Feykir


Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 09.02.2000, Blaðsíða 3
6/2000 FEYKIR 3 Bylting hjá skíðafólki Nýja skíðasvæðið í Tindastóli vígt með glæsibrag Skíðaáhugafólk í Skagafirði og nágrenni er í sjöunda himni með nýja skíðasvæðið sem opnað var í Tindastóli um helg- ina. Um 300 voru viðstaddir vígslu nýrrar skíðalyftu á laug- ardagsmorgun og þann dag var vel á fjórða hundrað manns á skíðum í fjallinu. Fjölmennt var einnig á sunnudag og er þegar útlit fyrir að þetta nýja skíðasvæði eigi eftir að laða til sín marga, enda hefur með til- komu þess orðið algjör bylting á aðstöðu til skíðaiðkunar á svæðinu. Skíðafólk frá Skaga- strönd og Siglufirði var meðal þeirra er fyrstir renndu sér í nýju brekkunni, sem Egill Jó- hannsson formaður Skíðasam- bands íslands segir að sé ann- ar tveggja bestu stórsvigsbakka landsins. Margt góðra gesta var við- statt vígslu skíðalyftunnar á laugardag, en hún er 1200 metra löng með um 250 metra fallhæð. Bygging hennar hefur gengið ævintýralega vel, en framkvæmdir hófust 20. des- ember. Hermann Sigtryggsson fulltrúi Vetraríþróttamiðstöðvar Islands á Akureyri, var meðal gesta og lauk hann miklu lofs- orði á aðstöðuna í Tindastóli og það framtak sem dugmikil sveit heimafólks hefur unnið. Her- mann sagði m.a. að ef hann hefði komið á svæðið í desem- ber þá hefði ekki þýtt að segja sér að það ætti að fara að reisa skíðalyftu, hvað þá að hún yrði reist á svo skömmum tíma sem raun ber vitni. Hermann sagðist þess fullviss að skíðasvæðið í Tindastóli ætti eftir að ala af sér margan góðan skíðamanninn og veita fólki ómælda ánægju í framtíðinni, og gaman væri að fylgjast með skíðamótum á þessum stað, því greinilega biði það upp á góða möguleika hvað mótahald snerti. Hermann færði skíðadeild Tindastóls áletraðan skjöld frá Vetraríþróttamiðstöðinni í til- efni dagsins og svo gerðu einnig fulltrúar Skíðasam- bandsins, Egill Jóhannsson for- maður og Ásgeir Sverrisson stjórnarmaður. Egill hafði orð á því í ávarpi sínu að fjöllin þama í kring bæru það með sér að hér yrði gott að skíða og snjóinn skorti ekki. Þá yrði þess áreið- anlega ekki langt að bíða að Skagfirðingar létu að sér kveða í skíðaíþróttinni, enda sleipir í öðrum fþróttum og nefndi í því sambandi tvo af bestu íþrótta- mönnum landsins, Eyjólf Sverr- isson og Jón Amar Magnússon. Þetta var langþráður dagur hjá forustusveit skíðadeildar Tindastóls og ungmennafélags- ins. Páll Ragnarsson formaður félagsins sagði í ávarpi sínu að hér væri stórt skref stigið í í- þróttamálum Skagafjarðar og takmarki náð sem lengi hefði verið stefnt að. Breyttar aðstæð- ur í þjóðfélaginu kölluðu á Mikið fjölmenni var viðstatt vígslu skíðalyftunnar. bætta möguleika til afþreyingar fólks, þar sem að nú heyrði það sögunni til að unnið væri myrkranna á milli. Fólk hefði rýmri tíma til tómstunda en Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar afhenti Gunnari Birni Rögnvaldssyni formanni skíðadeildar Tinda- stóls blóm í tilciiii dagsins. áður og sérstaklega væri það yfir veturinn sem afþreyingar væri þörf. Páll sagði að nú þætti hverju héraði nauðsyn að geta boðið upp á aðstöðu sem þessa og kvaðst þess fullviss að skíða- svæðið ætti eftir að veita mörg- um þá ánægju og lífsfyllingu sem fælist í heibrigðri íþrótt og útivist. Páll vék að aðdraganda ákvarðanatöku varðandi skíða- svæðið í sveitarstjórninni og sagðist virða þær skoðanir sem þar hefðu komið fram, en lét jafnframt í ljósi óskir um að eining yrði um skíðasvæðið nú þegar málið væri afgreitt. Formaður Tindastóls gat þess mikla sjálfboðaliðastarfs sem unnið var við uppsetningu skíðalyftunnar, og nefndi þar sérstaklega þá Viggó Jónsson, Gunnar Björn Rögnvaldsson og Steinar Pétursson, sem voru í fylkingarbrjósti við fram- kvæmdina, og einnig nefndi Páll til gamans þátt Sigurðar Kársonar vélamanns, sem varði mestum hluta síns frítúrs á Málmeynni uppi á skíðasvæði og teldist áhugáhópnum til að Sigurður yrði næst í landi í aprílmánuði. Það var Viggó Jónsson sem fór fyrstu ferðina í lyftunni en áður hafði Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar flutt ávarp þar sem hann lýsti yfír ánægu fulltrúa sveitarfélagins með hvernig til hefði tekist og óskaði Gísli skíðaáhugafólki til hamingju og alls hins besta í framtíðinni. Að lokinni athöfninni var öllum gestum boðið upp á kakó og kleinur í skíðaskálanum, sem greinilega verður fljótlega barns síns tíma, þar sem hann rúmar ekki nema um 30 manns þegar best lætur. Kostnaður við uppbyggingu skíðasvæðisins nemur í dag rúmum þrjátíu milljónum króna og hafa áætl- anir staðist í meeinatriðum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.