Feykir


Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 6/2000 Skagafjörður Þjónustu- fulltrúum verður fækkað Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar í síðustu viku var boðað að þjónustufulltrúum sveitarfé- lagsins yrði fækkað. Sveitar- stjóri segist frekar eiga von á því að tillaga í þessa veru verði borin upp á næsta fundi sveit- arstjómar. Frá sameiningu hafa þjónstufulltrúar verði starfandi í hlutastöfum á Hofsósi, í Varmahlíð, í Fljótum, út á Skaga og fram í Lýtingsstaða- hreppi. Snoiri Björn Sigurðs- son sveitarstjóri segir að staðið hefði verið við þau fyrirheit sem gefin voru fyrir samein- ingu um þjónustufulltrúana, en hins vegar hefði þetta fyrir- komulag ekki gefist vel og því findist mönnum þörf á breyt- ingum. Afram verður starfandi þjónstufulltrúi í Varmahlíð, en óvíst hvemig þjónustu á Hofs- ósi verði hagað, en aðrar stöð- ur þjónustufulltrúa verða líklega lagðarniður. „Skagstrendingur á að vera sjálf- stætt fyrirtæki" Segir Adolf H. Berndsen stjórnar- formaður Skagstrendings ¦ M i | ' ^h^ „Þetta er mjög samstíga hópur hluthafa og vitaskuld líst okkur fulltrúum Höfðahrepps í stjórn Skagstrendings vel á þau eigendaskipti sem urðu á bréfum í félaginu á dögunum, enda stóðum við þar að málum. Það var ljóst að samkomulag var ekki í stjórninni við Sam- herjamenn, en við höfum reynslu af því að vinna með þessum hóp hluthafa og ég er sann- færður um að menn munu leggjast á eitt með að styrkja stöðu Skagstrendings ", segir Adolf H. Bendsen stjórnarformaður Skagstrend- ings. Það var alveg ljóst að Skagstrendingum leíð ekkert sérlega vel eftir að Samherjamenn keyptu hlut Sfldarvinnslunnar í Skagstrendingi á liðnu sumri og höfðu greinlega fullan hug á því að ná yfirráðum í félaginu. Það liggur því beint við að spyrja Adolf hvort mönnum hafi ekki létt þegar Samherji var búinn að selja bréfin og snúa sér á önnur mið. „Nei það er ekkert við Samherjamenn að sakast þó svo að samkomulag hafi ekki náðst í stjórn félagsins meðan þeir voru þar. Við hér á Skagaströnd höfum alltaf vitað að Skagstrend- ingur væri vænlegt fyrirtæki og þess vegna hafa hlutabréfin í félaginu selst á góðu gengi. En við höfum verið andsnúnir þeim sameiningarhug- myndum sem upp hafa komið. Það er ekkert nýtt að við höfum þurft að sprorna á móti við- leitni hjá stórum hluthöfum í fyrirtækinu varð- andi sameiningaráform. ÚA var stór eignaraðili á sínum tíma á undan Síldarvinnslunni og báðir vildu þessir aðilar fara út í sameiningu. Við telj- um að Skagstrendingur geti og eigi að vera sjálf- stætt fyritæki. Rekstur þess hefur gengið mjög vel síðustu misserin og fyrirtækið hefur um tíð- ina verið að styrkja sig með kaupum á rækju- vinnslu Hólanes á sínum tíma, Dvergasteini á Seyðisfirði og síðast hlut í Nasco", sagði Adolf H. Berndsen stjórnarfoimaður Skagstrendings. Höfðahreppur keypti á dögunum 5% hlut í Skagstrendingi til viðbótarþeim 21 % sem félag- ið átti áður. Fyrir þessi 5% greiddi hreppurinn 170 milljónir króna, en samkvæmt gengi bréf- anna í dag er eign Höfðahrepps í Skagstrendingi rúmlega 800 milljónir. Þegar andskotast var út í þá fyrir sunnan Héraðsfréttablöðin hafa oft legið undir ámæli um að halda uppi halllærislegum áróðri gegn höfuðborgarsvæðinu. Sérstak- lega var þetta í hámæli þegar sú var tíðin að lesið var upp úr leiðurum héraðsfréttablað- anna í sérstökum þætti í ríkisútvarpinu. Þar þótti safnast saman hinn mesti sori, þar sem andskotast var á höfuðborgina okkar lon og don. Það var eins og allt slæmt kæmi að sunnan og þar byggi vondir ráðamenn sem létu ekkert t.ækifæri úr greipum sér ganga til að klekkja á blessaðri landsbyggðinni. - En kannski þetta hafi svo bara virkað öfugt eftir alltsaman, landsbyggðafólk upp til hópa hafi uppgötvað þennan „lúmska áróður" héraðsfréttablaðanna, og það sé kannski helsta ástæðan fyrir því að fólk flytji umvörpum í „ sæluna fyrir sunnan." Undirrituðum er það mjög eftirminni- legt þegar hann hitti hinn mikilsmetna og ástsæla leikara Gísla Halldórsson út á Höfða á Höfðaströnd um árið, þegar tökur voru að hefjast á hinni margverðlaunuðu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar. Gísli var Skagfirðingum að góðu kunnur, var búinn að vinna með leik- urum á Sauðárkróki margoft, meðal annar við uppsetningu stórverksins, Islands- klukkunnar eftir Nóbelsskáldið Kiljan. Þegar Gísli fregnaði að komumaður væri frá héraðsfréttablaðinu þá hló hann og sagði. „Þegarég heyri boðskapinn frá ykk- ur blaðamönnum héraðsfréttablaðanna í þættinum í útvarpinu, þá dettur mér alltaf í hug þýskt blað sem gefið var út á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir. Öfgarnir eru svipaðar, það hallast ekkert á", sagði Gísli. Blaðamaður tók þessu góðlátlegu gríni vel, fyrst það var Gísli. Hann komst upp með það, en það er ekki víst að annar hefði gert það. Það er oft sagt við okkur sem skrifum í héraðsfréttablöðin. „Þið eigið umfram allt að flytja jákvæðar og uppbyggilegar frétt- ir." Vitaskuld er það miklu skemmtilegra, en oft verður ekki hjá því komist að greina frá hlutum sem eru miður skemmtilegir. Að sama skapi yrði það sjálfsagt líka ósköp þreytandi ef lofvellan og dýrðarljóminn væri allsráðandi. Því verður ekki á móti mælt að þróunin hefur verið heldur niður á við á lands- byggðinni síðustu áratugina. Þó hefur held- ur verið að lifna yfir hlutunum á einstaka svæðum síðustu misserin og vonandi verð- ur svo áfram og víðar á næstu árum. Það þýðir minnsta kosti ekki að falla í bölustu svartsýni. Sé það raunin að héraðsfréttablöðin hafi haldið uppi lúmskum áróðri um að allt sé ómögulegt fyrir sunnan, þá er sú baráttuað- ferð gengin sér til húðar. Það þýðir þó ekki að tekin verði upp sú aðferð að blessa höfðuborgarsvæðið óspart og hvetja alla til að flytja héðan að norðan, í „lífsþægindin fyrir sunnan". - En engu að síður er alltaf gaman að hugsa til þess tíma þegar allt var í upp- sveiflu út um landið. Það var á áttunda ára- tug, síðustu aldar segja sumir, þegar skut- togaraöldin gekk í garð og byggðirnar blómstruðu. Byggingarlóðimar runnu út eins og heitar lummur og allir sem vettlingi gátu valdið fóru að byggja. Meira að segja þó svo þeir væru ekki einu sinni komnir með kærustu hvað þá annað, og stæðu með tvær hendur tómar eins og sægreifarnir gerður áður en þeir urðu sægreifar. - Það hlyti hvort eð er að koma að því að hún kæmi á krókinn. Þá var unnið myrkranna á milli og gaman að lifa, sældarlíf mikið. - Hvort þessir tímar komi nokkum tíma aftur? Nei kannski ekki svona öfgafullir, en vonandi fer nú að komast meira jafnvægi á þessa blesssuðu byggðaþróun en verið hef- ur. ÞÁ. Af götunni Mesta menningin „Það er geysilegt fjör á þorra- blótunum og fólk kemur til að skemmta sér rækilega. Fólk leggur mikið í undirbúning blót- anna og skemmtiatriðin eru mjög vönduð. Mér finnst þetta vera með meiri menningarvið- burðum, kannski aðalmenningin núorðið", segir Geirmundur Val- týsson en hann hefur lengi haft af þorrablótunum að segja og núna leikur hljómsveit hans á hvorki fleiri né færri en átta þorrablótum. Síðasta föstudags- kvöld var eina helgarkvöldið frá því þorrinn byrjaði sem hljóm- sveitin var ekki að spila. Hljómsveit Geirmundar hef- ur verið að leika fyrir dansi á þorrablótum hér heima og einnig syðra: á sameginlegu blóti Ölf- usmanna og Þorlákshafnarbúa í Þorlákshöfn um síðustu helgi, hjá Patreksfirðingafélaginu í Reykjavík og á blóti í Vogum á Vatnsleysuströnd. Steinninn máttugi I svokölluðum annálum á þorrablótum fá þeir gjaman sinn skammt sem eru áberandi í sam- félaginu og menn geta varla talist gildandi ef þeir fá ekki smáskot frá þorrablótsnefndinni. A blótinu á Hofsósi á dögunum var Valgeir Þorvaldsson á Vatni vitaskuld í sviðsljósinu og höfð- að þar til sjónvarpsþáttar um frumkvöðulinn Valgeir skömmu áður. Eins og fram kom í þeim þætti á Valgeir sér stein, ekki helgan þó, sem hann sest gjarn- an á ef góðra hugmynda og snjallræða er þörf. Guðrún kona hans, er einnig sögð hafa trölla- trú á áhrifamætti steinsins eins og maður hennar, og þegar Val- geir er að erindast í útlöndum, svo sem í íslendingabyggðum Vesturheims, þá segir þorrablóts- sagan að stundum bregði fyrir ótta hjá húsfreyjunni á Vatni að áhrifamætti steinsins góða þverri og nú sé hætta á að húsbóndinn tali eitthvað af sér. Reyndar sagði sagan einnig að vegna þrá- setu og skaksturs Valgeirs á steininum hafi hann verið orðinn svo eyddur og smár að Guðrún kona hans gangi nú með hann sem men um hálsinn. Fundað í Lödunni „Ladan hennar Öllu Rögg fór stundum hægt um bæinn og stoppaði af og til fyrir framan hús og þar var flautað og kona kom út og settist upp í bflinn og svo var haldið á næsta áfanga- stað. Mér var sagt að stjórnar- fundir Öldunnar væru haldnir í þessari Lödu." - Jón Ormar á blóti Öldunnar. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjórí: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Arnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.