Feykir


Feykir - 03.11.1999, Blaðsíða 6

Feykir - 03.11.1999, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 37/1999 Hagyrðingaþáttur 283 Heilir og sælir lesendur góðir. Eitt sinn í haust fékk ég bréf frá góð- um kunningja mínum Jóni Karlssyni bónda í Gýgjarhólskoti í Biskupstung- um. Bauð hann mér að koma á Hvera- velli og heilsa upp á eftirleitarmenn úr Biskupstungum sem áætluðu að vera þar 10. október. Eftirfarandi vísur fylgdu með. Vildi ég eiga við þigfund vinur uppi á fjöllum. Eiga saman eina stuncl inn á Hveravöllum. Efvið létt sem lœkjarklið látumflakka grín, œtli að meiga una við ástir söng og vín. Lagt var af stað í leitina 8. október sl. en þann dag var leitarstjórinn Jón 70 ára. Fljótt kom í Ijós að tveir af gangna- mönnum vom í nákvæmlega eins úlp- um. Taldi Jón að gott gæti verið að merkja þær, bæði til að eigendur þekktu þær í sundur og einnig taldi hann að það gæti komiðaðgagni ef þeir tækju upp á því að drepast uppi á fjöllum, og ein- hver kynni að finna þá sem ekki þekkti. Fékk annar þeirra félaga eftirfarandi skrifað á sína flík. Einar Páll fékk engla ró andann skal ég virða. Alla vega œtti þó úlpuna að hirða. Hinn úlpueigandinn fékk eftirfar- andi upplýsingar skráðar á sitt eintak. Drykkjumönnum fœkka fer ferþað eftir vonum. Loftur flatur liggur hér líkið er afhonum. Að lokum ein vísa í viðbót eftir Jón sem gerð er á Hveravöllum við komu þangað að kvöldi 10. október sl. Nú er haust og föl á fjöllum fagurt veðurþó. Hlýtt er enn á Hveravöllum hvíld og sálarró. Kemur þá næst heimagerð vísa sem gerð er á leiðinni til fundar við þetta á- gæta fólk. Lífsins amstur Ijúflingsspili líkjast tekur senn. Efég hitti á köldum Kili káta gangnamenn. Næst skal vikið að vísu sem hefur veriðað veltast fyrir mér nokkuð lengi. Er ég nokkuð viss um að hún muni vera eftir Harald Hjálmarsson frá Kambi en veit ekki urn hvem er ort og væri gam- an að heyra frá lesendum. Oft sefitr haivi Bubbi hjá ógiftum komtm sem biðla til spjótanna, jm' jxið er svo mjúkt undir höfðinu á honum en hart millifótanna. Eftirfarandi vísur munu vera úr brag sem Gissur Jónsson í Valadal orti um Ágúst Sigfússon, sem einnig var kunn- ur undir nafninu Villu-Gústi, og var bráðsnjall hagyrðingur eins og komið hefur fram í þættinum áður. Kom hann oft að Valadal á fyrstu búskaparárum Gissurar og mun þá jafnan hafa verið glatt á hjalla og mikið ort. Lífiðfljótt þér blómsveig bauð bragsnilld skjótt má kenna. Þú átt gnótt afandans auð ást og þrótt til kvenna. Oðs um geym þín svífur sál síst þar hróður dvínar. Ferskeytlunnarfagurt mál fegrar leiðirþínar. Um þig svör ég mynda mín má það öruggt sanna. Lengi fjörug Ijóðin þín lifa á vörum manna. Hold þó felli hrörleikinn hels að svelli veggur. Grimmlynd elli aldrei þinn óðaðveUi leggur. Hér minn dokar hugur við hors úr mokar sánum. Hylurþokan sálarsvið svefninn lokar bránum. Það er hin snjalli hagyrðingur Krist- ján Shram sem hjálpar okkur um næstu vísu. Þótt ég marga jjoli raun og þreytist heims í kífi, fœ ég eflaust eftirlaun í öðru og betra lífi. Önnur vísa kemur hér eftir Kristján. Lífið allt er einskis vert ekkeit samt er gaman, efvið ekki getum gert grín að öllu saman. Þá mun þessi hringhenda vera eftir Kristján. Les ég kvœði litla stund lífs það grœðir trega. Þótt mér blœði opin und alveg hrœðilega. Grunnt er á glettni hjá skáldinu þegar hann hugleiðir lífsins gang. Bak við lífsins gálaust grín gegnum rúm og tíma, samviskan og syndin mín saman þrotlaust glíma. Hvorug enn á hinni vann hoifi ég á með trega, vona samt að samviskan sigri endanlega. Að lokum ein vísa í viðbót eftir Kristján. Vona minna visna blöð víða um heimirmfjúka. Þar til tímans hjólin hröð hinsta snúning Ijúka. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Með kveðju frá Hólum Erindi flutt á ráðstefnunni landbúnaður í nútíð og framtíð á Hvammstangi á liðnu sumri Ferðamenn dreifbýlisins koma flestir úr þéttbýli og margir vilja meina að vaxandi ferðamennska til sveita sé ekki einungis mikilvæg atvinnulega séð heldur auki hún skilning borgarbúans á sveitalífinu og dragi þannig mögulega úr fordómum hans og fáifæði gagnvart hagsmunum sveita- mannsins. Öðrum finnst erfittað fá ferðamennina inn á gafl hjá sér og líður jafnvel eins og hálfgerðum sýningargrip eða dýrategund í útrýmingarhættu. Ein af jákvæðustu hliðum ferðaþjónustu er þó sú staðreynd að hún hefur dregið fram í dagsljósið ýmsa þætti í íslensku menningar- og þjóðlífi sem vom við það að lenda í glatkistunni að eilífu. Má þar t.d. nefna handverkið. Allt í einu áttuðu menn sig á því að erlendir ferðamenn höfðu mikinn áhuga á því að eignast minjagripi sem væm sérstæðir fýrir ísland. Nú er varla sá staður á landinu að ekki sé þar einhver handverkssala og byggist það handverk oft á gömlu handbragði þótt útfærslan sé oft með nýjum hætti. Það sama er í raun að gerast með íslenska matarmenningu, smám saman em ferðaþjónustuaðilar t.d. að átta sig á því að gamaldags íslenskur sveitamatur getur verö spennandi valkostur fyrir ferðamanninn. Fram til þessa hafa þó íslendingar veriðsvolítið óöryggir með það hvað sé flott og hvað sé púkó í íslensku þjóðlífi. Fæstum hefði sennilega dottið í hug fyrir áratug eða svo að ferðamenn myndu borga fyrir það að horfa á bændur mjólka kýr, eðakonuraðflaka fisk. Aukning milli ára Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að það sé varla til það sveijarfélag á landinu sem ekki hefur uppi einhver áform, leynd eða ljós, um að laða úl sín ferðamenn enda hefur feiða- þjónustu mjög verið hampað sem nokkurs konar bjargvætti hinna dreifðari byggða. Feiða- þjónusta er jú atvinnugrein sem gífurlegur vöxtur er í um allan heim og ekki að sjá annað en svo verði um ófyrirsjáanlega framtíð. Á síðastliðnu ári komu 232.000 erlendir ferðamenn til landsins og varþað 15,2% aukning milli ára og er það mesta aukning milli ára á þessum áratug. Þessir ágætu gestir okkar skildu eftir sig rúma 26 milljarða í þjóðarbúið þannig að eftir einhveiju er að slægjast. Aukning í komum erlendra ferðamanna virðist ætla að halda áfram þetta áriðog allt stefnir í að þeir verði á bilinu 250 þús. - 260þúsund. Á þessum áratug hefur komum erlendra ferðamanna fjölgað um rúm 6% á milli ára en sambærileg tala fyrir Evrópu er 3,5 % þannig að við megum vel við una. Hausatalan segir þó ekki nema hálfa söguna, það Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Hólaskóla. sem skiptir ekki síður máli er hve lengi gestimir og hvar þeir dvelja. Gistinætur erlendra ferðamanna voru rúmar ein og hálf milljón á síðasta ári og hafði þá fjölgað um 100 þúsund frá því árið 1997. Sú aukning skilaði sér þó engan veginn jafht á milli landshluta og hér á Norðurlandi vestra vaið engin aukning á gistinóttum erlendra feiðamanna milli áranna 1997 og 1998 og er það auðvitað áhyggjuefni. Það sem er kannski athyglisvert í tölum fyrir Norðurland vestra er að gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði raunar á deildarstjóri ferðamálabrautar hótel og gistiheimilum en fækkaði á öðmm gisústöðum en undir þann flokk heyra flestir ferðaþjónustubæimir. Frá Ferðaskrifstofu bænda fengust hins vegar þær upplýsingar að tæplega 30% aukning hefur orðið í bókunum á þessu ári og em það því jákvæðar frétúr. Sífelld vöruþróun Upphafi ferðaþjónustu bænda má rekja til ársins 1965 þegar Flugfélag íslands forveri Flugleiða, hóf að selja gisúngu á fimm bæjum víðs vegar um landið. Bæjunum fjölgaði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.