Feykir


Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 5
9/2000 FEYKIR 5 Almúgafólk á Króknum strangheiðarlegt Af prakkaraskap Björns Egilssonar frá Sveinsstöðum Bjöm Egilsson frá Sveins- stöðum var einn af þeim mönn- um sem setti svip á bæinn í eina tíð, þar sem hann rölti um hann þveran og endilangan, gjamar með þunna skjalatösku undir handarkrikanum og á gúmmí- skónum. Svei mér þá ef hann skildi nokkum tíma hvorugt við sig, að minsta kosti heyrðist það að Bjöm hefði mætt á ball í Miðgarði eitt sinn á gúmmí- skónum, sem hann reyndar vippaði sér úr, og dansaði síðan eins og herforingi á ullarsokk- unum. Oft lagði Bjöm leið sína inn á ritstjóm Feykis í þá gömlu góðu daga sem hún var til húsa í Gamla Bamaskólanum við Aðalgötuna. Venjulega var hans fyrsta verk að draga upp tóbaks- dósina og fá sér í nefið og gefa svo viðstöddum ef þeir höfðu lyst á, en gjaman var mjög lítið í dósinni. það sagði Bjössi gera til að tóbakið þomaði ekki um of. Síðan kom oft svipuð ræða frá gamla oddvitnanum úr Lýtó, þar sem hann vitnaði í séra Tryggva Kvaran eða einhvem snilling úr sinni heimasveit, um þá kúnst að verða ríkur á lífs- leiðinni. Bjössi sagðist hafa reynt að fara eftir þessum fyrir- mælum meistarans en ekki orð- ið ágengt. Annars var Bjöm bölvaður prakkari í aðra röndina. Því fengu lesendur lesbókar Morg- unblaðsins að kynnast fyrir ald- arfjórðungi. I því lesbókarblaði sem gaukað var að Feykismanni segir m.a.: „Nú er Bjöm hættur búskap og fluttur til Sauðárkróks, þar sem hann er strax kominn til mannvirðinga og gegnir meðal annars þeirri trúnaðarstöðu að vera kirkjugarðsvörður. I sumar bar svo við að upp voru festar þrjár orðsendingar á Sauðár- króki frá kirkjugarðsverðinum. Þær voru mynduglega orðaðar: Auglýsing, Yfirlýsing og loks Tilkynning. Það hafði komið upp vont mál í kirkjugarðinum; áburðar- poki hafði horfið og „kirkju- garðurinn lætur ekki laust, það sem í hann hefur verið látið” eins og kirkjugarðsvörðurinn segir í auglýsingunni. Málið fékk þó farsæl endalok svo sem fram kemur í lokatilkynning- unni. Auglýsing Aðfaranótt 17. júní 1975 var 50 kílóa áburðarpoki tekinn úr Sauðárkrókskirjugarði. Ég und- irritaður vil vinsamlega biðja þann sem tók pokann að skila honum aftur á sama stað. Það má vera garðáburður, þvi annar áburður fæst nú ekki hér. Ef að Fvrsta skíðamótið á nvja skiðasvæðinu Skógargangan haldin í Tindastóli Fyrsta skíðamótið sem hald- ið er á nýja skíðasvæðinu í Tindastóli, fer fram nk. laugar- dag. Það er skíðagöngumót, annars vegar keppnisflokkur í íslandsgöngu, þar sem gengnir em 20 km, og hins vegar trimmganga fyrir almenning og börn þar sem gengir em 10 og 2,5 km, án tímatöku. Þessi göngukeppni er til- komin vegna j^ess að Egils- staðabúar gáfu frá sér íslands- gönguna sem þeir áttu að halda samkvæmt mótaskrá Skíðasam- bandsins, og að beiðni Austfirð- inga tók skíðadeild Tindastóls að sér framkvæmd göngunnar, sem gengin hefur verið í Egils- staðaskógi og heitir Skógar- gangan og verður það einnig yf- irskrift mótsins íTindastóli, þó þar sé nú enginn skógurinn. Vitað er til jæss að keppend- ur koma að vestan, frá Strönd- um og Isafirði. Þá er von á Ak- ureyringum og Siglfirðingum til göngunnar, en göngulið Olafs- firðinga var búið að ráðstafa helginni og kemur því ekki. Vænst er góðrar þátttöku heimafólks í trimmflokkunum, en skráningar ber að tilkynna til Þórhalls í síma 453 5757 eða Birgis í símum 455 4020 vs. og 453 6111 hs., einnig verður hægt að skrá sig á staðnum fyr- ir klukkan 13, en gangan hefst kl. 14. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. viðkomandi vill heldur greiða í peningum, er þá rétt að senda mér greiðsluna í nafnlausu bréfi. Það er kunnugt að kirkju- garðurinn lætur ekki laust það sem í hann hefur verið látið og verði áburðarpokanum ekki skilað, er mikil hætta á að sá sem tók verði sjálfur að fara ofan í garðinn á jjessu misseri. Fyriralla muni bið ég þann sem tók að gera skil og skal honum þá tafarlaust verða fyrirgefin vangá þessi. Sauðárkróki, 20. júní 1975, Bjöm Egilsson kirkjugarðsvörð- ur. Yfirlýsing Áburðarpoka, sem tekinn var í Sauðárkrókskirkjugarði hinn 17. júní sl„ hefur ekki ver- ið skilað. Ég hef nú gneitt kirkju- garðinum andvirði pokans. Ég vildi ekki eiga það á hættu að verða að horfa á þann, sem tók, hverfa ofan í garðinn að óvilja sínum á [xissu misseri. Þar sem að ég er djákni Sauðárkrókskirkju tel ég að mér sé leyfilegt að fyrirgefa minni háttar misgerðir. Ég lýsi því hér með að j)eim sem tók nefndan poka er hér með fyrirgefið sú vangá, sem í því fólst, enda virði hann lög- málið hér eftir og hafi fúlla gát á lífshlaupi sínu. Sauðárkróki 26. júní 1975, Bjöm Egilsson kirkjugarðsvörð- ur. Tilkynning Áburðarpokinn sem var tek- inn í Sauðárkrókskirkjugarði hinn 17. júní sl. er nú kominn í leitimar og mér þykir gott til [jess að vita, að almúgafólk á Króknum er strangheiðarlegt. Mér var búið að gruna yfirstétt- ina og sá grunur var ekki út í bláinn. Ungur maður með góðlegt andlit kom til mín og sagðist hafa notað pokann í þágu bæjar- ins. Þessi maður er saklaus. Bæjarstjóm ber ábyrgð á öllum sínum starfsmönnuin og ber henni að láta þá vita hvað má taka og hvað má ekki taka. Hún má líka vita, að hún hefur engan myndugleika inni í kirkjugarði, nema að hún á rétt á legsteini þar. Með yfirlýsingu 26. júní fyr- irgaf ég pokatökuna, en ætlaði þó ekki að fyrirgefa yfírstéttar- mönnum, en hvítur eða svartur galdur, sem gerður hefur verið, verður ekki aftur tekinn. Föm- konan sem lagði á Fjalla-Ey- vind gat ekki tekið álögin aftur. Ég hef ekki elju til að fyrir- gefa bæjarstjóm fleiri syndir, því hún hlýtur alltaf að gera eitthvað af sér, en ég mæli um og legg á að hún komist aldrei undir manna hendur. Sauðárkróki 4. júlí 1975, Bjöm Egilsson kirkjugarðsvörð- ur. KARLAKQRINN HEIMIR Heimiskvöld með fjölbreyttri dagskrá og glæsilegum veitingum verður haldið í Miðgarði laugardagiim 11. mars kl. 21.00. Nánar auglýst síðar He imisfé lciga r 4^**% Dorgveiðikeppni Vatnshlíðarvatn 4.mars kl. 12,30 - 16,00 Veiðileyfi kr. 500 Á staðnum verða: Veiðafæraleiga, heitir drykkir, sjoppa, ókeypis beita. Verðlaun í boði styrktaraðila: Grillið íVarmahlíð KS Sauðárkróki Hárgreiðslustofan Kúnst Veiðimaðurinn ABU-Garcia Veiðihús Lalla Pizza 67 Siglufirði Blómabúðin Aðalblóm Ferðaþjónustan Hólum Upplýsingar í símum: 453 6300,453 6311 og 453 6312. Ferðamálabraut Hólaskóla.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.