Feykir


Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 8
9. febrúar 2000,6. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill 1 KJORBOK ✓ Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki islands _______í forystu til framtíðar " ^Útibúið á Sauðárkrókl - S: 453 5353 . Það er jafnan líf og fjör þegar dægurlagakeppnin fer fram. Góð þátttaka í Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks Óvissa um framhald Staðardagskrár 21 Þátttaka var mjög góð í dæg- urlagakeppni Kvenfélags Sauð- árkróks, en frestur til að skila lögum rann út um miðja síðustu viku. Alls bárust 66 lög og mun nýskipuð dómnefnd taka til við að velja 10 bestu lögin á allra næstu dögum. Að sögn Helgu Dagnýjar Arnadóttur framkvæmdastjóra keppninnar komu lögin héðan og þaðan af landinu og leikur gmnur á að margir að bestu laga og textahöfundum landins séu meðal þátttakanda, en skylt var að skila lögunum undir dulnefni. Það er Eiríkur Hilmisson sem hefur tekið að sér að koma sam- an hljómsveit til að flytja þau 10 lög sem komast í úrslit og að- stoða lagahöfúnda við útsetningar. Úrslitakvöld dægurlaga- keppninnar verður föstudaginn 5. maí, í Sæluvikunni, og segir Helga Dagný góðar líkur á því að samningar takist við Útvarp Norðurlands um kynningu á lög- unurn og beina útsendingu frá keppninni. „Ég held að sveitarstjómar- fulltrúar sem tóku ákvörðun um að fara í þetta verkefni, hafi ekki gert sér grein fyrir hvað lægi á bak við verkefnið Staðardagskrá 21, en það er gríðarlega um- fangsmikið og kostnaðarsamt, ef vel á að vanda til”, sagði Helgi Sigurðsson á fundi sveitarstjóm- ar Skagafjarðar í síðustu viku. A fundinum kom fram að óvissa er um hvort verkefninu verði fram- haldið þar sem því miði mjög hægt og upplýsingaröflun og vinna öll sé mun meiri og málið umfangsmeira en menn kannski gerðu sér grein fyrir í upphafi. Helgi, sem er einn fulltrúa í fnrim manna nefnd sem um um- hverfisverkefnið Staðardagskrá 21 hafa fjallað, segir að fundir hafi verið haldnir einu sinni til tvisvar í mánuði frá liðnu sumri en því miði mjög hægt þar sem að upplýsingaöflun sé gríðarleg og verkefnið umfangsmikið. Þá hafi það háð starfi nefndarinnar að hún hafi ekki starfsmann sér til aðstoðar, en mörg sveitarfélög hafa ráðið starfsmann til að vinna að verkefninu, a.m.k. í hutastarfi. „Það kemur allt inn í þetta verk- efni, aðalskipulag, deiliskipulag, svæðaskipulag, vatnsöflun, vatnsvemd o .s. frv. Við emm t.d. ekki búnir með aðalskipulag fyr- ir Skagaijörð og jafnréttisáætlun hefur ekki verið afgreidd”, segir Helgi og lét þá skoðun f Ijósi á fundi sveitarstjómar í síðustu viku að þessi mál ætti að skoða í heild sinni og spuming hvort ekki ætti að fresta verkefninu Staðardagskrá um sinn, þangað til frekari mótun hefði átt sér stað á Sveitarfélaginu Skagafirði. Helgi vék að svæðisskipulagi fyrir Skagafjörð, nauðsyn þess að ráðast í þá vinnu, en fyrir ligg- ur skýrsla og tillögur að skipu- laginu sem gerðar vom fyrir nokkmm ámm. Sveitarstjóm Skagafjarðar hefur nú ákveðið að Jón Öm Bemdsen og Sigrún Alda Sighvatsdóttir verðir full- trúar sveitarstjómar í samstarfs- nend um svæðiskipulagið. Herdís Sæmundardóttir for- maður Byggðaráðs, sem einnig á sæti í nefndinni um Staðardag- skrá, var sammála Helga um að nefndin yrði að fara að taka ákvörðun um það hvort halda ætti áfram með verkefnið, eða fresta því tímabundið. Ljóst væri að ef verkinu yrði haldið áfram þyrffi að leggja í það nokkra pen- inga, en fram kom í máli Helga að Stefán Gíslason verkefnis- stjóri áliti að ekki væri ofáætlað að til þess yrði að verja um fimm milljónum á næstu fimm ámm. Herdís sagði að engu að síður hefði það orðið nefndarmönnum mjög gagnlegt að fást við þessa vinnu. Umræðan í sveitarstjóm- inni varð að hluta til vegna náms- efnis í umhverfismálum sem byggðaráð hefur ákveðið að kaupa af Iðntæknistofnun. Her- dís sagði að það tengdist ekki Staðardagskrárverkefinu og kostaði einungis á þriðja tug þús- unda. Litið væri til þess að náms- efnið mundi gagnast vel í ýms- um stofnunum sveitarfélagsins, þar með talið í skólunum. Villan friðuð Húsfriðunamefnd ríkisins hefur ákveðið að friða Villa Nova á Sauðárkróki. Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar sagði á fundi f síðustu viku að Villa Nova væri ákaflega merkilegt og glæsilegt hús og endurgerð þessi yrði að framkvæma á þann hátt að það yrði „al- mennilegt’’ og sveitarfélaginu til sóma. „Og það skiptirengu máli hver á húsið”, sagði Gísli. en það er í eigu hóps eða félags sem lengi vel var kennt við Alþýðubandalagið á Króknum. Menningarhúsið á dagskrá Svo virðist sem umræður um menningarhús séu að vakna í Skagafirði. Menningar- íþrótta og æskulýðsnefnd tók málið til umfjöllunar í fundi sínum nýlega og var þar ákveðið að stefna að opn- um borgarafundi um málið. Sem kunnugt er lagði forsætisráðherra Davíð Oddsson fram áætlanir um byggingu menningar- húsa á landsbyggðinni, sem einn lið af byggða- áætlun ríkisstjómarinnar. Forsætisráðhena setti þessi áform á flot í lok árs 1998, og var Sauðár- krókureinn nokkurra staða úti á landi sem nefnd- ir voru sem álitlegir fyrir menningarhús. Á fundi sveitarstjómar Skagafjarðar í síðustu viku lýsti Stefán Guðmundsson fyrrverandi þing- maður yfir ánægju sinni með ákvörðun ráðherr- ans og að nú væri búið að opna fyrir jákvæða og vonandi frjóa umræðu um þetta mál innan sveit- arstjómarinnar. Stefán sagðist vilja koma því á framfæri að hann teldi mjög mikilsvert að í þetta verið settur öflugur starfshópur, sem yrði þannig skipaður að flest sjónarmið kæmu þar inn við upphaf málsins. „Ég tel það mjög mikilsvert að það verði sveit- arstjórnin sjálf sem að lokum kýs þennan starfs- hóp, þannig staðfesti sveitarstjómin áhuga sinn á þessu máli. Mér er það ljóst að hér emm við ekki að tala um verkefni sem eigi að rjúka í fljótlega, geri mér grein fyrir að þetta er mál sem þarf mik- inn undirbúning og því legg ég áherslu að til máls- ins verði fengnir hinir bestu aðilar sem þekkja vel til í hinum ýmsu málaflokkum sem þetta hús muni trúlega hýsa”, sagði Stefán. ...bílar, tiyggingar, bækúr, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, jjósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBcJABS SUBURGÖTU 1 SÍMI 463 5960 Kodak Pictures KODAKEXPRESS gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.