Feykir


Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 6/2000 Minkaplágan í landinu H. KAFLI Þetta er hérna á Stöð tvö, sagði einhver í hinum endanum - gróf karl- mannsödd. Það var ekki kona - með sykursæta rödd - að selja bækur - ónei, það er ekki verra að hafa tilbreytingu. Stöð tvö? kváði ég, ertu að meina rásina, Rás tvö ? í Útvarpinu? Ne-ei, sagði hinn,'þetta er Stöð tvö, Sjónvarpið. Það munar ekki um það, hugsaði ég. Hvað kemur til, spurði ég - alveg dolfallinn. Sjónvarpið að hringja. Ertu með rétt númer? Já, það skulum við vona - sagði röddin í símanum. Eg er hérna frétta- maður á Stöð Tvö, að fá staðfestingu á frétt. Og hann kynnti sig með nafni - þessi maður, en ég er svo gleyminn að það fór inn um annað - og út um hitt - auðvitað um leið. Ég kem af fjöllum, sagði ég. Var minnkurinn að drepa allar hænurnar þínar? var næsta spurning þessa manns. Hverskonar fréttamennska er þetta, sagði ég, þú fréttamaðurinn sjálfur, að frétta þetta fyrst núna. Já - sagði hinn, þetta var í Dagblað- inuímorgun. I Dagblaðinu - ja - nú er ég hlessa, sagði ég, og það er hálfur mán- uður síðan þessir atburðir gerðust í pútnahúsinu mínu, - þið að frétta þetta fyrst núna - fyrir sunnan. Þið fylgist með - eða hitt þó heldur. Þetta var í öllum blöðum hér fyrir norðan strax daginn eftir, meira að segja í Feyki. Feyki, kváði hinn, eins og hann hefði aldrei heyrt það nafn áður - vissi varla hvað væri. Já - aðalblaðið okkar, sagði ég. Hefurðu aldrei heyrt það nafn áður? Fylgist þið ekki með nokkrum sköpuð- um hlut, þama fyrir sunnan - því, sem gerist úti á landinu? Manninum í símanum fannst þetta svo vitlaus spuming, að hann ansaði henni ekki einu orði, sneri sér að öðru. Ég frétti þetta nú líka eftir öðrum leiðum í morgun, sagði hann, og þess- vegna er ég nú að hringja í þig, fyrst og fremst. Ja - þettá er þá ekki allt búið enn - hugsaði ég, en sagði: Það hlaut að lá að. Eínhverja haldbæra ástæðu hlýtur þú að hafa til að vera að hringja mig upp. Ég var í Stjómarráðinu í morgun, á ríkisstjómarfundi, sagði þessi frétta- maður, að afla frétta fyrir Stöð tvö. Ég steinþagði, vissi varla hvað maðurinn var að fara. En hann hélt áfram, og sagði. Stjómin kemur saman á hverjum morgni að ræða málin, leggja línum- ar, skipuleggja daginn og svoleiðis - framtíðina. Ég gat svo sem ekkert sagt við þessu - á vissan hátt mátti kannske segja að þetta væru fréttir fyrir mig. Eg hef aldrei komið á ríkisstjómarfund, og hefekkihugmyndumþaðhvernig Gunnar Gunnarsson S-Vallholti. þeir fara fram. Enég hefkomiðíAl- þingi - á pallana þar. Og ég fæ mig varla til að lýsa því - þeim áhrifum, sem ég varð fyrir þar. En úr því ég er nú að þessu á annað borð, verð ég líklega að segja hvemig mér þótti. Mér leið vel að komast út - undir bert loft - og sjá - Jón Sigurðsson á stallinum. Ég taldi hann mætti vera feginn að vera laus við þetta þvarg. Eg kenni næstum því í brjósti um þessa menn, sem hanga þama inni - yfir - yfir hverju? — lands- málapólitikinni - þræta og þrefa, þvæl- ast og.....og þykjast gera góða hluti - eins og það er nú bágt ástandið á ýmsu héma hjá okkur - þó. En það er eins og þar stendur - það er engin stofnun, eng- in stjóm, ekkert ráð, og engin nefnd, - meiri - heldur en mennirnir sem sitja við katlana - sitja að völdum og ráða - og það er alveg eðlilegt - einfaldasta mál. Þessar hugsanir mínar flugu með eldingarhraða um vitund mína - miklu hraðar en hægt er að segja hlutina eða skrifa um, og viðmælandi minn í símanum hélt áfram eftir andartaks- þögn. Þetta var nú líka fréttamaður - þeir hafa nú þjálfunina til að ryðja úr sér. „Já, já, já?, hélt hann áfram að segja frá morgunfundi ríkisstjómar- innar, þetta var nefnilega daginn eftir að fréttir bárust af hinu mikla fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnun í fyrra - fylgi hennar orðið jafnvel meira en sjálfs Sjálfstæðisflokksins, og er þá mikið sagt. Enda leið sumum ekki vel. Davíð var í pontu, sagði vinur minn, fréttamaður, og fór mörgum orðum um hið mikla fylgi á þessum vinstri væng. Allir vængirnir á pútunum mínum, hugsaði ég hnugginn, og þar vom þö bæði hægri og vinstri vængir - allir farnir. Og Fréttamaður hélt áfram frásögn af stjómarfundinum: Það væri ekki heppilegt fyrirþjóðina-okkur, ef Sam- fylkingin ? eða hvað sem þetta er, kemst inn að kjötkötlunum, á ríkisjötuna. Það yrði eins og að sleppa minnki lausum í hænsnahús, sagði Davíð. Ogþágellur í einum ráðherranum. Það yrði eins og norður í Skagafirði um daginn, þeg- ar minkurinn komst í hænsnahúsið í Vallholti og drap allar hænumar. Það stendur í Dagblaðinu í dag. Þá gall í mér: Þetta hefur verið vinur minn og stórfrændi - hann Páll Pétursson. Eyjólfur Pálsson Starrastöðum Fæddur 23.11.1952, dáinn 25.1. 2000 Hinsta kveðja Oft síðsumars lít ég á sölnað lauf, þá söngfuglaraustin er hljóðnandi og dauf, það glatar ei trú minni og trausti. Því létt er að yrkja því erfiljóð, sem allt þetta sumar í blóma stóð og fullþroskað fellur að hausti. Það vefjast mun flestum tunga um tönn ef tala á um það, er í starfsglaðri önn er höggvið á traustasta hlekkinn. Því áform öll bresta við örlaga dóm sem áfrýja skal ekki, þögnin og tóm er umhverfis auðan bekkinn. Ég minnist þess nú hversu marga stund við mættum saman á vina fund, og áhyggjur allar fjarri. Þá lífið fékk gildi í gleði og söng og gleymdust annir mörg kvöldin löng. En neyðin er alltaf nærri. Þakkir Rósu ég flyt þér fyrst, fyrir dvölina í þinni vist, og samskipti á umliðnum ámm. Hún geymir minningu um góðan dreng, það er gjöf sem viðkvæman bærir streng, og huggar í harmi sámm. Ég þakka samferð á söngsins vit, ég þakka samstarf og eftir sit, en minningin lengi lifir. Ég þakka fjallferð og rétta rag, þó reyndist vosbúð í gangnaslag, er ylríkur bjarmi því yfir. Á hnignandi sumri, lék haustskugga blær um hug þinn, um svip þinn - og röddin þín skær nú glataði gleðinnar hljómi. Það setur sig enginn í annarra spor, því enginn fær skilið þess raunir og þor, er hlítir þeim harða dómi. Að enduðum skilum er óskin mín sú að almættið veiti þeim kjark og trú, er stjarfir við gröfina standa. Að veitist þeim hugrekki og styrkur við starf sem stöðugt á lífsferli vinna þarf. Þar umhyggju verður að vanda. Ég farsældar, gæfu og blessunar bið bömunum, standi þau ömgg við hlið sinnar hugrökku og harmandi móður. Þú gefur þeim ástæðu að gleðjast á ný þú gefur þeim sigra lífinu í, þú gerir það, guð minn góður. Nú kveð ég þig vinur í síðasta sinn. Ég samúðarkennd allra viðstaddra finn, það léttir á líðandi stundu. Mót hækkandi sólu við horfum á ný, það hýrnar í lofti, og vorgolan hlý vekur upp gróður á grundu. Kristján Stefánsson frá Gilhaga. Fáein kveðjuorð Sá sem tók þátt í félagsstarfi Lýtinga á nýliðnum 20-30 ámm komst ekki hjá því að hitta ljóshærðarn og glaðlegan pilt, sem tók mikinn þátt í kórstarfi og öðm félagsstarfi sveitarinnar. Þar fór Eyjólfur á Starrastöðum. Hann var gott að finna, taustur félagi og góður drengur. Hann varð virkur félagi í Karlakómum Heimi þar sem hann söng 1. tenór, en hann lét sig ekki vanta á kirkjukórsæfingar og kom ungur til liðs við hann. Mér em minnisstæðar góða stundir á söngæfingum í Laugarhúsinu. Guðrún á Starrastöðum, móðir Eyjólfs, söng sópraninn, en Eyjólfur söng tenórinn með Kidda á Reykjum og þótti hver- vetna vel skipað. Björn organisti á Krit- hóli stjórnaði æfingunni. Þar ríkti ljúf- mennskan. Eyjólfur tók líka þátt í Frið- rikskórnum, sem seinna varð Heilsubót- arkór og enn síðar hluti Rökkurkórsins. Þeir Bjöm Sveinsson og Indriði á Reykjum létu sig ekki muna um að bæta einu söngkvöldi á vikudagskrána og æfa með Friðrikskórnum, sem var kór hinna léttþjálfuðu söngvara. Á haustin var Eyjólf að finna á Stafhsréttareyrinni, kátastan í hópi söng- glaðra félaga. Hann bjó með foreldrum sínum á Starrastöðum á þessum árum, yngsti sonurinn, sem varð þar síðar bóndi, eignaðist úrvalskonu af Suður- landi Maríu Reykdal og þau gerði myndarheimili þar á Stairastöðum. Aðstæður Eyjólfs vom rúmar á ein- hleypingsámm hans og hann brá sér af og til á ball með nágranna sínum Birni á Varmalæk og stundum þurfti að teygja ofurlítið á nóttunni. Það er þungbært að horfa á eftir þess- um góða dreng, sjá hann hverfa úr iðu starfs og gleði á miðjum degi og langt til húms og nætur. Ég vil senda fjölskyldu Eyjólfs inni- legar samúðarkveðjur og lýk þessum minningarbrotum með lokavísu úr Stafhsréttarsöng Jóa í Stapa. Eigum stund með glöðum gesti, gleymum sút og harm. Heyrum hví og hnegg í hesti háan söng og jarm. Blómið fölt á bala dreymir bh'tt við Unda nið, meðan áin áfram streymir inn í haustsins frið. JG. Skrifað á skoskri gund þann 25. jan- úar2000. Ingi Heiðmar Jónsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.