Feykir - 08.03.2000, Qupperneq 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MED RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU1
SAUÐÁRKRÓKI
Stöðug aukning hefur verið í farþegaflugi um Alexandersflugvöll frá árinu 1992 og á síðasta
ári fjölgaði flugfarþegum um 3%.
Ekkert sem bendir til
fækkunar ferða í fluginu
„Ég á alls ekki von á því að
ferðum hingað verði fækkað á
næstunni. Þvert á móti held ég
að forráðamenn íslandsflugs geri
sér fulla grein fyrir því að for-
sendan fyrir því að takist að
halda uppi farþegaflutningum
um þennan flugvöll er að halda
uppi ferðum. Og nýtingin á vél-
unum hefur verið mjög góð”,
segir Vigfús Vigfússon umboðs-
maður Islandsflugs á Sauðár-
króki. Þróun innanlandsflugsins
hefur verið nokkuð í fréttum að
undanfömu, einkum vegna þess
að íslandsflug hætti flugi til Ak-
ureyrar, Egilsstaða og Vest-
mannaeyja, en félagið átti í
grimmri samkeppni við Flugfé-
lag fslands á þessum leiðum. Því
er ekki þannig varið á flugleið-
inni til Sauðárkróks, þar sem að
Flugfélag íslands hætti áætlunar-
flugi hingað fyrir nokkru.
Farþegum um Alexanders-
flugvöll á Sauðárkróki fjölgaði
um 400 á síðasta ári. Svarar það
til 3% aukningar á ársgrundvelli
og er í takt við meðaltal aukn-
ingar í innanlandsflugi á síðasta
ári í landinu, en útkoman milli
einstakra staða er mjög misjöfn.
Reykjavík var með 3% eins og
Sauðárkrókur, farþegum fjölgaði
mest fyrir austan, 12% á Homa-
firði og 9% á Egilsstöðum. Þeim
er fóru um Akureyrarflugvöll
fjölgaði um 7% og 6% um Vest-
mannaeyjar. Farþegum um
Húsavík fækkaði hins vegar
stórlega eða um 28% og athygli
vekur að 4% samdráttur varð áí
fjölda farþega um Isafjörð, eða
um 2.100. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá Flugmála-
stjóm.
Sigurður Frostason starfs-
maður Flugmálastjómar á Sauð-
árkróki hefur fylgst vel með far-
þegafluginu. Hann segir að
aukning hafí orðið á farþegum
um Alexandersflugvöll frá árinu
1992, og gífurleg fjölgun varð á
árinu 1997 en þá var samkeppn-
in gefin frjáls og tvo flugfélög
fluga á Sauðárkrók. Við þetta
varð þriðjungs fjölgun farþega
og em nú um 15 þúsund manns
sem fara um Alexandersflugvöll
á ári, en vom um 10 þúsund árið
1992.
Sigurður segir að svipaður
fjöldi farþega hafi farið um völl-
inn núna síðustu árin, sé tekið til-
lit til leiguflugsins. Á síðasta ári
hafi leiguflug dregist saman frá
árinu áður og þannig jafni fjöld-
inn sig nokkuð út milli ára.
Steinullarverksmiðj an
Hagnaðurinn 108,8
millj. á síðasta ári
Um það bil 108,8 milljóna
hagnaður varð af rekstri Stein-
ullarverksmiðjunnar á síðasta
ári, miðað við 97,7 milljón
króna hagnað árið áður. Er
þetta besta útkoma fyrirtæks-
ins frá upphafi. Heildarsala í
steinull nam í fyrra um 172
þúsund rúmmetrum, sem er
um 7% meira magn en árið
áður og er þetta mesta sala frá
upphafi rekstrar árið 1985.
Sála á innanlandsmarkaði
nam um 116.000 rúmmetmm,
sem er um 16% aukning frá
fyrra ári og út vom því fluttir
um 56.000 rúmmetrar, sem er
heldur minna magn en árið
áður.
Tekjur Steinullarverksmiðj-
unnar á síðasta ári vom 671,8
milljónir, en vom 620 árið áður.
Rekstrargjöld vom 529 milljón-
ir ‘99, en 514,6 millj. ‘98. Fjár-
festingar vom fyrir 20,5 millj-
ónir í íyrra en 46,5 m. árið áður.
Á árinu var hlutafé fyrirtæk-
isns lækkað um 148,5 milljónir
króna eða um 35%, með út-
greiðslu til hluthafa. Veltufé frá
rekstri var 167,9 millj. ‘99, en
160,1 m. ‘98, Handbært fé frá
rekstri 153,9 m. ‘99, en 171,1
m. ‘98. Langtímaskuldir lækk-
uðu í fyrra í 85,7 milljónir úr
111,3 milljónum, en skamm-
tímaskuldir hækkuðu í 153,6
milljónir úr 123,6 milljónum.
Veltufjárhlutfall lækkaði í
1,82% úr 2,28% og eiginfjár-
hlutfall sömuleiðis í 63,2% úr
66,1%. Þá lækkaði arðsemi eig-
infjárí 23,7% úr 27,4%.
Bvggðarráð Húnaþings vestra álvktar
Ný brú verði byggð
á Hrútafjarðará
Byggðarráð Húnaþings
vestra vill þrýsta á endur-
bætur á þjóðvegi 1 um
Hrútafjörð með þau megin-
markmið að leiðarljósi að
draga úr slysahættu, en brú-
in yfir Hrútafjarðará við Brú
hefur reynst hin mesta
slysagyldra og stutt síðan að
þar varð mjög alvarlegt slys.
í byggðarráði var nýlega
kynnt erindi sem sent verður
Vegagerðinni, samgönguráð-
herra og fleiri aðilum sem mál-
inu tengjast. Þar er bent á að á
árinu 1988 hafi verið hönnuð
ný veglína fyrir botn Hrúta-
fjarðar þar sem gert er ráð fyrir
nýrri tvíbreiðri brú á Hrúta-
fjarðará fyrir neðan ármót Sík-
ár og Hrútafjarðarár. Á undan-
fömum árum hafi komið í ljós
að aðkoma á brúna yfir Hrúta-
fjarðará sé algjörlega óviðun-
andi og beinlínis hættuleg, seg-
ir í erindi byggðarráðsins.
—ICTch^hi ckjDI— SÍMfTbílaverkstæði
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ # m m m sími 453 si4i
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA # Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA XJ Rettingar Sprautun