Feykir - 15.12.1999, Side 11
43/1999 FEYKIR 11
Frá fermingarveislu Guðrúnar einkadóttur Eyþórs og Sissu, sem einnig var um tíma organisti í Sauðárkróks-
kirkju. Sitjandi frá vinstri: Sigrún Haraldsdóttir Akureyri, Jóhanna Þorsteinsdóttir Sauðárkróki, Valgarð
Blöndal Sauðárkróki, Sigríður Stefánsdóttir Sauðárkróki, fermingarbarnið Guðrún Eyþórsdóttir, Ragnhildur
Helgadóttir og séra Helgi Konráðsson. Börn frá vinstri: Hulda Vilhjálmsdóttir, Stefán og Guðrún Jörundsbörn
frá Hrísey. Standandi frá vinstri: Vilhjálmur Hallgrímsson, Heiðbjört Oskarsdóttir og Jóhanna Blöndal, öll
Sauðárkróki og Guðrún Stefánsdóttir Reykjavík. Myndin er úr safni Kristjáns C. Magnússonar.
og frásagnir sem gaman var að heyra
og mikill fróðleikur um leikstarfsemi
hér á Krók. Þetta var í eina skiptið
sem við Eyþór ræddum leikstarfsemi
hér í bæ. Hann vildi ekki mikið um
það tala, heldur tónlist og mannlífið
almennt.
En örlög þeirra búninga sem þama
komu af geymslulofti urðu grimm ef
svo má að orði kveða. Þeim var kom-
ið fyrir í búningageymslu leikfélags-
ins. Leikfélag Sauðárkróks hefur
alltaf búið við þröngan húsakost og
stöðugt bættist við af búningum sem
fólk í bænum var að gefa og þetta
vom orðin mikil þrengsli. En þá kom
til starfa duglegur búningavörður sem
tók duglega til í geymslunni og
hringdi til Helgu Hannesdóttur sem
þá var formaður og bað hana að koma
og sjá tiltektina. Og Helga mætti í
Leikborg og sá að allt var komið í röð
og reglu á herðatrjám og undir plast.
„En gömlu búningamir okkar”, spurði
Helga. „Ég henti öllu gamla
draslinu”, sagði búningavörðurinn.
Helga er ennþá að tala um þetta atvik.
Og þá aftur að þessu viðtali við
Eyþór sem getið var í upphafi. Mig
bar að garði í rökkurbyrjun, þegar
Tindastóll var að verða dökkur og
kaldur í húminu, hef ég skrifað í inn-
gangi að viðtalinu. Og mér var tekið
af mikilli alúð. Fyrst ræddum við um
veðrið og vomm sjálfsagt að vega og
meta hvorn annan. Svo fór Eyþór að
tala um skauta- og sleðaferðir fram
Vötn alla leið fram í Varmahlíð. Og
síðan um Krókinn og þær breytingar
sem orðið hefðu á byggðinni og íbú-
unum. Ekki allar til bóta þótti honum.
Ræddi þennan hraða sem einkenndi
lífið í dag. Aður fyrr hefðu menn haft
meiri tíma og þess vegna komið ýmsu
í verk sem nú ynnist ekki. Síðan vék
hann talinu að kirkjunni og starfí sínu
þar og ég man ég hugsaði að þetta yrð
ekki skemmtilegt samtal, að fara
norður í land og hitta þar tónskáld og
ræða um kirkjustarf. En þetta þróaðist
með öðmm hætti. Hann vék að upp-
hafi kirkjunnar hér á Króknum og
þeim merkilega þætti sem hún ætti í
menningarsögunni hér. Og það var
gott að njóta samfylgdar Eyþórs inn í
þá merkilegu sögu og ætið síðan hef
ég horft öðmvísi á Sauðárkrókskirkju
en aðrar kirkjur.
Eyþór skrifaði þátt um móður sína
Guðrúnu Jónasdóttur í ritsafnið Hús-
freyjan, móðir mín. Og þar er fallegur
kafli um kirkjuna og sönginn og
bemskuheimili Eyþórs og vísa ég til
þeirra skrifa.
í þessu samtali við Eyþór sagði
hann frá vem sinni við fuglatekju í
Drangey og þeim atburði þegar Frið-
rik Jónsson hrapaði til bana. Eyþór
var stokkamaður og sá að tveir þræð-
imir vom í sundur þegar upp var dreg-
ið. Eftir þennan atburð kom hann ekki
aftur í Drangey en hafði þó verið þar
níu vor. Svo fór hann að tala um Jón
Þ. Bjömsson skólastjóra og þau áhrif
sem Jón hefði haft á líf sitt og það
gætti bæði virðingar og þakklætis
þegar þessi kynni vom rifjuð upp.
Svo vék ég talinu að leiklistinni og
Eyþór svaraði: „Það má vel vera að
ég hafí fengist eitthvað við leiklist en
við skulum ekki tala mikið um það.“
Hann fór að segja ífá námsferðum til
Reykjavíkur og Hamborgar. Og í
framhaldi af þessu spurði ég Eyþór
hvert laga hans væri í mestu uppá-
haldi hjá honum. Og svar hans kemur
hér.
„An efa held ég að það sé. Nóttin
með lokkinn ljósa”, sagði Eyþór.
„Mér er það lag sérstaklega hugleik-
ið, það varð til við sérstakar aðstæður.
Ég held að flest fólk viti að svona
nokkuð verður ekki til nema góð
stemming sé fyrir hendi.
Ég var hér verslunarmaður í um
tuttugu ár hjá Kristjáni Gíslasyni. Á
þessum ámm vom dagblöð notuð til
að pakka inn vömnum. Ég man, að
t.d. var Politiken mikið notuð til inn-
pökkunar. Nú er það einn daginn að
ég er að pakka inn og að þessu sinni
með Lesbók Morgunblaðsins. Þá
verður fyrir mér kvæði eftir Jóhann
frá Flögu, sem hét þessu nafni „Nótt-
in með lokkinn ljósa.” Ég leit aðeins á
það og varð strax hrifínn af því og
lagði blaðið til hliðar og tók það svo
með mér heim um kvöldið og lagði
það á orgelið mitt og hugsaði að ég
skyldi athuga þetta síðar í góðu tómi.
Svo leið vikan, og næstu helgi á eftir
ætlaði ég ásamt fleira fólki í reiðtúr
hér fram í sveit. Það átti að leggja af
stað klukkan sex á sunnudagsmorg-
unninn, en ég vaknaði klukkan fjögur
og fór á fætur. Uti var einstakt veður.
Sumardýrð og sólin nýkomin upp yfír
austurfjöllin, og ég komst í einhverja
sérstaka stemmingu, og þá varð þetta
lag tU. Ég settist niður við hljóðfærið
og punktaði þetta niður. Ég var í þessu
sérstaka skapi allan daginn og ferðin
var mjög ánægjuleg, og alla leiðina
heyrði ég þetta lag. Þegar ég kom
heim um kvöldið, gekk ég frá því
áður en ég sofnaði til að halda þessari
dásamlegu stemmingu. Þetta er það
lag mitt, sem mér þykir vænst um. Ég
veit ekki hvort þetta er besta lgið mitt,
en mér hefur alltaf fundist einhver sér-
stök birta yfir þessu lagi”.
Ég spurði Eyþór hvor listgreinin
ætti meiri ítök í honum, liklistin eða
tónlistin og hann svaraði af bragði:
„Tónlistin hefur allaf átt miklu meiri
tök í mér.“
Og þannig lauk þessu jólasamtali
1962. Það átti fyrir mér að liggja að
fara tvisvar á leiksvið með Eyþóri.
Það var í Skugga- Sveini 1971 og ís-
landsklukkunni 1976. Efirminnilegt
vegna þess að hann nálgaðist hlut-
verkin með öðmm hætti en við hin.
Og textaflutingur hans var einstakur.
Að heyra Eyjrór fara með ljóð var ein-
stök kennslustund í íslensku.
Ég hef hér hlaupið á nokkmm
minningum tengdum Eyþóri Stefáns-
syni. Það væri margt sem hingað ætti
erindi á þessar síður, honum tengt.
Það bíður annarrar stundar. Hann var
einstakur maður að kynnast og þegar
hugsað er til þessara liðnu samveru-
stunda er hún Sissa, konan hans ekki
langt undan.
Þau vom einstök!
Körfubolti karla og kvenna
Sigrar á Þórsurum
og ísfirðingum
Körfuboltafólki Tindastóls hefur
gengið bærilega í keppni síðustu vik-
una. Meistaraflokkur karla sigraði Þór á
Akureyri nokkuð sannfærandi 77:68 á
föstudagskvöldið og er liðið nú í einu af
efstu sætum deildarinnar með 14 stig.
Tindastólsstrákamir gjörsigmðu síðan
Stafholtstungnamenn í 16-liða úrslitum
Bikarkeppni KKI með rúmlega 90 stiga
mun, sem eru fáheyrðir yfirburðir enda
er um stigamet hjá Tindastóli að ræða,
liðið skoraði yfir 140 stig.
Kvennaliðið náði að bæta við stigum
um helgina þegar það mætti ísfírðing-
um á Króknum í tveim leikjum. Þær ís-
fírsku komu ákveðnari í fyrri leikinn og
sigmðu með um 10 stiga mun, en
Tindastólsstúlkumar sném taflinu við í
seinni leiknum og sigruðu þá með 15
stigum. Stelpumar hafa staðið sig ágæt-
lega í vetur þrátt fyrir að vera í neðsta
sætinu eins og er. Framfarimar em
greinilegar og þær eiga ömgglega eftir að
bæta stöðu sína í deildinni seinna í vetur.