Feykir


Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 3
9/2000 FEYKIR 3 Jólakortið komst loksins til skila Það er svo sem ekki nýtt að misjafnlega geti gengið að koma jólapósti til skila og ekki langt síðan að jólapóstur- inn fór fyrir neðan garð í ó- nefndu sveitarfélagi hér fyrir norðan vegna þess að óstjóm- leg leti greip póstburðar- menn. Olíkt skemmtilegra dæmi kom upp á Sauðár- króki nú á dögunum og varð nokkurt aðhláturefni á til- teknum vinnustað í bænum. Þannig er málum háttað að ein af íbúðum Heilbrigðisstof- unarinnar á Sauðárkróki hefur af ákeðnum ástæðum staðið auð frá því skömmu fyrir síð- ustu jól. Hún er í raðhúsalengju í Raftahlíðinni og í næstu íbúð við hliðina býr Minny Leós- dóttir hjúkrunarkona sem lengi hefur starfað við sjúkrastofnina á Sauðárkróki. í síðustu viku var Sigmund- ur Pálsson húsvörður á sjúkra- húsinu sendur til að athuga hvort allt væri ekki í stakasta lagi í tómu íbúðinni og í leið- inni taka póst ef hann hefði borist. Sigmundur kom til baka með nokkum póst og m.a. var í honum jólakoit til Minnyar sem greinilega hafði farið inn um ranga bréfalúgu. Þegar Minny opnaði um- slagið varð henni heldur betur skemmt því jólakortið reyndist vera frá starfssystur hennar tii margra ára á deildinni og mun þeim stöllum hafa ratað á munn þau orð „að betra væri seint en aldrei”, en það er óneit- anlega mjög sérkennilegt að jólakort sé tvo mánuði að ber- ast á milli fólks sem vinnur á sömu deild og sést nánast dag- lega. íslandsganga Trimmganga Laugardaginn 4. mars kl. 14,00 verður keppt í Sigurður Kr. Jónsson á Blönduósi er duglegur að munda myndavélina og í miðsvetrarsól á dögunum tók hann þessa fallegu mynd af bænum, með Héraðshælið og Hnitbjörg í for- grunni og þar næst skólabyggingarnar og kaupfélagið hinum megin Blöndu. Rjómabollur í úrvali! Bollur - Bollur Rjómatilboð frá föstud. - mánud. Rjómi 1/4 ltr. kr. 129. Rjómi 1/2 ltr. kr. 259. Kjötfars kr. 298 kg. • Fiskfars kr. 298 kg. skíðagöngu á skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastóli. Annars vegar er um að ræða 20 km göngu sem er hluti af íslandsgöngunni og liins vegar trimmgöngu fyrir almenning þar sem vegalengdir em 2,5 og 10 km., án tímatöku. Þátttökugjald er kr. 1.100 íyrir íslandsgönguna en kr. 500 fyrir trimmgönguna. Kaífiveitingar verða að göngu lokinni og allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna. Markmiðið er að fá sem flesta til að taka þátt. Nánari upplýsingar og skráning: Birgir hs. 453 6111 vs. 455 4020 og Þórhallur 453 5757. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum fyrir kl. 13,00. frá Gular baunir 500 gr. kr. 29 Sprengidagssaltkjötið, gulrófur, gulrætur, laukur, bacon ALLTÁ SPRENGIVERÐI! Skíðadeild Tindastóls.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.