Feykir - 03.11.1999, Síða 5
37/1999 FEYKIR 5
„Laðaði til sín bæði menn og
dýr og trygglyndið einstakt“
Þaðfínnst kannski einhveij-
um að borið sé í bakkafullan
lækinn þegar minnst er enn einu
sinni á Pálínu Konráðsdótturfrá
Skarðsá og athöfn þá er fram fór
þar fremra íyrir skemmtu þegar
henni var reistur minnisvaiði. En
þetta var stórskemmtileg athöfn
og meðal þeirra er þama talaði
var fyrrunt nágranni Pálínu og
reyndar einnig fyrsti ritstjóri
Feykis, Baldur Hafstað.
Baldur var í sveit á Fjalli,
næsta bæ framan við Skarðsá, í
nokkur sumur. Nokkur sam-
gangur var milli bæjanna og
kynntist Baldur því Pálínu
nokkuð og líkaði vel við hana,
hreifst af ákveðni hennar og
skemmtilegum tilsvörum. A
þessum tíma var í sveit hjá
Pálínu Már nokkur Magnússon,
sem seinna varð stórsöngvari og
dvaldi í Vínarborg um tíma.
Þegar Már síðan hætti í vistinni
hjá Pálínu þá vildi hún endilega
fá Baldur í sveit til sín og hét
honum því að ef hann kæmi þá
fengi hann hest,, J>ú færð hann
Rauð”, sagði Pálína.
„Þetta var náttúrlega mjög
freistandi fyrir 11 ára gamlan
dreng að fá hest til umráða. Betra
gat það varla hugsast, en sjálf-
sagt hef ég ekki viljað búa til
spenna milli þessara nágranna-
heimila”, segir Baldur og hlær
við. „Allavega neitaði ég þessu
tilboði, sem var þó svo freist-
andi.”
En þótt heimur Pálína væri
að Skarðsá og hún færi ekki
mikið út fyrir þann stað, þá barst
hróður hennar víðar. Þegar þeir
t.d. hittust eitt kvöld í V ínarborg
Baldur Hafstað og Már Magn-
ússon, ágóðri stund í vínkjaUara
í borginni, þá var umræðuefnið
Pálína á Skarðsá og kynnin af
henni. Svo var einnig þegar
Baldur dvaldi í Winnipeg um
tíma og hitti þar Harald Bessa-
son frá Kýrholti sem þá var
doktor við Manitobaháskóla. Þá
var Pálína á Skarðsá enn um-
ræðuefnið, en Haraldur Bessa-
son var sá maður sem fyrstur
sléttaði móana neðan við bæinn á
Skarðsá og tún jarðarinnar vaið
til. Haraldur og félagi hans við
jarðýtustörfin, Sigurþór Hjör-
leifsson frá Messuholti, hrifust
mjög af því hvað Pálína sagði
skemmtilega frá, var góður
sögumaður.
En Baldur Hafstað hafði ekki
sagt skilið við Páhnu á Skarðsá
og vitjaði hennar alltaf annað
slagið. Svo sem eins og þegar
hann varorðinn ritstjóri Feykis,
en þá tók hann við hana viðtal í
blaðið. Baldur segir að um Pálínu
megi segja að hún hafi laðað til
sín bæði menn og dýr og trygg-
lyndi hennar við dýrin sé ein-
stakt. Sem dæmi um það nefnir
hann að á hveiju vori þegar sil-
ungurgekkuppíSkarðsána, þá
hafi jafnan lónað fiskur í lænu
við bakka árinnar. Pálína hafi
veitt þessum fisk eftirtek, hænt
hann úl sín með því að gafa hon-
um og fiskurinn hafi veriðaðinn
svo gæfiir að hún gat oiðið tekið
hann upp úr ánni dl að gefa hon-
um. Svona gekk þetta í nokkur
Stofnfundur
Skagafjarðardeildar
Búmanna
verður haldinn í dagvistardeild
Dvalarheimilisins á Sauðárkróki
sunnudaginn 14. nóvember kl. 14.
Á fundinn mætir m.a. formaður Búmanna
Guðrún Jónsdóttir og fulltrúi frá
íbúðalánasjóði.
Allir hvattir til að koma og kynna sér þá
kosti sem Búmenn bjóða.
Undirbúningsnefndin.
sumur. En síðan gerðist það þeg-
ar Pálína var fjarverandi, að
veiðimenn vom á feið við ána og
þessi væni fiskur kom strax á
hjá þeim. Þar með vom dagar
hans taldir, en þegar Pálína
komst á snoðir um þetta vaið
hún reið, mjög reið og hrygg,
enda þama búinn að missa einn
af vinum sínum.
Þessa sögu sagði Páhria
Baldri þegar hann tók við hana
viðtalið í Feyki á sínum tíma, á-
samt tveimur vísum sem hann
fór með við athöfnina að Skaiðsá
á dögunum.
Baldur Hafstað talar að Skarðsá. Hjónin í Vík til hægri.
ff
Skagafjörður
Hvað víljnm við með
Gamla bæinn á Króknum?
Vinna við stefnumótun fyrir Gamla bæinn, undanfari deiliskipulags,
er í gangi hjá umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar.
Af því tilefni verður á vegum nefndarinnar
Almennur fundur í Safnahúsinu
fímmtudaginn 4. nóvember kl. 20,30
Á fundinum mun Áslaug S. Ámadóttir arkitekt, skýra lokaverkefni
sitt frá Arkitektaskólanum í Árósum um skipulag Aðalgötu og
Skagfirðingabrautar og lýsa viðhorfum til Gamla bæjarins.
Almennar umræður, þar sem fundargestum gefst kostur á að lýsa
viðhorfum sínum til Gamla bæjarins.
Byggingarfulltrúi Skagafjarðar
Jón Örn Berndsen.
Vinnuvélanámskeið
Iðntæknistofnunar
80 tíma réttindanámskeið
í meðferð og stjóm vinnuvéla verður haldið á Norðurlandi vestra í
byrjun desember, ef næg þátttaka fæst (lágmark 14 manns)
Námskeiðið veitir rétt til verklegrar próftöku
á allar gerðir vinnuvéla.
Námskeiðið er kvöld- og helgamámskeið.
Verð kr. 34.900,- Visa, Euro, raðgreiðslur.
Upplýsingar og skráning hjá Vinnueítirlitinu á Sauðáritróki
í síma 453 5015 frá kl. 13,00 -17,00.