Feykir


Feykir - 12.05.1999, Qupperneq 7

Feykir - 12.05.1999, Qupperneq 7
17/1999 FEYKIR 7 Margrét K. Jónsdóttir Löngumýri, Skagafirði F. 10. febrúar 1937, d. 21. aprfl 1999 Sorg er mér í sinni svíður und í hjarta. Þannig hefur mér liðið síðan mér barst sú helfrétt að Matgrét á Löngumýri hefði látist að kvöldi 21. apríl. Hún hvarf inn í sólar- lagsins eld, inn í ríki ljóss og frð- ar. Ég veit að sál hennar kemst á- fram í dýrðarríki himnanna. Hún átti í sálu sinni svo mikinn hrein- leik og ástúð, sem allir nutu í ná- lægð hennar. Hún átti nóg að sól- argulli og yl. Hún setti ekki svart- an blett á sálar sinnar mjöll. Með öðmm orðum, Margrét var yndis- leg manneskja, ein af þessum fáguðu dýrmætu perlum er vaða á vegi okkar. Ég hef dvalið á Löngumýri í nokkur sumur, í hópi eldri borg- ara. Sú vera mín þar var dýrmæt. Enginn gleymir bænastundunum í Kapellunni. Margrét las í Bíblí- unni og við sungum sálma. Hún var einlæg í trú sinni og gaf svo mikið af sér. Enginn fór ósnortinn af þeim fundum. Við vorum mörg á Löngumýri nokkrum dögum áður en Margrét hvarf okkur. Engum hefur dottið í hug að svo stutt yrði í endalokin. Mar- grét virtist svo heilbrigð og hraust. Hún kvaddi mig með hlýju faðmlagi og sagði „þú ert alltaf velkomin”. Þannig varþað, það voru allir velkomnir að Löngumýri. Kæra nafna mín, þín er sárt saknað. Ég veit að það hefúr verB kallað í þig, „meira að starfaGuðs um geim”. Erfellur tár um föla kinn, erfellur úði á gluggann minn. Er húmið stynur, stynur hljótt, hvísla ég að þér góða nótt. Ég sendi ættingjum og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét Jónsdóttir frá Fjalii. Hún Margrét á Löngumýri er dáin! Þessi orð gátu ekki verö sönn. Við viljum gjaman líta á umhverfiðog fólkið sem við um- göngumst eins og sjálfsagðan hlut,eitthvað sem breitist aldrei, það bara er og veitir okkur ör- yggi, þannig var Margrét á Löngumýri ómissandi. Hún og staðurinn sem hún tók í fóstur og helgaði sitt æfistarf voru svo tengd,hún var alltaf til staðar og tilbúin til að leggja sitt af mörkum á ótrúlega mörgum sviðum. Við í félaginu Alþýðulist fengum að njóta krafta hennar.víðsýni og gæsku og fyr- ir það emm við þakklát. Við söknum hennar og syrgj- um og biðjum góðan Guð að vera með henni. Leggji drottinn lófatm sinn Ijúfa tncer, að enni þínu. Blessi drotúnn bústað þinn búi um þig í Ijósi st'nu. Sendum öllu skyldfólki og vinum innilegar samúðarkveðjur. Félagar í Alþýðulist. Ég kom að sunnan. Sagnir allar sungu mér umjjörðinn. Og himininn vargull og glit og grœn sem Eden jörðin. AfVatnsskarði ég loksins leit eins langt og augað sér og Skagafjörður átti allt, sem óskaði ég tnér. (Hulda) Okkar kæra vinkona Margrét á Löngumýri er látin. Horfin sjónum okkar á einni svipstundu og eftir stöndum við hnípin og söknum. Margrét kom í þetta hérað sem kennari við Húsmæðraskól- ann á Löngumýri og tók þar síð- ar við staðarforráðum. Varð í hug- um manna ótjúfanlegur hluti þess staðar. Þar vann hún sitt ævi- starf. Var vakin og sofin yfir vel- ferð og framgangi staðarins og vildi veg hans og starfssemi alla sem mesta. Þaðan vann hún að sínum mörgu hugðarefnum og lagði sitt lóð á vogarskálamar við að gera mannlífið hér í sveitinni fjölbreyttiu'a. Margrét var einlægur tónlist- arunnandi og hafði ríka tónlistar- þörf. Þegar nokkrir áhugamenn í héraðinu tóku sig saman um að stofna tónlistarfélag og síðan tón- listarskóla var Margrét þar í far- arbroddi og þetta voru hennar óskaböm. Hún var óþreytandi að laða hingað virtustu listamenn landsins svo við fengjum að njóta listar þeirra og aldrei gafst hún upp þótt ekki væri alltaf fjöl- mennt á þessar samkomur. Allir þessir góðu gestir áttu víst hús- rúm á Löngumýri og nutu þar samvista við Margréti. Otrúlegt er hvað okkur hefur boðist á að hlýða Tónlistarskól- ann studdi hún ætíð með ráðum og dáð. Erlendum kennurum tók hún opnum örmum og aðstoðaði þá við að búa sér heimili og allt það annað sem hún gat. Þó held ég að margir af yngri kynslóðinni minnist hennar lengst sem kon- unnar með jólahappdrættið. Því fyrir jólatónleika skólans var hún búin að útvega vinningafjöld og svo vom seldir miðar og Mar- grét stóð uppi á senunni í Mið- garði og dró út vinningshafana. Oft með aðstoð smáfólksins. Og bömin fengu blik í auga, hlutim- ir nýja eigendur og hljóðfæra- kaupasjóðurinn óx. Þama var Margrét í essinu sínu. Við sem höfum starfað með henni á þessum vettvangi eigum margar góðar minningar. Hvort sem verið var að halda „Vordaga í Varmahlíð”, fá hluta Ópemnnar í heimsókn eða undirbúa komu þeirra fjölmörgu landsþekktu listamanna sem hafa heiðrað okk- ur með komu sinni hingað var sérstök stemning ríkjandi. Bjart- sýni og eldmóður hreiðraði um sig í hjörtunum og okkur fannst all- ir vegir færir og smá vandamál væm bara úl að krydda úlvemna. Ég vil fyrir hönd félaga minna í Tónlistarfélaginu færa Margréti alúðarþakkir fyrir samstarfið og ég vil einnig fyrir hönd okkar sveitunganna færa henni þakkir fyrir þann menningarlega metn- að sem hún sýndi. Að við mætt- um einnig fá brot af því besta. Margrét var vefnðar- og handavinnukennari og hafði víð- feðman áhuga á allri handmennt og listum yfirleitt. Vann hún jöfh- um höndum við að viðhalda gam- alli hefð í hannyrðum og stuðla að ffamþróun og nýrri hönnun handverksmuna. Var hún virkur þáttakandi í vinnuhópnum „Al- þýðulist” sem stuðlar að eflingu handverks hér í Skagafiiði. Ahugamál Margrétar vom mörg og margvísleg. Hún var einlæg í sinni guðstrú en var jafh- framt víðsýn og hleypidómalaus gagnvartöðrum trúfélögum. Hún var ljóðelsk og kunni ó- grynni af ljóðum, lögum og vís- um og henni var Ijúft að leiða aðra í söng og annarri samvem. Dýravinur var hún hinn mesti og er mörgum minnisstætt dálæti hennar á kettinum sáluga og hundinum sem var fastur fylgi- sveinn hennar. Hún unni ís- lenskri náttúm og gióðri og lagði metnað sinn í að garðurinn á Löngumýri væri staðarprýði. Þaðem margar minningamar sem koma í hugann á skilnaðar- stundu því leiðir okkar hafa oft legið saman bæði í leik og starfi. Það er öllum dýrmætt að eigagóð- ar minningar og víst er að minn- ingin um þig með bjarta brosið þitt á oft eftir að ylja mér um hjartarætur. I mörg ár höfúm við komið saman nokkrar konur og málað á postulín. Það var undarlegt að koma að Löngumýri á laugardagsmorg- uninn og þama varkassinn henn- ar Margrétar opinn og hlutimir hennar hálfgerðir á borðinu en hún farin annað að starfa Guðs um geim. Elsku Margrét, mikið söknum við þín og hafðu þökk fýrir allt sem þú varst okkur öll- um. Guð blessi minningu þína. Valdís Óskarsdóttir. Okeypis smáar Til sölu! Til sölu Toyota Corolla GTI 1600, árgeið ‘88, hvítur. Upplýs- ingar í síma 453 6543 (Jón). Til sölu líúð notað og vel með farið karlmannsreiðhjól. Upplýsingar í síma 453 5505. Til sölu Axis fataskápur. Upplýsingar í síma 453 5191. Til sölu nokkrar háarrúllur. Upplýsingar í síma 453 8258. Til sölu 33 tommu sumar- dekk, 33x15. Upplýsingar í síma 453 7472. Tvö sólhús til sölu, kúluhús og trégrindarhús með plexígleri. Upplýsingar í síma 453 7350. * Ibúð óskast! Þijár reglusamar stúlkur í Fjölbraut óska eftir 3-4 herbergja íbúð dl leigu á Sauðárkróki frá miðjum ágúst úl loka maí. Upplýsignar í síma 862 6172 eða 467 1142. Tapað - fundið! Einhver tók í misgripum dökkgráan ffakka merktum eig- anda í íþróttahúsinu á úrslita- kvöldi dægurlagakeppninnar 30. apríl sL og skildi eftir sinn eigin. Upplýsingar í síma453 5038 og í íþróttahúsinu í síma 453 5098. Munið eftir áskriftargi öldunum Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið að greiða áskriítargjöldin. Þeir sem hafa glatað greiðsluseðlum og eiga ógreiddar áskriftir er bent á að hægt er að millifæra inn á reikning nr. 1660 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Sólgarðaskóli í Fljótum Staður fyrir ættarmót og aðrar samkomur. Gisting ,svefnpokapláss og uppbúin rúm. Upplýsingar í síma 467 1060 eða 467 1054. t Eiginmaður minn Þorsteinn Ásgrímsson frá Varmalandi, Öldustíg 1, Sauðárkróki lést 8. maí sl. Utförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. maíkl. 14:00. Jarðsett verður að Reynistað. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti Byggðasögu Skagafjarðar njóta þess. Bankareikningur nr. 0310 - 13 - 136000 í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki. Fyrir hönd aðstandenda Ingibjörg Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku Margrétar Katrínar Jónsdóttur Löngumýri Sérstakar þakkir viljum við færa stjórn Löngumýrar og Kvenfélagi Seyluhrepps fyrir þá miklu virðingu sem þau sýndu minningu hennar. Systkinin og fjölskyldur þeirra.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.