Feykir - 08.03.2000, Qupperneq 6
6 FEYKIR 10/2000
Af sameiiiingarmálum og fleiru
Nú em bráðum liðin 2 ár frá
því að við Skagfirðingar í 11
sveitarfélögum ákváðum að
heyja lífsbaráttuna saman í einu
sveitarfélagi. Á þessum tæpum
tveimur ámm hefur ýmislegt átt
sér stað og víst að ekki em allir
á eitt sáttir um hve vel hefur til
tekist. I upphafi er vert að taka
það fram að markmið samein-
ingarinnar var að geta betur
staðið gegn fólksflutningum
burtu úr sveitarfélaginu og efla
okkur sem sjálfstæð og sterk
stjórnsýslueining í harðri sam-
keppni við önnur sveitarfélög.
Fyrir sameininguna vissu all-
ir að þetta sameinaða sveitarfé-
lag yrði skuldugt og að ekki yrði
hægt að vinna nein kraftaverk í
að ná skuldum niður og sam-
hliða halda áfram uppbyggingu
í sveitarfélaginu. Við vissum
líka að fjárhagslegur ávinningur
af sameiningunni myndi ekki
koma fram strax á fyrsta ári og
jafnvel ekki á fyrsta kjörtímabili
nýrrar sveitarstjómar. En ég held
að við höfum öll vænst þess að
stjómsýslan yrði greiðari og það
myndi auðvelda okkur að vinna
markvisst að uppbyggingu í
sveitarfélaginu. Eg held líka að
við höfum öll haft þá hugsjón að
við gætum nýtt betur sérkenni
og kosti hvers sveitarfélags fýr-
ir sig í þágu heildarinnar.
Lítum aðeins á hvemig til
hefur tekist:
Atvinnumál
Strax á fyrstu mánuðum
nýrrar sveitarstjómar, var at-
vinnuþróunarfélagið Hringur
stofnað. í samvinnu við atvinnu-
og ferðamálanefnd hefur það fé-
lag unnið ötullega að því að
koma af stað nýjum fyrirtækjum
og styðja þau sem fyrir eru á
margvíslegan hátt. Markvisst
hefur verið unnið að því að
flytja fleiri störf hingað og ým-
islegt í þá veruna er í farvatninu.
Ekki er ætlunin hér að telja upp
þau atvinnutækifæri sem sveit-
arstjómin hefur á einn eða ann-
an hátt komið að, en nægir að
nefna t.d., styrkingu atvinnulífs-
ins á Hofsósi með ákvörðun um
að byggðakvótinn svokallaði
færi óskertur til Höfða, stofnun
Clic-on, Hestamiðstöðina, Nátt-
úmstofuna, fjölgun starfa í fé-
lags- og skólamálum um allt
hérað, lagningu hitaveitu í Borg-
ar- og Staðarsveit og m. fl.
Verið er að skoða möguleika
á atvinnuuppbyggingu á Steins-
stöðum, margvísleg verkefni á
sviði í ferða- og menningar-
mála, m.a. í samstarfi við Hóla-
skóla og fleiri aðila. Þá er og
vert að minna á fjölgun starfa á
vegum Byggðastofnunar og
flutning hluta Ibúðalánasjóðs
hingað. Otalin em þau störf og
sú uppbygging sem einstakling-
ar og fyrirtæki standa fyrir og
em að vinna að, en það er að
sjálfsögðu mikilvægast hverju
samfélagi að eiga kraftmikil
fyritæki og inetnaðarfulla ein-
staklinga til að nýta þau tækifæri
sem gefast.
Skólamál og
tómstundamál
Eini skólinn sem ekki er ein-
setinn á Norðurlandi vestra er
Árskóli á Sauðárkróki og er ljóst
að húsnæðisvandamál em farin
að hamla metnaðarfullri starf-
semi hans. Því var strax ákveð-
ið að byggja við hann þannig að
hægt væri að einsetja skólann
og um leið uppíylla lagaskyldur
um námsframboð. 1. áfangi
þeirrar viðbyggingar verður tek-
inn í notkun haustið 2001.
Á fjárhagsáætlun þessa árs er
gert ráð fyrir4 milljónum króna
í endurbætur á gmnnskólanum á
Hofsósi, framkvæmd sem löngu
er tímabær og ljóst að leggja
þarf mikla fjármuni til hans á
næstu ámm eigi hann að upp-
fylla þær kröfur sem við gemm
til nútíma skólahúsnæðis.
í Varmahlíð hefur fjármun-
um verið varið til þess að flytja
Tónlistarskólann í húsnæði
gmnnskólans og á þessu ári er á-
ætlað að verja talsverðu fé til
uppbyggingar nýrrar stjómunar-
álmu. Jafnframt fær Varmahlíð-
arskóli aukafjárveitingu til
kaupa á tölvubúnaði vegna þró-
unarverkefnis á sviði upplýs-
ingatækni í skólanum. Tveir
nýir leikskólar hafa tekið til
starfa, í Varmahlíð og á Hólum
og einnig hefur verið komið á
fót dagvistun íydr yngstu böm-
in í Fljótum.
Frá og með næsta skólaári
ætti að vera búið að koma á fót
dagvistun í tengslum við alla
gmnnskólana í sveitarfélaginu,
en fyrirhugað er að á Hofsósi
verði skóladagvistun rekin í
tengslum við leikskólann. Á s.l.
hausti var farið af stað með slíka
skóladagvistun við Árskóla á
Sauðárkróki og þykir sú starf-
semi hafa farið einkar vel af stað
og þörfin augljóslega talsvert
meiri en áætlað var í upphafi.
Það ætti öllum að vera ljóst
mikilvægi þess að búa vel að
yngstu borgurum okkar og því
hefur það verið þessari sveitar-
stjóm mikið kappsmál að hlúa
enn betur að innra starfi skól-
anna, sem og ytri umgerð þeirra.
Félags- og
heilbrigðisþjónustan
Á s.l. ári var ákveðið að
sveitarfélagið legði Félagi eldri
borgara í Skagafirði til aðstöðu í
félagsheimilinu Ljósheimum,
til afnota fyrir félagsstarf. Þá á-
kvað sveitarstjóm einnig að
setja á stofn dagvistun fyrir aldr-
aða í samvinnu við Heilbrigðis-
stofnunina, þar sem hægt er að
fá margvíslega þjónustu ókeyp-
is eða gegn lágu gjaldi.
í desember s.l. var opnuð ný
og glæsileg endurhæfingardeild
við Heilbrigðisstofnunina, sem
nýtist eldri borgumm, fötluðum
og öðmm þeim sem þurfa sér-
stakrar þjálfunar við. Til þess að
ljúka mætti byggingu þessarar
endurhæfingardeildar eins og
ráð var fyrir gert, hljóp sveitar-
félagið myndarlega undir bagga
við fjármögnun. Fram til þessa
hafa allir sem þess þurfa í sveit-
arfélaginu, fengið heimilishjálp
um leið og óskað er eftir henni.
Víða annars staðar þarf fólk að
bíða svo mánuðum skiptir eftir
slíkri þjónustu.
Þjónustufulltrúar
í tengslum við fjárhagsáætl-
un var ákveðið að leggja niður
störf þjónustufulltrúa, nema
starf þjónustufulltrúans í Vanna-
hlíð. Ástæðan er einfaldlega sú
að þeir þóttu ekki nýtast eins og
til stóð í upphafi. Ekki ætla ég
að gera lítið úr mikilvægi þess
að íbúar sveitarfélagsins eigi
sem greiðastan aðgang að
stjómsýslunni. Þess vegna var
um leið ákveðið að kjömir full-
trúar svo og embættismenn
byðu upp á viðtalstíma úti í hér-
aðinu og að við reyndum á þann
hátt að gera stjómsýsluna sýni-
legri og aðgengilegri. Það er von
mín að slíkt fyrirkomulag megi
einnig verða til þess að flýta
þeirri hugarfarslegu sameiningu
sem er okkur nauðsynleg.
Að Iokum
Við höfum þurrkað út land-
fræðileg mörk þessara 11 sveit-
arfélaga en því miður tel ég að
við eigum talsvert í land með að
upplifa okkur sem eina heild og
líta á sameiginlega hagsmuni
okkar í stað þeirra sem sundra
okkur.
Ég heyri stundum örla á
gömluin hrepparíg og að Krók-
urinn taki allt til sín. Ég held að
ef menn skoða af sanngimi þá
þróun sem orðið hefur síðan
sameiningin átti sér stað, þá geti
enginn með rökum haldið því
fram að eitthvert hinna gömlu
sveitarfélaga hafi orðið útundan,
eða að hlutimir hefðu batnað ef
sameiningin hefði ekki átt sér
stað. Það sem þó mun verða
hinn endanlegi mælikvarði á
hvemig okkur tekst til sem líf-
vænlegt sveitarfélag, er þróunin
í búsetumálum. Á síðasta ári
fækkaði hér einungis um 10
manns, en á árinu 1998 fækkaði
um 181 íbúa. Ef þessi þróun
heldur svona áfram og okkur fer
jafnvel að fjölga, kvíði ég ekki
framtíðinni íþessu sveitarfélagi.
En það er ekki sveitarstjómin
ein sem stýrir þróuninni, heldur
fyrst og fremst fólkið sjálft - ef
við sem einstaklingar sem og
stjómendur fyrirtækja og opin-
berra stofnana höfum trú á því
sem við erunr að gera og höfum
trú á framtíð okkar hér getum
við koinið ýmsu til leiðar - það
held ég að hafi sannast á þessum
tveimur ámm sem liðin em frá
sameiningunni.
S auðárkróki 6. mars 2000.
Herdí s Á. Sæmundardóttir.
Vandamál á vinstri væng
Vandræðagangur á vinstri væng
vantraust og lítið yndi,
að þau lentu í einni sæng
árangur næðist í skyndi.
Mig langar að segja hér frá
símtali - bara smá. Það var í
prófkjörinu fyrir síðustu kosn-
ingar. Þá hringdi í mig maður og
bað um atkvæði mitt. Ekki til
að raða á listann, ne-ei, hann
hafði sjálfurákveðið sæti f huga,
ég átti aðeins að merkja við
jxtta sæti sem hann vildi sitja í
- sem var þó ekki fyrsta sætið -
skrítið!
Ég sagði honum, þessum
manni, að það væri alls ekki víst
ég hlýddi, slæi ég til - set ég
þig í fyrsta sæti, og bætti svo
við: Það er ekki von á góðu fyr-
ir jressa þjóð, fáist ekki hæfari
menn til starfa í framvarða-
sveitina. Að hugsa sér - gamall
bóndi frammi í sveit skuli þurfa
að segja ykkur - þessum
kandídötum - hvemig eigi að
hafa hlutina
Hann fór þegar að útskýra
sitt mál, þessi ágæti maður, með
fljúgandi mælsku og faguryrð-
um, fór á kostum og lauk máli
sínu með því að segja. Nú -
hvumig vilt þú þá hafa þetta
öðruvísi, góði minn?
Það er nú varla að ég fái
mig til að segja það, sagði ég,
það er svo augljóst nrál. Þið
gefið ykkur fram - biðjið svo
væntanlega kjósendur að raða á
listann, og brýnið fýrir fólki, að
til sé ætlast þeir einir raði á lista
sem ætli sér að kjósa hann í
kosningunum.
Nei - ónei, þið hafið það ekki
svona! Heldur vaðið fram með
frekju og fyrirgangi, eins og ó-
þekki strákurinn sem óð um allt
og hrópaði: Ég vil hafa! ég vil fá!.
Þið segið: Ég vil vera hér -
ég vil vera þar - á þessum list-
um. Ég vil 1. sætið, hrópar
einn, ég vil 2. sætið, hrópar ann-
ar, og svo - þegar þið fáið ekki
vilja ykkar framgegnt, verðið
þið vondir, - farið fram á öðrum
lista - eða stofnið til nýs fram-
boðs. Fyrir þessu eru ótal dæmi
úr öllum flokkum, í langflestum
kjördæmum landsins, og það
má ekki á milli sjá - hver flokk-
anna - eða flokksbrotanna - hver
- hver - er„... er...
Jæja en, sleppum því. Þetta
gengur ekki svona. Hér er
vandamálið íhnotskum -stjóm-
leysið á Islandi, í þessu gósen-
landi sem gæti verið eitt göfug-
asta og besta ríki í heimi, en
þar emm við komin í hring - það
er nefnilega enginn meiri held-
ur en hann er, engin stefna eða
flokkur meiri heldur en menn-
imir sem halda um stjómvöl-
inn. Þar liggur hundurinn graf-
inn.
Og svo leyfa sumir sér -
þessir vísu!!! menn, að gæla
við hugmyndir - eins og inn-
flutning á nautpeningi. Varþá
ekki minkur og karakúl nóg???
Gunnar Gunnarsson,
Syðra-Vallholti.
Vöruflutningar
Sauðárkrókur - Skagídjöróur
Daglegar ferðir
Vörumóttaka í Reykjavík hjá
Aðalflutningum Héðinsgötu 2
Sími 581 3030
Bjarni Haraldsson sími 453 5124.