Feykir


Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 9/2000 Margt að gerast á Opnum dögum í Fjölbrautaskólanum Það var Valgeir Levý sem fékk verðlaun fyrir besta búninginn á Söngvarakeppninni „Scream 2000“ sem fór fram í Bifröst í síðustu viku. Ólafur Símon Ólafsson t.h. afhenti viðurkenn- inguna, en hins vegar tókst ekki, vegna mikils sviðsreyks, að ná hrúklegri mynd af sigurvegara söngvarakeppninnar, Sverri Bergmann Magnússyni, en hann verður fulltrúi FNV í Söngvarakeppni framhaldsskólanna. í dag, miðvikudag, byrja í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hinir árlegu Opnu dagar í skólanum, en þá er brugðið er út af hcfðhundinni stundaskrá og ýmiss menn- ingar- og tómstundarmál tek- in til umfjöllunar. Nemendur og kennarar skemmta sér saman við hin ýmsu uppátæki og það er Nemcndafélagiö sem stendur fyrir dagskránni sem endar með árshátíð skól- ans í lok vikunnar. Eins og jafnan áður kennir ýmissa grasa og verður dagskrá- in mjög þétt og allir ættu því að /jpBij Heilbrigðisstofmmin Sauðárkróki HUSNÆÐI OSKAST Stofnunin óskar eftir íbúðum á leigu, á Sauðárkróki, fyrir sumarafleysingafólk. Um er að ræða tímabilið júní - ágúst. n.k. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 455 4020. (jWlij Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í marz og apríl: Tímabil Læknar 1/3 - 10/3 Sigurgeir Kjartansson 13/3 - 17/3 Valur Þór Marteinsson 20/3 - 24/3 Vilhjálmur Andrésson 27/3 - 7/4 Ólafur R. Ingimarsson 10/4 - 14/4 Edward Kiernan 17/4 - 19/4 Sigurður Albertsson Tímapantanir í síma 455 4000. Sérgrein skurðlæknir þvagfæraskurðlæknir kvensjúkdómalæknir skurðlæknir kvensjúkdómalæknir skurðlæknir fínna eitthvað við sitt hæfi. Margir góðir gestir koma og heimsækja skólann á ineðan á Opnum dögum stendur, nægir þar að nefna Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, en hann kemur og spjallar við nemendur að morgni fyrsta dags Opnu daganna, það er í dag. Hljómsveitin landsfræga Sigurrós kemur og heldur tón- leika á fimmtudaginn öllum vonandi til mikillar skemmt- unnar, en hún hefureinmitt ver- ið að gera það gott í Bretlandi á síðustu missemm. „Þessi dag- skráratriði eru aðeins brot af því sem er í boði á opnum dögum, hitt sem er í boði, er einfaldlega svo yfirgripsmikið að ekki verð- ur unnt að telja það upp að svo stöddu. Opnu dögunum lýkur svo með glæsilegri árshátíð sem haldin verður í íþróttahús- inu laugardaginn 4. mars, þar verður mikið um dýrðir og næg- ir að nefna að hljómsveitin Skítamórall leikur fyrir dansi að loknu borðhaldi. Góða skemmt- un á Opnum dögum sem og öðmm”, segir m.a. í tilkynningu frá Nemendafélagi Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra, en þai' er tekið ífam að að ölvun á þess- ari árshátíð er með öllu óheim- il. Húnaþing vestra Fimm sækja um áfengisútsöluna Fimm aðilar sýna áhuga á rekstri útsölu ATVR sem á- ætlað er opna í Húnaþingi vestra í vor, en ÁTVR aug- lýsti eftir samstarfsaðilum nýlega. Forráðamenn áfeng- isverslunarinnar ætla að koma norður nú í vikunni, ræða við þessa aðila og kynna sér aðstöðuna sem þeir hafa upp á að bjóða. Þessir fimm aðilar munu vera Verslunin Mirra á Hvammstanga sem Jóhanna Ágústsdóttir veitir forstöðu, Slökkvitækjaþjónustan Hvammstanga í eigu Skúla Guðbjömsson, Kaupfélag Vest- ur - Húnvetninga, Tölvuhljóð- mynd sem er í eigu Gústavs Daníelssonar og Verslunin Tröllagarður á Laugarbakka sem Regína Þórarinsdóttir rek- ur. Dorgveiðikeppni á Vatnshlíðarvatni Laugardaginn 4. mars held- ur ferðamálabraut Hólaskóla dorgveiðikeppni á Vatnshlíðar- vatni. Keppnin hefst kl. 12,30 og stendurtil kl. 16. Keppnis- gjald er 500 kr. en innifalið í verðinu er vök og beita. Á staðnum verður veiðafæraleiga og sjoppa sem selur sælgæti og heita drykki. Veitt verða verð- laun fyrir mestu aflabrögðin og stærstu fiskana ásamt ýmsu öðru. Rannsóknir hafa sýnt að þéttleiki bleikjunnar í Vatns- hlíðarvatni sé sá mesti á landinu þannig að búast má við mikilli veiði. Vatnið er sérstakt fyrir þær sakir að þar eru tvö aðskil- in afbrigði af bleikju.bnína af- brigðið og silfraða afbrigðið. Ferðamálabrautin í Hóla- skóla hefur staðið að dorgveiði- keppnum síðustu ár, þó sum árin hafi fallið úr vegna veðurs. Núna munu nemendur fiskeld- isbrautar aðstoða á keppnisdag- inn sjálfan við að bora vakir, hjálpa fólki og veita fróðleik til þeirra sem þess óska. Nánari upplýsigar veita Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Guðni Magn- ús Eiríksson í síma 453 6300 og í myndsíma 453 6301.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.