Feykir - 24.03.1999, Page 7
11/1999 FEYKIR7
Guðrún Steinsdóttir
frá Reynistað
t
Guðrún Steinsdóttir fœddist
4.9.1916 að Hrauni á Skaga og
ólst þar upp í stórum systkina-
hópi. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðrún Kristmundsdóttir
og Steinn Leó Sveinsson. Arið
1947giftist hún eftirlifandi eigin-
manni sínum Sigurði Jónssyni f.
4.9. 1917 ogfluttist til hans að
Reynistað þar sem hún bjó til
œviloka. Guðríín og Sigurður
eignuðust jjóra syni. Jón f.
26.9.1948 vörubílstjóri á Sauð-
árkrók. Kona hans Sigurbjörg
Guðjónsdóttir kennari og eiga
þau þrjú böm. Steinn Leo bif-
reiðastjóri á Mel f. 2.2.1951.
Kona hans er Salmína Tavsen
húsmóðir og eiga þau jjögur
böm. Hallurf. 11.5.1953 vélvirki
á Sauðárkrók. Kona hans erSig-
ríður Svavarsdóttir kennari og
eiga þau þrjár dœtur. Yngstur er
Helgi Jóhann f. 14.2.1957 bóndi
á Reynistað. Hann er giftur Sig-
urlaugu Guðmundsdóttur hús-
móður og eiga þau þrjú böm.
Útför Guðrúnar fór fram frá
Reynistaðarldrkju laugaid. lí.mars
Það hefur vafalaust oft verið
þröng á þingi á Hrauni á milli-
stríðsárunum er hinn myndarlegi
systkinahópur sem taldi tólf
bræður og systur var að alast þar
upp við öllu fábreittari aðstæður
en við þekkjum í dag. Það kom
þó ekki að sök og öll komust þau
til fullorðinsára nema yngsta
systirin Hrefna sem lést í frum-
bemsku.
Æskusporin okkar hér
er mjög Ijúft að muna.
Þegar ánunfjölga fer
fram í tilveruna.
Oft var hlegið afar dátt
allt þá söng afgleði
Því að lífið létt og kátt
lék í okkargeði. (Svanfr. Steinsd)
Eins og tijálundur með ellefu
sterkum stofnum og gróskumikl-
um greinum hafa þau systkinin
staðið saman í blíðu og stríðu og
alið af sér stóra og samheldna
ætt. Það var því stórt skarð
höggvið í lundinn er Guðrún
föðursystir okkar á Reynistað
kvaddi þennan jarðneska heim
sunnudaginn ö.mars einmitt þeg-
ar sól var farin að hækka á lofti
og boðaði langþráð vor.
Það hefur ugglaust verið mik-
il breyting að alast upp yst á
Skaga og flytja þaðan ffam í
grösugan og skjólsælan Skaga-
fjörð að höfuðbólinu Reynistað
til að taka við búsforráðum ásamt
Sigurði manni sínum, á mann-
mörgu og gestkvæmu heimili.
En Guðrún hafði allt til að bera,
myndarskap, dugnað og alúð og
ávann sér virðingu og vináttu
allra er við hana áttu samskipti.
Þessum dyggðum skilaði hún
síðan óskiptum til sona sinna og
fjölskyldna þeirra.
Fyrstu minningar okkar
bræðra um heimsóknir í Reyni-
stað eru sveipaðar hálfgerðum
dýrðarljóma því allt var svo ólíkt
því sem við áttum að venjast.
Grösugur garðurinn, áin við hús-
vegginn, gæsimar ógnvekjandi,
baðstofan dularfulla og svo allt
þetta fólk. Heimilisfólkið, sumar-
dvalarböm í hópum og gestir.
Öllu var stjómað af ákveðni en
sanngimi af Guðrúnu stórífænku
eins og við kölluðum hana gjam-
an okkar í milli. Gestrisni og
tryggð hennar við ættingja og
vini gerði það að verkum að
gestagangur var mikill enda
margir sem bundust heimilinu
sterkum böndum eftir lengri eða
skemmri dvöl þar.
Ekki fómm við bræður var-
hluta af umhyggju Guðrúnar fyr-
Námskeið í skíðagöngu
Vegna mikillar þátttöku í skíðagöngukennslu í Skagafirði
hefur Skíðasamband íslands ákveðið í samráði við skíðadeild
Tindastóls að standa fyrir þriggja daga námskeiði í skíða-
göngu dagana 30. mars til 1. apríl. Laugardaginn 3. apríl verð-
ur síðan ýmislegt gert sér til skemmtunar á skíðasvæðinu, s.s.
þrautabrautir o.fl. kl. 13-17 og er það innifalið í námskeiðinu.
Námskeiðið ferfram á skíðasvæði Skagfirðinga á Laxárdals-
heiði.
Gjald fyrir námskeiðið er kr. 1000. Þátttakendur geta feng-
ið lánuð skíði, skó og stafi og er það innifalið í námskeiðs-
gjaldi.
Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri:
l-4bekkur, 30., 31.marsog l.aprílkl. 13-15
5-9 bekkur 30., 31. mars og 1. apríl kl. 15-17
16 ára og eldri 30. mars og 1. apríl kl. 18.
Skráning í síma 453 6111 og/eða 453 5913 fyrir
sunnudaginn 28. mars nk.
Skíðasamband íslands.
Skíðadeild Tíndastóls.
ir skyldfólki sínu og upp í hug-
ann kemur fjöldi minninga er
kalla fram hlýju og þakklæti:
Dmngalegan haustdag fyrir
margt löngu er ffænka komin í
heimsókn að Hrauni. Lítill
hvolpur stekkur uppúr pappa-
kassa á eldhúsgólfinu og er eign-
aður yngsta bróðumum við
ógleymanlegan fögnuð viðkom-
andi. Er við síðan uxum úr grasi
urðu ferðimar í Reynistað marg-
ar ýmist í kaffispjall, vegna skóla-
vistar eða til að sýna frænku ört
stækkandi fjölskyldur okkar.
Alltaf var tekið á móti okkur af
sömu hlýjunni og gestrisninni
Umræðuefnin vom nóg því hún
fylgdist alltaf vel með öllu því
sem fram fór heima á Hrauni og
við fúndum vel fyrir þeim sterku
taugum er lágu þangað.
Guðrún og Sigurður hafa
leiðst í gegnum lífið í meira en
hálfa öld og hafa átt því láni að
fagna að vera umkringd sonum
sínum og fjölskyldum þeirra alla
tíð sem reyndust henni svo vel og
þannig getað fylgst með uppvexú
bamabamanna sem Guðrúnu
vom svo kær. En dagur Guðrún-
ar er kominn að kveldi og var
hún lögð til hinstu hvílu heima á
Reynistað í nálægð við fólkið sitt
og umhverfið sem hún unni.
Þá er lokið þessum leik
þrýtur allt sem byrjun hefui:
Gleðin blíð og vonin veik
vit og þekking marg oft sveik.
Liðni tíminn líkist reyk
sem lítið atvik gleymsku vefur
Þá er lokið þessum leik
þrýtur allt sem byrjun hefiir.
(Gunnar Einarsson)
Sigurði, bræðmnum á Reyni-
stað og fjölskyldum þeirra fæmm
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
blessa minningu Guðrúnar.
Bræðumir á Hrauni og
fjölskyldur þeirra
Okeypis smáar
Til sölu!
Ttl sölu tvíbreitt bamarimla-
rúm úr fum, 4 stk. felgur 8 bolta
16,5 tommu, AEG eldavél með
blástursofni, Tomson 150 lítra
ísskápur með 150 lítra frysú-
skáp undir. Upplýsingar gefa
Selma eða Tómas í síma 453
5561.
Ttl sölu gamall Simo kerm-
vagn. Upplýsingar í síma 453
6763 fyrir hádegi.
Ttl sölu stórbaggar af 2ja ára
gömlu heyi. Upplýsingar í síma
467 1030.
Sjálfstæðisfólk!
Næstkomandi laugardag og
framvegis alla laugardaga úl
kosninga verður morgunkafFi í
Sæboigfiákl. 10-12. Nefridin.
Kínversk nálarstunguaðferð
og námskeið fyrir fólk sem vill
hætta að reykja og/eða
grennast
á Sauðárkróki fimmtudaginn 25.-27. mars í
Sjálfsbjargarhúsinu.
Pantanir í síma 861 6657.
Egill Héðinn Bragason sálfræðingur.
t
Innilegar þakkir sendum við
öllum þeim sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og
langömmu
Önnu Jónsdóttur
Stóru-Ökrum, Skagafirði
Sigurður Hólm Jóelsson
Hólmfríður Sigurðardóttir Kristján Steingrímsson
Ingibjörg Sigurðardóttir Rögnvaldur Ámason
Sólveig Sigurðardóttir
Jón Sigurðsson
Helga Sigurðardóttir
Ragna Sigurðardóttir
Katrín Sigurðardóttir
bamaböm og barnabamabörn
Bjöm Bjömsson
Hulda Ásgrímsdóttir
Einar Pálmi Ámason
Rúnar Magnússon
Heilbrigðisstofnunin
Sauðárkróki
Augnlæknir
Ragnar Sigurðsson augnlæknir verður með móttöku á stofnuninni •
7. apríl næstkomandi.
Tímapantanir í síma 455 4000 þriðjudaginn 30. mars n.k.
kl. 9,30 - 10,30 og kl. 12,00 -13,00.