Feykir


Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 1
J03R 9. febrúar 2000, 6. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Skuldastaða sveitarfélaga í brennidepli Skagafjörður meðal sjö skuldugustu Sveitarfélagið Skagafjörður er meðal sjö skuldugustu sveit- arfélaga landsins, en forsvars- menn þeirra fengu á dögunum bréf frá eftirlitsnefnd félags- málaráðuneytisins, þar sem seg- ir að eftir að reikningsskil hafi verið skoðuð, komi í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélaganna sé alvarleg og virðist fjármál þeirra stefna í verulegt óefhi. Skuldir Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar eru rúmlega 320 þúsund á íbúa, en skuldugasta sveitarfé- lagið er Ólafsfjörður með um 390 þúsund á íbúa. Auk þessa tveggja sveitarfé- laga, fengu sérstaka viðvörun frá eftirlistnefnd félagsmála- ráðuneytisins, Hríseyjarhreppur, ísafjarðarbær, Vestmannaeyjar, Vesturbyggð og Snæfellsbær. Tólf sveitarfélög önnur fengu mildari viðvörun frá eftirlits- nefndinni og er Blönduósbær þar á meðal. Óskað er eftir skýr- ingum frá stjómendum sveitar- félaganna hvað hafi þama farið úrskeiðis, innan tveggja mánaða ásamt greinargerð um hvemig þróunin hafí orðið hjá viðkom- andi sveitarfélagi á síðasta árí. Forsvarsmenn sveitarfélags- ins Skagafjarðar segjast taka stöðuna alvarlega og á fundum sveitarstjórnar að undanfömu hefur skuldastaðan borið nokk- uð á góma. Leiðir til spamaðar virðast þó vandfarnar og í fjár- hagsáætlun þessa árs er ekki gert ráð fyrir sölu eigna. Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri segir að vel geti þó komið til greina að huga að því þegar líð- ur á árið og Snorri segir sveitar- félagið eiga eignir fyrir skuldum. Fram hefur komið í máli ráðamanna Skagafjarðar að sameiningarárið 1998, eina heila starfsár sveitarfélagsins sem til eru reikningsskil yfir, hafi verið mjög erfitt og fjármál farið nokkuð úr böndum. Því sé það ár ekki beint viðmiðunar- hæft, en við umræður um fjár- hagsáætlun á dögunum kom fram að meirihlutinn telur að fjárhagsáætlun síðasta árs hafi staðist í meginatriðum. Ljóst er þó engu að síður að það verður verkefni sveitarstjómarinnar á næstu mánuðum að finna leiðir sem leitt gætu til þess að laga skuldastöðuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stjómarformaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin sem áminning- una fengu eigi það sammerkt að þar hafi íbúum verið að fækka síðustu árín, og sveitarsjóðirnir því orðið af skatttekjum og tekjustofnar ekki komið á móti. Vilhjálmur vísar því á bug að um óráðsíu í fjármálastjórn sveitarfélaganna sé um að kenna hvernig staðan er. Það fór vel á með þeim Stefaníu Ósk Stefánsdóttur formanni þorrablótsnefndar Öldunnar og Guðmundi Sveinbjörnssyni frá Sölvanesi á blótinu á dögunum. Málefni Vindhælishrepps enn í biðstöðu Enn hefur ekkert gerst í mál- efnum Vindhælishrepps, þó íbúatala hreppsins sé búinn að vera undir lágmarkstöl- unni 50 um fimm ára skeið og því hafi hreppnum borið skylda til að sameinast öðru hreppsfélagi fyrir nokkru. Húnbogi Þorsteinsson í fé- lagsmálaráðuneytinu segir að þetta mál hafi reynst erfitt. Skagahreppur hafi neitað að Arnar byrjar vel á nýju ári Áhöfn frystiskipsins Amars á Skagaströnd byrjar nýja áríð eins og frá var horfið á því síðasta. Skipið landaði á mánudag úr sinni fyrstu veiðiferð á árínu afla að verðmæti um 108 milljónir króna. Sem kunnugt er setti skipið met rétt fyrir jólin þegar það fór fyrst frystiskipa yfir milljarð í aflayerðmæti á ársgrundvelli. Ami Sigurðsson skipstjóri á Arnari segist óttast að árið verði ekki í takt við þennan fyrsta túr. „Okkur finnst þetta ekki líta eins vel út og í fyrra. Við vorum bara á réttu róli, byrjuðum héma fyrir norðan og fórum svo austur fyrir en ekki vestur fyrir land. Mér sýnist ýmislegt benda til þess að það verði ekki eins mikið að hafa og í fyrra", sagði Ámi. Um 80% afla Amars var þorskur, en Skagstrendingur hefur góða kvótastöðu í þorski og það munar um það í tölum varðandi aflaverðmætin. sameinast Vindhælishreppi á sínum tíma þegar það stóð til og síðan hafi verið horft til ann- arra sameininga í sýslunni, en lítil hreyfíng orðið á þeim mál- um. „En við munum ekki láta þetta ganga svona endalaust", sagði Húnbogi. í hreppsnefnd Vindhælis- hrepps voru kosnir við síðustu kosningar: Bragi Kárason bóndi Þverá, Jakop Guðmunds- son Árbakka, Bjöm Bjömsson á Ytri-Hóli, Stefán Stefánsson Ytri-Ey og Daníel Magnússon Eyjakoti. Hreppsnefndarmaður sem Feykir hafði samband við baðst undan því að þurfa á nokkurn hátt að ræða málefni hreppsins. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æfr bílaverkstæöi simi: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir Hjólbardaviðgerðir Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.