Feykir


Feykir - 12.05.1999, Síða 1

Feykir - 12.05.1999, Síða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MED RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Jón Bjamason fagnar ásamt stuðningsmönnum í Aðalgötunni að morgni sunnudagsins þegar úrslitin lágu fyrir og ljóst að hann var kominn á þing. Niðurstaða alþingiskosninganna á Norðurlandi vestra Sjálfstæðismenn og Vinstri - Grænir sigurvegarar Það eru sjálfstæðismenn og Vinstri hreyfingin - Grænt framboð sem teljast sigurveg- arar kosninganna á Norður- landi vestra. Sjálfstæðisflokk- urinn bætti við sig fylgi og er nú stærsti flokkurinn í kjör- dæminu og Vinstri-Grænir hrepptu uppbótarþingsætið, en fyrirséð var að kosningarnar mundu snúast um hvar það lenti og sýndist mörgum að um tvísýnar kosningar yrði að ræða eins og kom á daginn. Fólk man ekki jafn spenn- andi og langa kosninganótt á Noióurlandi vestra og nú. Fyrstu tölur komu mönnum í opna skjöldu og fæstir lögðu mikinn trúnað á að lokatölumar yrðu á sömu nótunum, en þar var Sam- fylkingin með litlu minna fylgi en sjálfstæðismenn og framsókn þar fyrir neðan. I næstu tölum var síðan VG kominn inn með Jón á Hólum í stað annars manns Samfylkingar, og Framsókn bú- inn að ná forustunni og kominn meðtvo menn. I þriðju tölum var orðið verulega mjótt á munum milli Framsóknarfokks og Sjálf- stæðisflokks, einungis fjögur at- kvæðaforskot þess fyrmefnda. Síðustu tölur komu síðan-á fimmta tímanum um morguninn og þá kom í ljós að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði fengið langmest út úr utankjörstaðaatkvæðunum sem talin vom síðast og var oiðinn stærsti flokkurinn, og það ó- vænta gerðist, miðað við tölumar þar á undan, að Vinstri-Grænir vom aftur komnir inn með mann, hrepptujöfhunarsætið. A landsvísu er þetta besta út- koma Sjálfstæðisflokksins í þingkosningum í aldíirljórðung, eða ffá árinu 1974, fylgis- aukningin var þó minnst hér í Norðurlandi vestra. Hætta á kali í austan- verðiun Skagafirði En lítur vel út á öðrum svæðum „Mér sýnist þetta líta mjög vel út hjá okkur héma austan megin. Við vomm hræddir um Skagann en það virðist ekki hætta þar nema þá á þeim bæjum sem standa ofarlega og þar sem snjór liggur enn. En það er alveg ljóst að kal verður ekki sem neinu nemur hér á þessu svæði”, segir Jón Sigurðsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur-Hún- vetninga. Jón telur að ástand gróðurfars í Húnaþingi vestra hljóti að vera sambærilegt og í austur sýslunni, en Feykir náði ekki sambandi við ráðunaut Búnaðarsambands Vest- ur - Húnvetninga. Egill Bjamason ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfnð- inga segir að ágætlega líti út í vestanverðum Skagafirði, enda hafi októbersnjóinn tekið upp af því svæði og því ekki legið lengi klaki og snjór á. Hinsvegar óttist menn kal í Hjaltadal og dölunum að austanveiðu og í Fljótunum. Á þessu svæði hafi snjór legið á ffá því um miðjan október á liðnu hausti. Kombændur í Skagafiiði hafa verið að huga að ökmm sínum að undanfömu. Plæing er komin af stað, en menn þurftu frá að hverfa vegna klaka í jörðu. Ljóst er að sáning hefst ekki fyrr en í fyrsta Iagi nú um miðjan mánuðinn. Út- lit er fyrir að áfram verði aukning í komræktinni í sumar, þó svoað bændur verði talsvert seinna á ferðinni með sáningu nú en und- anfarin vor, en þá hefur veriðsáð um og fyrir mánaðamótin apríl - maí. * Urslit alþingiskosninganna 1999 fyigi breyt. atkvæði þingm. áður B-listi 30,3%.. ...- 8,4.. 1807 1 2 D-listi 31,9%.. •••+1,2.. 1904 2 2 F-listi 3,3%... 195 H-listi 0,2%.... 13 S-listi 24,8%... 1481 1 U-listi 9,4%.... 561 1 Kjörsókn var 88,8%. Auðir seðlar voru 111 og ógildir 5. —KTcn^ifl ckjDI— JíMff1bílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 jÆJLJL M * sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:4S36140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA jfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA vA fíéttingar jfcSprautun \

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.