var það Samkórinn Björk undir stjóm Thomasar Higger- son, Söngsveit Sigrúnar undir stjóm Sigrúnar Grímsdóttur, Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps undir stjóm Sveins Ámasonar, Rökkurkórinn einnig undir stjóm Sveins Ámasonar og Kór Blönduóskirkju undir stjóm Sólveigar S. Einarsdóttur. Sungið var í bíósal félagsheimilisins, var áheyrendasviðið þéttsetið og talið að um 400 manns hafi verið í húsinu. Vom veitingar framreiddar í sam- komusalnum að söngnum loknum. „Blandaði söngfólk þessara tveggja grannhéraða þannig geði saman í söng og samræðum og sveif mjög hlýr og góður hluttekningarandi yfir samkom- unni í heild. Allur ágóði af tónleikunum rennur til ljölskyldunnar á Breiðavaði og fleiri hafa komið þar til s.s. Karla- kórinn Heimir hélt tónleika í Blönduós- kirkju tveim kvöldum fyrr, en þá var slæmt veður og tvísýnt færi svo að færri Samfylkingin birtir fram- boðslistann Framboðslisti Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra var birtur í síðustu viku. Kristján Möller framkvæmdastjóri Siglufirði skipar efsta sæti listans og Anna Kristín Gunnarsdóttir kennari Sauðárkróki er í öðm sætinu, en þau höfnuðu í þessum sætum í prófkjörinu í liðnum mánuði, og vom þau sæti bind- andi. í þriðja sæti framboðslistans er kominn Valdimar Guðmannsson verka- lýðsleiðtogi í A.-Húnavatnssýslu og hyggjast samfylkingarmenn þar með styrkja listann gagnvart Húnvetningum. Signý Jóhannesdóttir verkalýðsleið- togi á Siglufirði er í fjórða sætinu, en hún varð þriðja í prófkjörinu. Ágúst Frí- mann Jakopsson kennari á Hvamms- tanga er í fimmta sætinu, Eva Sigurðar- dóttir bankastarfsmaður Sauðárkróki er sjötta, þá Pétur Vilhjálmsson leiðbein- andi á Laugarbakka, Ingibjörg Hafstað bóndi og sveitarstjómarmaður Skaga- firði, er í áttunda sætinu, Steindór Har- aldsson framkvæmdastjóri Skagströnd níundi og heiðurssæti listans það tíunda skipar Ragnar Amalds fyrrverandi al- þingismaður. nutu þeirra tónleika en ætla hefði mátt ef veður og færi hefði verið sæmilegt eða gott. Víst er að mikil sönggleði ríkti á Blönduósi umrædda helgi og sannað- ist að rnikið má sá er vel vill. Hafi allt það fólk kæra þökk fyrir er að góðu máli studdi”, segir í frétt sem Feykir fékk senda. Skrásetjari kýs að nefna sig „einn af mörgum viðstöddum”. Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps syngur við stjórn Sveins Árnasonar. SPENNANDI FERMINGARTILBOÐ Vaxtalínan - á réttri íeið ALLIR SEM ERU A FERMINGARALDRI GETA ÁTT VON Á GLÆSILEGRI GJÖF FRÁ BÚNAÐARBANKANUM. Ef þú leggur 5.000 kr. eða meira inn á Kostabók, sem er bundin í 12 mánuði eða lengur, leggur bankinn 1.000 kr. til viðbótar inn á reikninginn þinn.Auk þess færðu glæsilega reiknivél að gjöf. VAXTALÍNAN HEFUR ÝMISLEGT ÁNÆGJULEGT í FÖR MEÐ SÉR • Taktu úr peninga með Vaxtalínukortinu, hér heima og erlendis. • Flettu upp dagskrá dagsins í skóladagbókinni. • Vertu í Vaxtalínubol og geyrndu seðlana í Vaxtalínuveskinu. • Fáðu tímaritið Smell, afsláttarkort og fleira óvænt og skemmtilegt. • Settu þig í stellingar fyrir ókeypis bíómiða eða jafnvel 5.000. kr. vinning sem dreginn er út mánaðarlega. LÁTTU OKKUR SJÁ UM FJÁRMÁLIN OG NJÓTTU ÞESS AÐ VERA UNGLINGUR. ÞÚ FÆRÐ BRÉF FRÁ OKKUR BRÁÐLEGA! BÉNAÐARBANKI ISLANDS Traustur banki Útibúið Sauðárkróki Afgreiðslurnar Varmahlíð og Hofsósi

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.