Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra
1. mars 2000, 9. tölublað, 20. árgangur.
Sterkur auglýsingamiðill
KJORBOK
Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga
- með hœstu ávöxtun í áratug!
—
Landsbanki j
islands
í forystu til framtíðar
Útibúlð á Sauðárkrókl - S: 453 5353 .
Leikfélag Blönduóss
Komið að
frumsýningu á
„Frumsýningu"
Undanfamar vikur hafa staðið yfir æfing-
ar hjá Leikfélagi Blönduóss á leikritinu
"Frumsýningu” eftir Hjörleif Hjartarson frá
Tjörn í Svarfaðardal. Leikstjóri er Þröstur
Guðbjartsson.
Leikritið er í léttum dúr og fjallar um það
sem gerist baksviðs á fmmsýningu hjá áhuga-
leikfélagi, en verið er að frumsýna Skugga-
svein. Tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni
auk aðstoðarfólks og eru margir að taka sín
fyrstu spor á sviði.
Frumsýning á „Frumsýningu” verður
föstudagskvöldið 3. mars n.k. kl. 20.30 í Fé-
lagsheimilinu á Blönduósi en næstu sýningar
verða sunndaginn 5. mars kl. 17.00, fimmtu-
daginn 9. mars kl. 20.00 og laugardaginn 11.
mars kl. 20.00.
Meirihlutmn í Húnaþingi vestra Skagfirðingar og Akur-
vill sýna ábyrga fjármálastjóm eyringar ræða saman
Fjárhagsáætlun Húnaþings
vestra var samþykkt á fundi
sveitarstjómar fyrir skömmu. Að
nrati meirihluta sveitarstjórnar
einkennist áætlunin af háum
framlögum til viðhalds og end-
urbóta. Engu að síður sé það
ekki raunin sem sýnist, að rekst-
ur sveitarsjóð sé að þyngjast og
lítið verði til framkvæmda. Gert
er ráð fyrir að skuldir verði
greiddar niður um 11,2 milljón-
ir á árinu og í bókun meirihlut-
ans kemur fram að markmiðið
sé nú sem áður að sýna ábyrga
fjármálastjóm.
„Ætla má að í eðlilegu ár-
ferði sé svigrúm sveitarsjóðs til
eignabreytinga nokkurt. Því
svigrúmi má halda við með
stöðugu aðhaldi gagnvart öllum
rekstraliðum”, segir einnig í
bókun meirihlutans, en hann
lagði einnig fram tillögu þess
efnis að sveitarstjóm komi á fót
starfshópi sem kanni með hvaða
hætti sveitarfélagið geti styrkt
búsetu í sveitum. Horft verði til
að nýta ákveðinn lið í fjárhags-
áætlun til þessa verkefnis og leit-
að eftir mótframlögum irá öðum
aðilum. Starfshópinn skipi
Heimir Agústsson, Gunnar Sæ-
mundsson og Olafur B. Oskars-
son, og hafi hópurinn samráð
við samtök bænda í sveitarfélag-
inu, ráðunauta og aðra aðila,
sem þeir telja ástæðu til. Starfs-
fhópurinn skili fyrstu tillögum til
sveitarstjómar fyrir 15. april nk.
Guðný H. Bjömsdóttir gerði
athugasemdir við skipan starfs-
hópsins og aldursdreifmg hefði
mátt vera meiri. Miklar umræð-
ur urðu um fjárhagsáætlunina á
fundinum og sat minnihlutinn
hjá við afgreiðsluna.
Helstu niðurstöður fjárhags-
áætunar Húnaþings vestra eru
eftirfarandi: Rekstrartekur; út-
svar 139 milljónir, fasteigna-
skattur 36 milljónir, framlag úr
jöfnunarsjóði 65,6 milljónir.
Skatttekjur alls 240,6 milljónir.
Kostnaður vegna málaflokka
22 i ,6 milljónir. Gjaldfærð fjár-
festing verði jákvæð um 3,4
milljónir vegna sölu véla. Eign-
færð fjárfestning er áætluð 4,2
milljónir.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri á Akureyri verður gestur
á fundi byggðarráðs Skaga-
fjarðar í dag. Þessi heimsókn
Kristjáns Þórs er táknræn að
því leyti að lítíl samskipti hafa
verið milli sveitarstjórna þess-
ara byggðarlaga um langt
skeið, en nú er meiningin að
breyting verði þar á og leitast
verði við að þessi sveitarfélög
vinni meira saman í framtíð-
inni.
Gísli Gunnarsson forseti
sveitarstjómar SkagaQarðar sagði
í samtali við Feyki að eftir að
hann hóf störf í sveitarstjóm hafi
hann undrast það sambandsleysi
sem er. við Akureyringa og sér
skiljist að þannig hafi það verið
lengstum hjá bæjarstjóm Sauðár-
króks. Gísli segir að þetta sé
ákaflega óeðlilegt með nágranna-
sveitarfélög og því hafi hann haft
samband við Kristján Þór bæjar-
stjóra fyrir skömmu og Snorri
Bjöm sveitarstjóri hafi síðan
áréttað þennan vilja á fundi á Ak-
ureyri í síðustu viku.
„Það er svo sem algjörlega ó-
mótað á hvem hátt þetta samstarf
kemur til með að vera, en það er
nauðsynlegt að ræða saman og
kanna möguleika á einhvers kon-
ar samstarfi”, sagði Gísli. Að-
spurður sagði hann að ekkert mál
væri á dagskrá byggðarráðs í dag
sem snerti sameiginlega hags-
muni Skagfirðinga og Akureyr-
inga.
...bílar, tryggmgaí,
bækur, ritföng,
framköllun, rnmmar,
tímarit, ljósritun,
gjafavara...
BÓKABÚÐ
BRYNcJARS
SDBURQðTn 1 slm 453 5950
TOYOTA
- tákn um gæði
Kodak Pictures
TRYGGINGA-
MIÐSTÖÐIN HF.
þegar fnest á reynlr!