Feykir


Feykir - 08.03.2000, Síða 2

Feykir - 08.03.2000, Síða 2
2 FEYKIR 10/2000 IpEYKIE Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svatt hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Rækustofninn í Húnaflóa hruninn - en rækjan í Skagafirði lítur vel út Rækjustofninn í Húnaflóa er hmninn. Þetta var niðurstaðan úr vetrarkönnun Hafrannsóknar- stofnunar á innfjarðarrækjumið- unum fyrir skömmu. Athugunin nú kom ekkert betur út en haust- rannsóknin sem gaf síður en svo ástæðu til bjartsýni. Rækjuveið- in hefur verið slök á Húnaflóa síðustu árin og menn óttast nú að það muni taka einhver ár að ná stofninum upp. Guðmundur Ingþórsson hjá rækjuvinnslu Særúnar á Blöndu- ósi segir að menn þekki svo sem sveiflumar í rækjunni og það sé í raun ómögulegt að segja til um hvenær úr rætist. Guðmundur sagði þetta mjög slæm tíðindi fyrir alla hagsmunaaðila á svæð- inu og stór biti fyrir vinnslumar þar sem nú í aflaleysinu í rækj- unni munaði um allt. „Við vor- um í tveimur vöktum á síðasta ári en höfum verið með eina vakt eftir áramótin og átt í erfiðleikum með öflun hráefnis. Veiðin hefur verið dræm og gæftaleysið ekki til að bæta ástandið, en ótíðin er búin að vera einstök”, sagði Guðmundur í Særúnu. Rækjusjómenn við Skaga- fjörð geta þó litið örlítið bjartar á framhaldið en félagar þeirra við Húnaflóann. Kvótinn á vertíðina er 400 tonn og skiptist miOi fjög- urra báta sem allir leggja upp hjá Dögun á Sauðárkróki. Skerðing- in er nokkur þar sem undanfarin ár hefur verið leyfð 800 - 1000 tonna veiði á Skagafirði. „En rækjan lítur vel út og virðist hafa æti, þannig að við emm nokkuð bjartsýnir”, segir Ágúst Guðmundsson hjá Dögun. Ágúst segir að þokkalega hafi gengið með hráefnisöflun, en hins vegar séu markaðimir fyrir rækjuna ekkert sérstakir um þessar mundir. menn á Langjökli (jB&é Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í marz og apríl: Tímabil 1/3 - 10/3 13/3-17/3 20/3 - 24/3 27/3 - 7/4 10/4 -14/4 17/4 - 19/4 Læknar Sigurgeir Kjartansson Valur Þór Marteinsson Vilhjálmur Andrésson Ólafur R. Ingimarsson Edward Kiernan Sigurður Albertsson Sérgrein skurðlæknir þvagfæraskurðlæknir kvensjúkdómalæknir skurðlæknir kvensj úkdómalæknir skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4000. Ellefu björgunarsveitamenn úr Skagafirði tóku þátt í leit að vélsleðamanninum á Langjökli um helgina. Að sögn Guðmund- ar Guðmundssonar formanns Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð, sem var í leiðangrin- um, vom leitarmenn fullir vonar og bjatsýni allan tíma, þar sem vitað var að umræddur vélsleða- maður var vanur ferðamaður og fastlega reiknað með að hann hafi grafið sig í fönn. . Það voru sex félagar úr Flug- björgunarsveit Varmahlíðar, þrír frá Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi og tveir frá Skagfirð- ingasveit sem fóru til leitarinnar og var lagt af stað fram í Hvera- velli klukkan átta á sunnudags- kvöld og komist við harðan leik frameftir um fjögur leytið um nóttina. Lagt var síðan upp á jökulinn á vélsleðum og bflum snemma á mánudagsmorgun og leitað í nokkra klukkutíma þang- að til tilkynning barst um að maðurinn væri fundinn. Komið var síðan til baka úr leitinni klukkan 11 á mánudagskvöld. Guðmundur sagði í samtali við Feyki að leitar- og björgunar- störf væru nú að verða mun harðari og erfiðari öllu jöfnu, en áður þekktust. Það stafaði af því að tækjabúnaður ogTatnaður ferðalanga væri orðinn það góð- ur að fólk væri á ferð yfir jökla og hálendið í hvaða veðri sem er. Því þyrftu björgunarmenn mun oftar að leita við erfiðari aðstæð- ur en áður. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Ég missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is Skagfirskir leitar-

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.