Feykir


Feykir - 03.11.1999, Side 4

Feykir - 03.11.1999, Side 4
4 FEYKIR 37/1999 Dagbók Rökkurkórsins í ferðinni miklu í Portúgal Rökkurkórinn í Skagafirði er ný- kominn úr miklu ferðalagi til Portúgals. Kórfélagar em mjög ánægðir með ferðina og Árdís Bjömsdóttir formaður segir að hún hafi verið sérlega velheppn- uð. „Svona ferð fer maður bara einu sinni á ævinni”, sagði Árdís, en hún hélt dagbók í ferðinni og koma þessi dagbókarbrot nú fyr- ir sjónir lesenda Feykis. 20. okt. Flogið til Algarve á Faro flugvöll. Þar beið rúta sem flutti okkur á mjög glæislegt hótel í Albufeira sem heitir Cerro da Alagoa og þar vorum við í fjórar nætur í mjög góðu yfirlæti. 21. okt. Skoðunarferð um héraðið, ekið var t.d. á suðvestasta hom megin- lands Evrópu sem kallaður er „- heimsendi”, en þar var rannsóknarstöð Hinriks sæfara. Kom hópurinn við í bæjunum Lagos og Sagres og kíkti í búðir. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í borginni Faro í stórglæsilegri kirkju sem var fagurlega skreytt, en kirkjan er helguð Pétri postula og heitir Igrecia Do Sao Pedro. 22. okt. Eftir hádegi var farið í skoð- unarferð til bæjarins Silves og gengið um gamla Máravirkið sem er frá dög- um Rómverja og áttum við sögustund með fararstjóra, sem býr yfir mikilli frásagnarsnilld sem hver sagnffæðing- ur gæti verið stoltur af. Þaðan var ekið um sveitina til Alte. Kvöldverður í boði Tavira bæjar. Tónleikar haldnir í boði bæjarstjómar Tavira í glæsilegri kirkju sem heitir Icrecia Do Carmo. Rökkurkómum var afarvel tekið og Hallfríður Hafsteins- dóttur var beðin að endurtaka ein- söngslagið sem hún flutti af miklu ör- yggi, við ákafan fögnuð áheyrenda. Söngstjóra og formanni fyrir hönd kórsins færðar fagrar gjafir af bæjar- stjóra sem og fékk gjöf frá kómum. 23. okt. Haldið til Faro til að skoða gamla bæinn og verslanir. Síðan farið áfram til bæjarins Loul’e en þar er sígauna- og bændamarkaður alla laug- ardaga, en þangað er skemmtilegt að koma og margbreytilegt mannlíf, og margt að sjá. Kvöldverðuríboði bæjarins Olha. Á hverju ári eru vor- og hausttónleikar sem standa yfir alla vikuna í Faro. Rökkurkómum var boðið að taka þátt í þessum hausttónleikum og var eini gestakórinn sem söng á móti heimakór þetta kvöld í kirkjunni. Þar var okkur sómi sýndur og söngstjóra, undirleik- ara og einsöngvara færðir fagrir blóm- vendir, en formanður f.h. kórsins hampaði þungum silfurskildi sem letrað var á Festival De Faro, Ao Coral Rokkurkórinn coral Ossónoba Faro out ‘99. 24. okt. Brottför frá Albufeira, lagt af stað noður og ekið um dreifbýlustu sveit landsins, um Beja og þaðan yfir nýja og glæsilega brú sem er 14 km löng yfir Tejo ána, til Falíma. En Fatíma er helgur staður sem fólk víðs vegar að í heiminum fer í pflagrímsför til. Þetta er staðurinn sem María mey birtist þremur bömum, sem vöktu yfir vellinum einu sinni í mánuði í tæpt ár þar til fyrri heimstyrkjöld lauk. Þaðan var haldið áffam norður til Bussaco, þar sem gist var eina nótt í glæsilegri gamalli konungshöll sem starfrækt er sem hótel. Þetta er ógleym- anlegur staður með hallargarði í Ifönsk- um fallegum stfl með syndandi svön- um í álögum. I hliðarálmu hallarinnar er gamalt klaustur og kapella þar sem fólk ástundar fyrirbænir.. 25. okt. Um hádegi var lagt af stað til Lissabon með viðkomu í Leira Alc- obaco og um Mafei en þar stendur stærsta höll landsins. Gist var í tvær nætur á Hótel Saboia. Vomm við þar í góðuyfirlæti. Hópurinn samankominn í konungshöllinni. Inngangurinn í klaustrið í konungshöllinni í Bussaco. 26. okt. Lagt af stað til Sintra, sem í hugum margra Portúgala samsvarar Þingvöllum í hjörtum okkar íslend- inga. Síðan var farin skoðunarferð um Lissabon og litið í búðir. Frjáls tími var eftirmiðdaginn í miðborginni. Fólk not- aði tímann til að líta á minnismerkið um landafundina miklu og margt fleira. Þar sem þetta var síðasta kvöldið okkar í Portúgal var ákveðið að fara í Fado veitingahús en þar er snæddur þriggja rétta kvöldverður á portúgalska vísu en á meðan sungu heimamenn fyrir okkur 2-3 lög með hálftíma milli- bili. Þessi söngur var mjög sérstakur og er í textanum verið að segja frá á- kveðnum atburðum á dramatískan hátt. Þessu ætti enginn að sleppa sem heim- sækirLissabon. 27. okt. Ekið meðfram ströndinni til Carcavelos. Koinum við í vínkjaUaran- um, Jose Maria da Fonseca Succ, og fengum hressingu. Þetta em úrvals vín sem einnig eru seld á Islandi. Þessi vínkjallari er gríðarlega stór og til- komumikill frá 1834 og í gegnurn hann fara um 18 milljónir lítra á ári. Þessi víngerð hefur verið í eigu sömu ættarinnar frá upphafi og nú er sjötti ættliður sem sér um víngerðinaen það er ung og falleg stúlka sem er leið- sögumaður og meðan við gengum um gamla vínkjallarann heyrðist munka- söngur á milli tunnanna. Allt er gert fyrir ferðamanninn, fortíðin færð til nú- tímans á skemmtilegan hátt. Frá þessum stað fómm við áfram til Algarve í veg íyrir flug á Faro flugvelli heim til Islands. Þá er fyrstu utanlandsferð Rökkur- kórsins lokið og vil ég nota tækifærö og þakka öllum sem tóku þátt í fað- inni. Fyrir hönd ferðafélaganna þakka ég ferðaskrifstofunni Urval/Utsýn og fararstjóranum Jóni Karli Einarssyni fyrir ógleymanlega og velheppnaða ferð. Ardís M. Bjömsdóttir form. Rökkurkórsins. Tindastólsmenn komnir á skrið í körfiiboltanum Tindastóli hefur gengið vel í körfu- bolanum að undanfömu. Tindastóls- menn lögðu Isfirðinga í deildarkeppn- inni fyrir vestan á föstudagskvöldið og síðan á laugardag sigmðu þeir lið Ár- manns/Þróttar auðveldlega í Bikar- keppni KKI, 115:69, og em því komn- ir áfram í keppninni, en tvö úrvals- deildarlið em úr leik, Þór Akureyri og Islandsmeistarar Keflavíkur sem töp- uðu fyrir Njaiðvík. Þetta var annar sigur Tindastóls- rnanna fyrir vestan, en blaðamaður Feykis gleymdi í síðasta blaði sigri sinna manna vestra í hitteðfyrra, en Tindastóll hefur jafnan átt í erfiðleikum með ísfnðinga á heimavelli. Leikmenn Kfl vom lítt stemmdir í upphafi leiks og áttu í nokkmm vanda- málum, bæði í vöm og sókn. Tinda- stólsmenn léku hins vegar prýðilega saman framan af og á sex mfnútna leikkafla breyttu þeir stöðunni úr 7:6 í 7:21 sér í hag. Leikmenn KFI tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik og tókst að jaíha leikinn, en öll orka virt- ist fara í það, því gestimir tóku leikinn í sínar hendur á lokamínútunum og sigmðu 73:58. Hjá Tindastóli bar mest á Kristni Friðrikssyni í þessum leik og þá var Láms Dagur Pálsson atkvæðamikill, skoraði m.a. þijár þriggja stiga körfur. Stig Tindastóls: Láms Dagur 16, Kristinn Friðriksson 15, Sune Hendrik- sen 12, Shawn Myers 11, Svavar Big- isson 7, Flemming Stie 7, Helgi Mar- geirsson 3 og Isak Einarsson 2. Næsti leikur Tindastóls í Epson- deildinni er gegn Skallagrími í Borgar- nesi annað kvöld. Skagamenn koma svo í heimsókn á sunnudagskvöld.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.