Feykir


Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 6/2000 Þorrablót Öldunnar á 30 ára afmælisári Það var þéttsetinn bekkurinn á þorra- blóti Verkakvennafélagsins Öldunnar á Sauðárkróki sem haldið var í félags- heimilinu Ljósheimum nýlega. Stjóm- endur Öldunnar hafa lengi haft þann háttinn á að bjóða eldri borgurum til blóts í byrjun þorra. Hefur þar jafnan verið vandað vel til dagskrár og veiting- ar verið rausnarlegar. Um þessar mund- ir eru einmitt 70 ár liðin frá stofnun Öldunnar og á þessu blóti var vikið að hinum mikla samfélagslega þætti sem Aldan hefur sinnt um tíðina. Það var Stefanía Ósk Stefánsdóttir formaður þorrablótsnefndar Öldunnar sem bauð gesti velkomna. Alftagerðis- bræður, þeir Pétur og Sigfús Péturssyn- ir sungu nokkur vel valin lög fyrir þorra- blótsgesti við undirleik Stefáns R. Gísla- sonar. En skemmtidagskráin var einnig í töluðu máli og þann þátt tók Jón Orm- ar Ormsson að sér og flutti hann eins- konar annál er greip til fyrstu áratuga aldarinnar. Hlaut hann góðar viðtökur hjá samkomugestum. I þessari samantekt vék Jón nokkuð að stofnun Öldunnar og þætti félagsins í mannlífinu um tíðina. Þar segir hann m.a er vikið er að 70 ára áfanga í sögu félagsins. „En því byrja ég mál mitt svo, að á þessu ári eru liðin 70 ár frá stofnun Verkakvennafélagsins Öldunnar. Áður en það félag kom til hafði verið starfandi hér upp úr aldamótum Verkamannafélag Sauðárhrepps sem síðar breytti nafni í Verkamannafélagið Áfram og eftir nokkurn svefn á því félagi reis það upp undir nafninu Verkamannafélagið Fram. En við þurfum auðvitað ekki að fjölyrða neitt um það hvers vegna konur stofn- uðu sitt eigið félag. Hin almenna skýring er auðvitað sú að þær hafi ekki átt sam- leið með körlunum. En þessu má auðvit- að snúa við og segja að karlarnir hafi ekki átt samleið með konunum. Hvoru- tveggja er auðvitað rétt og niðurstaðan sú sama að hér urðu starfandi tvö verka- lýðsfélög. En við höfum í veganesi hug- ans að helmingur samfélagsins taldi á sér brotið. En ekki frekar að því, við skulum heldur snúa okkur að árinu 1930. Hér heima fagna menn 1000 ára af- mæli Alþingis með mikilli hátíð á Þing- völlum og hefur lengi verið til þeirrar hátíðar vitnað. Þá gengu kaupstaðir og sýslufélög undir merkjum inn á vellina og gengu þá Skagfirðingar undir því merki sem margir hafa kennt við sverð og bagal. Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína og það þótti miklum tíðindum sæta að fyrsti þulurinn var kona, Sigrún Ög- mundsdóttir. Það sýnir okkur kannski best hver var staða kvenna á þessum árum. Ný brú yfir Skjálfandafljót var vígð, loftskip Graf Zappelín greifa kom í heimsókn, Hótel Borg var opnuð og glæsileikinn þar þótti heldur í frásögur færandi. Svo hlaupum við á nokkrum at- riðum.......... Og þá hingað á Krókinn. Útvarpið. Gutti bakari sagði mér einu sinni frá því að í upphafi útvarps hefðu nokkrir menn slegið sig saman og keypt eitt viðtæki og haft það á Hótel Tindastóli og hlustað þar fyrir opnum gluggum og mikill fjöldi ævinlega staðið fyrir utan og hlust- að. Meiri voru fjárráðin ekki þá. I dag er sjónvarpstæki og video svona rétt þokkaleg fermingargjöf. Síminn var auðvitað á Stöðinni og pósturinn hjá Blöndal. Menn voru tvo daga á bíl til Reykjavíkur, við illan leik, og taldist til ævintýraferða. En það er einn atburður hér á Krók sem við skulum stoppa aðeins við, en það er stofnun Verkakvennafélagsins Öldunnar. Og við skulum styðjast við fundargerðarbók félagsins. Fundargerð- irnar eru greinilega skrifaðar með pennastöng. Otrúlegt hvað tímamir hafa breyst. 1. Fundur. Þann 9. janúar 1930 er stofnað Verkakvennafélag á Sauðárkrók með 21 félagskonu. Lengri er sú fundar- gerð ekki. Og þetta er upplýsandi ef við horfum til þess að íbúar á Sauðárkróki 1. Fríða Eðvarðs, Guttormur og Halli á Borg. des. 1930 voru 779. En höldum áfram. 2. fundur. 2. febrúar var haldinn fundur í Verkakvennafélagi Sauðár- króks. Fundurinn var haldinn í Verka- mannafélagshúsinu og voru í fundar- byrjun mættar 14 félagssystur og tveir úr stjóm Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki, þeir Friðrik Hansen og Pétur Sigurðsson. Hér er merkilegt skref stigið í bæjar- sögunni. Konur stofha félag til að standa þess vott: Tilgangur félagsins er sá að styðja og efla hag félagskvenna og menningar, á þann hátt sem kostur er á, meðal annars með því að ákveða vinnu- tíma og kaupgjald og stuðla að því að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmálum lands og bæjarfélags. En kálið var ekki sopið þótt konur hefðu stofnað með sér samtök til baráttu fyrir málum sínum. Sá áratugur sem nú fór í hönd hér á Krók er einn erfiðasti Gísli Felisson, Fjóla Þorleifs og Jón Ingólfsson. Uppi í horninu hægra megin er Bjössi Asgríms. að hagsmunamálum sínum og það eru tónskáldið og textahöfundurinn sem leiða þær fyrstu skrefin. Pétur átti því miður ekki langan dag fyrir höndum en það er önnur saga. En á þessum fundi var félaginu gefið nafn og kosið á milli þessara nafna: Björg, Framtíðin, Tilraun og Aldan. Ald- an bar sigur úr býtum við atkvæða- greiðslu. Og þær konur sem þarna ýttu úr vör hugsuðu stórt. 2. grein félagslaganna ber sem yfir þessa byggð hefur gengið og það þurfti mikið þrek til að halda sjó þótt menn væru ekki að leggja undir sig ný lönd. Og fer ég ekki frekar út í þau mál öll. En þessu félagi óx furðu fljótt fisk- ur um hrygg og um áramótin 1937-'38 eru félagskonur orðnar 140. En störfin voru einhæf, erfið og illa launuð. Það hefur breyst en sá er blindur og senni- lega heymarlaus líka, sem segir að jafn- rétti sé milli kynja. En það er önnur saga." Jón Ormar Ormsson flutti skemmtilegan pistil. Internet! Hefur þú áhuga á að taka þátt í stærsta viðskiptatækifæri 21. aldarinnar í gegnum Internetið? Árið 1998 velti Internetið 7 billjónum dollara. Árið 1999 fór veltan í 200 billjónir dollara. Enskukunnátta nauðsynleg! www.lifechanging.com

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.