Feykir


Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 1
1EEYKIM 15. febrúar 2000, 11. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Mikið fjölmenni var viðstatt vígslu reiðhallarinnar. Hér eru þeir félagarnir Oddur frá Blöndu- ósi, Sigurbjörn Bárðarson og Arni Þorgilsson. Mynd/Jón Sigurðsson. Glæsileg sýning við vígslu nýju reiðhallarinnar Reiðhöllin á Blönduósi var vígð sl. laugardag í blíðskapar- veðri að viðstöddu miklu fjöl- menni, eða svo mörgum áhorf- endum sem aðstæður framast leyfðu. Sýnd voru hross dreifð um margar sýslur landsins, allt frá Eyjafirði suður og austur til Rangárvallasýslu, og þar á með- al landsþekktir kynbótahestar s.s. Galsi frá Sauðárkróki, Gust- ur frá Hóli, Oddur frá Selfossi, Víkingur frá Voðmúlastöðum og Þór frá Höskuldsstöðum, og kynbótahryssurnar Þoka frá Ak- ureyri og Næla frá Bakkakoti. Auk þess voru nokkur sýn- ingaratriði heimafólks úr héraði, svo sem hópur sjö kvenna, leik- ið sögulegt atriði fjögurra knapa, munsturreið sjö knapa og fán- areið 10 knapa. Þá var töltsýning 10 hesta er dæmd var af Magn- úsi Lárussyni. Tóku þátt í henni þekktir gæðingar víðsvegar að og varð í efsta sæti hesturinn Húni fráTorfunesi, setinn af Sig- urbimi Bárðarsyni, en íöðru sæti hinn kunni Valíant frá Heggs- stöðum, setinn af Hafliða Hall- dórssyni. Var þetta sýningaratriði athyglisvert og jafnframt lær- dómsríkt fyrir áhorfendur hvern- ig beri að sýna hesta samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru um sýningaratriði. Ótalið er svo eftirlætisatriði sýningarinnar er Sigurbjöm Bárðason sýndi sjálfan Odd frá Blönduósi sem nú er 15 vetra og brást það ekki vonum áhorfenda en þar sýndist maður og hestur vera eitt. Vígsluhátíðin hófst með söng Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps, blessunarorðum sóknarprestsins Sveinbjarnar R. Einarssonar, ávarpi félagsmálaráðherra í for- föllum landbúnaðarráðherra, á- varpi formanns LH og fleiri að- ila. Lofað var með orðum og gjöfum hið mikla framtak eig- anda reiðhallarinnar Árna Þor- gilssonar og leyfir fréttaritari sér að endurtaka frá fyrri frétt af byggingunni, að Arni hafi lagt gull í lófa húnvetnskra hesta- manna með framtaki sínu. Formaður samtaka hrossa- bænda í A.-Hún. tilkynnti val á hrossaræktarmanni ársins, sem þeir hlutu sameiginlega feðgarn- ir í Steinnesi í Sveinsstaða- hreppi, Jósef og Magnús ásamt eiginkonum sínum. Stjórnandi dagskrár og þulur var Hjörtur Karl Einarsson og fórst það vel úr hendi. Grímur Gísla. Nýtt íslandsmet Arnars frá Skagaströnd Með aflaverðmæti upp á 140 milljónir Frystitogarinn Arnar kom til heimahafnar á Skagaströnd í gærdag úr mettúr. Skipið var með um 140 milljóna aflaverð- mæti og er það talsvert meira en nokkurt annað frystiskip hefur komið með af Islandsmiðum. Samherjaskipið Baldvin Þor- steinsson kom með rúmlega 126 milljónir á liðnu hausti og fannst þá mörgum nóg um, en áhöfn Skagastrandar Arnars hefur átt sérstöku láni að fagna síðustu misserin. Túrinn á undan var skipið með 108 milljóna verð- mæti og á síðasta árí voru túrarn- ir fjórír sem fóru yfir 100 millj- ónirnar, og yfir milljarðinn voru Arnarsmenn komnir fyrir skötu- veisluna á Þorláksmessu. „Þetta er rosalega gaman þeg- ar svona gengur. Þetta er náttúr- lega heppni að lenda í þessu „hel- víti", en maður á náttúrlega ekki að bölva þegar gengur svona vel. Við vorum að veiðum allan tím- ann á Austfjarðamiðum og þrátt fyrir bölvaðar brælur gátum við verið að allan túrinn nema hálfan annan sólarhing sem við þurfum að „slóa". Við vorum náttúrlega að veiða verðmætar tegundir, þorsk og grálúðu, og höfum góð- ar heimildir í þær. Tókum þarna 500 tonn af þorski og það eru ekki allir sem geta leyft sér það", segir Arni Sigurðsson karlinn í brúnni á Arnari, en aflinn í þess- um túr var 670-80 tonn upp úr sjó. I gærmorgun voru 33 dagar frá því Arnar lét úr höfn og voru aflaverðmætin því að meðaltali 4,3 milljónir á sólarhring. Árni sagði að veiðin hefði verið nokk- uð jöfn, engir stórir toppar. Há- setahluturinn er góður úr túrnum, eða um 1300 þúsund. „Já strák- amir eru vel af því komnir. Þetta eru algjörir járnkarlar sem ég er með hérna um borð, gera allt sem þeir eru beðnir um, og það gera kannski ekki allir sér grein fyrir því hvað liggur að baki því að vinna tæp 700 tonn í haugabrælu úti á sjó." - En hvað gera menn nú í til- efni dagsins? „Ja það er svo sem lítið um- fram það venjulega, en ég á þó von á því að við skálum saman í kampavíni félagarnir. Síðan skemmir það ekki hjá okkur að Skagstrendingur er núna að birta betri afkomutölur en nokkurn tíma hafa þekkst í sögu fyrirtæk- isins", segir Árni Sigurðsson skipstjórí á Arnari. Sjö um Hestamiðstöðina Sjö sóttu um starf framkvæmdastjóra Hestamiðstöðvar íslands sem nýlega var auglýst og hefur því stjórn mið- stöðvarinnar úr góðum hóp að velja, en hana skipar: Sveinbjörn Eyjólfsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra formaður og meðstjórnendur Bjarni Egilsson Hvalnesi og Skapti Steinbjörnsson Hafsteinsstöðum. Ekki fæst uppgefið hverjir sóttu um, en á næstu dögum verður gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ& bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargala Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílavidgerdir Hjólbarðaviðgerðir Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.