Feykir


Feykir - 03.11.1999, Blaðsíða 3

Feykir - 03.11.1999, Blaðsíða 3
37/1999 FEYKIR 3 „Það átti alltaf að gera betur og betur..................“ Segir Elínborg Jónsdóttir formaður Sögufélagsins Húnvetnings um útkomu „Ættir Húnvetninga“ Elínborg í ræðustól í útgáfuteitinu sem haldið var vegna útkomu ritsins. Elínborg Jónsdóttir á Skagaströnd hefur síðustu 10 árin gegnt for- mennsku í Sögufélaginu Húnvetn- ingi, sem nýlega sendi frá sér stór- virkið Ættir Húnvetninga, en það er talið eitt ítarlegasta ættfræðirit sem komið hefur út á Islandi. Elínborg segir að það hefði reyndar ekki kom- ið til að góðu að hún var sett til for- mennsku í félaginu. Það haíi verB vegna þess að henni hafi fundist lítið vera að gerast hjá félaginu og látíð þá gagnrýni í ljósi. Elínborg, sem nú er komin fast að áttræðu, var lengi kennari á Skagaströnd. Um hálfa öld starfaði hún við Höfða- skóla, en síðustu 10 árin var starf hennar að mestu við bókasafn skól- ans. „Eg er fædd og uppalin á Másstöð- um í Vatnsdal. Það var talað um margt heima og ég las mikið, og kannski hef- ur það átt þátt í því að ég fékk snemma áhuga fyrir grúski í sagnfræði og ætt- ffæði. Pabbi minn, Jón Kristmundur Jónsson, var ef ég man rétt einn af stofnendum sögufélagsins Húnvetn- ings, og þótt hann skrifaði ekki mikið og ekki birtist mikið eftir hann, hafði hann áhuga fyrir að halda ýmsu til haga og það hafði móðir mín, Halldóra Gestsdóttir, einnig. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og þegar bræður Vetrarkoma áHólum Nú stendur yfir myndlistar- sýning í skólahúsinu á Hólum. ÞaðerHelgi Jónsson myndlist- armaður sem sýnir verk sín, en sýningin ber yfirskriftina „Vetr- arkoma”. Myndimar em flestar frá haustinu 1998 og sýna Hólastað „þegar ásýnd landsins breyttist mjög snögglegæúr síð- sumarskrúða í vetrarbúning” svo vitnað sé í listamanninn. Helgi er ekki ókunnugur á Hólum, dóttir hans Guðrún Helgadóttir er búsett þar ásamt fjölskyldu sinni. Helgi hefur málað ífá unga aldri, stundaði m.a. bréfanám í sænskum skóla, Hermods, og við Mynd- listarskólann í Reykjavík. I til- kynningu frá Hólum segir að staðarbúar hafi tekið myndum Helga afar vel, en sýningin er öllum opin. hennar frá Ameríku höfðu samband og vildu fá gleggri vitneskju um ættina, þá fékk hún mig til að taka saman ætt- artölu og það var sem sagt byrjunin á mínu ættfræðigrúski”. - Og svo eftir að þú tekur við for- mennsku í Húnvetningi þá er fariðað huga að útgáfu Ætta Húnvetninga? ,Já fljótlega upp úr því. Ég var byij- uð að safha að mér sögulegum heimild- um þegar þetta kom til. Ég vissi af þessu handriti Magnúsar Bjömssonar fræðimanns frá Ytra-Hóli og fannst að það mætti koma fyrir augum fleiri. Ég talaði líka við afkomendur Magnúsar og þeir vom mér sammála um að þetta væri æskilegt, hins vegar mundi þurfa að fara yfir handritið og jafnvel að bæta einhverju við. Upphaflega var nú hug- myndin að þetta yrði ekki líkt því svona mikið að umfangi og tæki ekki svona langan tíma. En þegar farið var að vinna verkið, þá átti alltaf að gera þetta betra og betra, sem ég vona að hafi tek- ist.” Elínborg segir að Guðmundur Sig- urður Jóhannsson ættfræðingur sem var fenginn til að auka og bæta þetta rit, hafi skilað ffábæm verki. En hins veg- ar hafi þama margir lagt hönd á plóg og ýmislegt orðið til að seinka útgáfu verksins. „Mér finnst það kannski táknrænt með þetta alltsaman ferðin sem við fór- um til Sauðárkróks með frumgögnin. Steingrímur Steinþórsson, sem þá var með fyrirtæki á Hvammstanga, hafði aðstoðað okkur með að koma fmmverk- inu í tölvutækt form. Ég fór norður á Krók í byrjun árs 1991 með tölvudisk- linginn. Það var hríðarveður á leiðinni og þegarvið vomm nýkominn til Sauð- árkróks skall hann á með nriklu óveðii, iðulausri stórhríð. Ekki gekk okkur sér- lega vel að koma gögnunum inn í tölv- una hjá þeim í Safnahúsinu og þegar átti að hafa samband við Steingrím á Hvammstanga, þá var orðið símasam- bandslaust. Það náðist hins vegar í mann á Sauðárkróki, Valgeir Kárason, og hann gat bjargað málum þannig að við gátum opnað skjalið í tölvunni. Svo var það annað sem kom til og gerði þessa ferð minnisstæða. Það varð úr að ákveðið var að ég svæfi í fræði- mannsherbergi í Safnahúsinu. Ég var óvön að vera ein í svona stóm húsi og fannst það dálítið ónotalegt að eiga í vændum að sofa þarna ein en lét mig samt hafa það. Hjalti Pálsson safnvönð- ur sagði mér að ég skyldi bara láta ljós- ið lifa. En þegar ég vaknaði svo um nóttina var allt orðið koldimmt, því þá var rafmagnið farið af. Svo var náttúrlega ekkert hægt að gera vegna rafmagnsleysis næsta dag, en engu að síður komst fljótlega ágætis skriður á verkið. Já við sömdum sem sagt við Guðmund Sigurð Jóhannsson um að ganga frá þessu verki og það reyndist mjög heppilg ráðstöfun. Hann vildi vinna þetta á Sauðárkróki og það var mikilvægt að hafaaðgang að þeim góðu heimildum sem þar em. Ég var í góðu sambandi við Guðmund Sigurð allan tímann sem hann vann verkiðog var þannig meira og minna þátttak- andi í þessu. Guðmundur hafði alltaf af og til samband við mig og ég hef verö að reyna að hjálpa til eftir því sem ég hef getað”, sagði Elínborg Jónsdótúr. Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðir kostir ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 5, í 3 ár o^verðtryggð Ársáyöxfun 10,22% Samvinnubójdn er með lausri bindingu, nafnvextir 9,0%, Innlánsdeild

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.