Feykir


Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 6
6FEYK1R 11/2000 Hagyrðingaþáttur 292 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrjum þáttinn að þessu sinni með vísu eftir Magnús Finnsson frá Stapa- seli. Aldrei hef ég eignast féð eins og dæmin sýna, og því varla eyri séð ævidaga mína. Önnur vísa kemur hér eftir Magnús. Ég þó kasti ýmsu á glæ einu verð ég feginn. Það er ef ég eignast fæ eitthvað hinum megin. Eins og þessar vísur bera með sér mun Magnús hafa glímt við sárafátækt alla ævi. Brá þó oft fyrir gamansemi í vísum hans, t.d. þessum. Hann þá kyssti hana fyrst hún var þyrst í muna. Litli Kristur, lífs af kvist léði mixtúruna. Astarstríðið örðugt gekk oft sem bíður trega. Mædd um síðir Magga fékk manninn prýðilega. Jóhann Olafsson frá Gerðum í Ós- landshlíð yrkir svo um ellina. Er við sáttur ævikjör úti brátt er glíma. Dvínar máttur, dofnar fjör dregur að háttatíma. Eggert Norðdal yrkir svo 94 ára gamall. Öll mín liðin ævistig eru í veður fokin. Sá er hingað sendi mig sér um ferðalokin. Jón Karlsson í Gýgjarhólskoti yrk- ir svo á fundi er hann sat við hlið stúlku. Út frá Stínu yl ég finn allt niðrundir miðju. Um mig geislar ástúðin eins og glóð í smiðju. Þótt við sæt og sælurík samvistanna njótum. Þá er engin erótík í þeim vinahótum. Næstu vísur eru ortar fyrir nokkrum árum um Ólaf Lárusson í Skarði í Gönguskörðum. Höfundur er Guð- mundur Sigurður Jóhannsson fræði- maður á Sauðárkróki. Hattinn ber á höfði sér hreifur fyrr en varði, hláturmildur heilsar mér hreppsstjórinn í Skarði. Trútt við rætur Tindastóls téður safnar arði, árla kominn er til róls Ólafur í Skarði. I bændafarir bregður sér búandkarlinn harði, ærslast þá og ólmur er Ólafur í Skarði. Hefur enga í réttum ró ræður aldrei sparði, sveiflar staf og segir hó signorinn í Skarði. Býr við rausn í bestum rann í bænda ræmdum garði bið ég guð að geymi hann gosann þama í Skarði. Það er Rúnar Kristjánsson sem orti svo um Guðmund Böðvarsson eitt sinn er hann var á ferð um Hvítársíðu. Kirkjubóli bjó hann á besta skjóli að vonum. Kyssti sólin kulda af brá kraftinn ól í honum. Sinnar tíðar kappakrans kostafríður bar hann. Hvítársíða saknar hans sveitarprýði var hann. Þegar horft er til himins verður næsta vísa til. Máni fullur fer um loft flestum þykir karlinn em. Þannig sést hann ekki oft einu sinni mánuð hvem. Rúnar kveðst hafa komist í kynni við ákveðið spillingarmál og ort af því tilefni. Skömm er að þeim skólareit skýrt ég á það bendi, þar sem engin ærlegheit eru fyrir hendi. Einn ég þekki hér á haug hana er flíkar drambi, þar er engin ærleg taug undir rauðum kambi. í lok bréf síns sendir Rúnar undir- rituðum þessa þörfu ábendingu. Ef þú klippir stöku stilk stýrt er nærri tjóni. Fleiri mætti draga í dilk með Dagbjarti og Jóni. Það mun hafa verið Grétar 0 Fells sem orti svo. Gleymska hylur genginn stíg. Goð af stöllum falla. Loksins enginn þekkir þig. Þögnin gleypir alla. Ég held að það hafi verið Jón S. Bergmann sem orti þessa til ferskeytl- unnar. Meðan einhver yrkir brag og íslendingar skrifa. Þetta gamla þjóðarlag það skal alltaf lifa. Að lokum ein góð eftir Kára í Valadal. Kætir lundu kveðið mál kosta er fundið gaman. Eg hef stundum öls við ál orðin bundið saman. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Eldri dansaklúbburinn Hvellur Dansleikur verður haldinn í Ljósheimum laugardaginn 18. mars kl. 23-3. Bassi sér um fjölbreytta dansmúsík. Mætum vel og sundvíslega. Allir velkomnir. Stjórnin. Sigurður og Stefán vara við norskum MW^Bij Heilbrigðisstofnunin m Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í marz og apríb Tímabil 13/3 -17/3 20/3 - 24/3 27/3 - 7/4 10/4 -14/4 17/4 -19/4 Læknar Valur Þór Marteinsson Vilhjálmur Andrésson Ólafur R. Ingimarsson Edward Kiernan Sigurður Albertsson Sérgrein þvagfæraskurðlæknir kvensjúkdómalæknir skurðlæknir kvensjúkdómalæknir skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4000. Þeir Sigurður Sigurðsson sérfræðingur í búfjársjúkdóm- um og Stefán Aðalsteinsson fyrrv. framkvæmdastjóri í genabanka fyrir búfé hafa sent frá sér bækling þar sem þeir vara mjög eindregið við inn- flutningi á fósturvísum úr norskum kúm. Telja þeir innflutning fóst- urvísanna stórhættulegan og óþarfan þar sem íslenski naut- gripastofninn sé heilbrigður og kostum búinn með tilliti til af- urðagetu og fullnægi nógsam- lega framleiðsluþörf mjólkur- vara í landinu, auk þess að miklar líkur séu á því að opnast muni markaður erlendis fyrir mjólkurduft til framleiðslu á barnamjólk þar sem íslensku kýmar séu að mestu lausar við prótínið „betakasein Al" er valdið geti aukinni sykursýki í bömum. Telja sérfræðingar að inn- flutningur fósturvísanna óhag- kvæman og ótímabæran þar sem ekki liggi fyrir mat á hag- kvæmni hans. Hætta sé einnig á innflutningi smitsjúkdóma, en fyrir þeim sé íslenskt búfé mjög viðkvæmt. Niðurstaða sérfræðinganna er því sú að innflutningur hinna norsku fósturvísa sé með öllu ótímabær vegna sjúk- dómahættu og mikils og margskonar kostnaðar er af honum hlytist. Umræddan bækling sinn sendu þeir Sigurður og Stefán búnaðarþingsfulltrúum, ráðu- nautum, skrifstofum búnaðar- sambanda og dýralæknum, í þeim tilgangi að þessir aðilar taki afstöðu til fósturvísamáls- ins út frá þeim rökum sem til- færð eru í bæklingnum, og auk þess gefa þeir kost á að senda bæklinginn til þeirra er áhuga hafa á málinu og óska að fá hann sendan. gg/ruv.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.