Feykir - 15.12.1999, Side 4
4FEYKIR 43/1999
Nú stöndum við
saman Skagfirðingar
Stemmning á kynningafundinum
um Hestamiðstöð íslands
Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar í ræðustól, næstur honum er Þórarinn Sólmundarson
fundarstjóri og einnig má sjá Bjama Egilsson, Stefán Guðmundsson og Vilhjálm Egilsson
sem sæti áttu í undirbúningshópnum.
Það var hugur í hestamönn-
um á kynningarfundi unr
Hestamiðstöð Islands, sem
haldin var í félagsheimilinu
Tjarnarbæ á Sauðárkróki sl.
lagardag, en þar kynnti undir-
búningshópur verkefnisins það
fyrir heimaaðilum. Greinilega
kom fram á fundinum að mik-
ill áhugi er meðal allra þeirra
aðila er tengjast hestamennsk-
unni í Skagafirði, og metnaður
til að nýta þetta tækifæri til
aukinnar atvinnusköpunar í
greininni. Segja má að há-
punktur þessarar stemmningar
hafi verið við lok fundarins
þegar Sveinn Guðmundsson
sté í ræðustól og sagði þetta
verkefni mesta tækifæri sem
gefíst hafi í hestamennskunni.
Hann þakkaði framgöngu
sveitarstjómar Skagafjarðar í
málinu, þar sýndu menn
greinilega skilning þó svo að
þeir sæjust sjaldan eða aldrei á
hestbaki. Þá þakkaði Sveinn
sérstaklega fylgni Vilhjálms
Egilssonar við málið og sagði
það ekki koma sér á óvart því
hann þekkti vel þann rann sem
þeir bræður kæmu úr, Vil-
hjálmur og Bjami; sem sæti átti
í undirbúningshópnum, eftir
áralangt farsælt samstarf við
föður þeirra Egil Bjamason að
hrossaræktarmálum. „Og ég
vil bara segja að nú stöndum
við saman Skagfirðingar”,
sagði Sveinn og hlaut dúndr-
andi lófaklapp fyrir. Þar var
greinilegt að foringinn talaði.
í upphafi fundarins kynnti
Vilhjálmur Egilsson alþingis-
maður verkefnið. Sagði Vil-
hjálmur að nú riði á að hesta-
menn sýndu samstöðu og út-
sjónarsemi og nýttu þetta tæki-
færi. Þarna væri miklum fjár-
munum varið, bæði frá ríki og
ekki síður sveitarfélaginu til
þessarar atvinnulegu uppbygg-
ingar tengda hestinum. Vil-
hjálmur sagði þetta í raun í
fyrsta skipti sem svo beinn
stuðningur kæmi við hesta-
mennskuna í landinu. Hesta-
mönnum væri þama sýnt mik-
ið traust, það væri verið að
veðja á þeirra áræði og þekk-
ingu, og ekki veitti af að efla þá
faglegu starfsemi hér í landinu,
til að okkur takist að halda því
forskoti sem við höfum, en í
öðrum löndum þar sem ís-
lenski hesturinn er ræktaður,
fjölmörgum, hefur fæmi í
ræktun og reiðmennsku verið
að aukast mjög á seinni árum.
Vilhjálmur sagði að menn von-
uðust til þess að peningarnir
rnundu ávaxta sig vel í þessari
starfsemi og hafa margfeldis-
áhrif, þannig að miðstöðin sjálf
yrði óþörf eftir fimm ár, eins
og hugmyndin á bak við verk-
efnið gerði ráð fyrir.
Bjami Maronsson formaður
Hrossaræktarsambands Skaga-
fjarðar sagði að þeir 200 aðilar
sem væm félagar í sambandinu
tækju þessu verkefni fagnandi.
„Við verðum að vanda okkur
við ræktunina og fara vel með
þessa peninga. Ef við Skagfirð-
ingar kunnum ekki nú þegar að
fara með peninga þá hljótum
við að geta lært það sagði”,
Bjami.
Gísli Gunnarsson forseti
sveitarstjómar Skagafjarðar
sagðist vonast til að vel tækist
til með verkefnið og til stjóm-
unar þess veldust „toppmenn”
eins og hann orðaði það, en
gert er ráð fyrir að þrír staifi að
Hestamiðstöðinni til að byrja
með. „Eg vona að þetta skili
sér bæði í fjárhagslegu,
byggðalegu og menningarlegu
tilliti”, sagði Gísli.
Margir fleiri tóku til máls
og ýmiss mál bám á góma, svo
sem reiðvegamál og reiðleiða-
mál.
Tvö verkefni
Það var fyrir síðustu helgi
sem skrifað var undir tvö átaks-
verkefni til eflingar hrossarækt-
ar og hestamennsku.
Það var framangreint átaks-
verkefni - tilraunaverkefni í
Skagafirði sem hlotið hefur
heitið Hestamiðstöð íslands.
Markmið samningsins er að
stuðla að aukinni fagmennsku
í atvinnustarfsemi tengdri ís-
lenska hestinum, s.s. ræktun og
ferðaþjónustu. Enfremur að
efla hestaíþróttir og hesta-
mennsku. Um er að ræða fimm
ára verkefni. Arlegt framlag
ríkisins til verkefnisins er 25
milljónir, sem skiptist þannig
að forsætisráðuneyti (ráðuneyti
byggðamála) menntamála-
ráðuneyti og samgönguráðu-
neyti greiði 5 milljónir hvert og
landbúnaðarráðuneyti lOmillj-
ónir. Þá leggur sveitarfélagið
Skagafjörður fram 15 milljón-
ir árlega til verkefnisins.
Hinn samningurinn er milli
landbúnaðarráðherra og Félags
hrossabænda, Landssambands
hestamannafélaga, Félags
tamningamanna og Bænda-
samtaka íslands um 5 ára
átaksverkefni um gæðastefnu í
ræktun, tamningu, þjálfun,
sölu, kynningu og notkun ís-
lenska hestsins. Arlegt ffamlag
ríksins til þessa verkefnis er 15
milljónir.
Markmið samningsins er að
stuðla að fagmennsku innan
greinarinnar, aðlaga stærð
hrossastofnsins markaðsað-
stæðum, ræktunamiarkmiðum
og markmiðum um sjálfbæra
landnýtingu, styrkja félagslega
samstöðu hrossabænda og
hestamanna og auka arðsemi í
greininni.
Síðasta blað ársins
21. desember
Síðasta blað Feykis fyrir jól og á þessu ári kemur
út þriðjudaginn 21. desember. Auglýsendur og þeir
sem þurfa að koma tilkynningum í blaðið eru
beðnir að koma því efni til skila í tíma.
Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf.
Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,
550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703.
Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is.
Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Sesselja
Traustadóttir og Öm Þórarinsson.
Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð-
brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður
Ágústsson og Stefán Ámason.
Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og
umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.
Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs-
fréttablaða.