Feykir


Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 20/2000 Stíidentar ásarnt skólameistara að skólaslituni loknum. Fjölmenni við slit Fjölbrautaskólans Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið s.l. laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni í há- tíðarsal bóknámshússins. Skóla- meistari Jón F. Hjartarson braut- skráði 72 nemendur þaif af 42 stúdenta, 17 meistara og aðrir voru af sjúkraliðabraut, uppeld- isbraut, viðskiptabraut, grunn- deild rafiðna og í samnings- bundnu iðnnámi. Fram kom í máli skólameistara við skólaslit- in að hann hefði fengið ársorlof og við störfum hans tekur Ar- sæll Guðmundsson aðstoðar- skólameistari næsta haust. Jón F. Hjartarson kvaðst mundu sækja fyrirlestra í háskóla er- lendis um stjórnunarfræði en alltítt er að kennarar og stjóm- endur fari í slfkt orlof einu sinni á starfsævinni. Hefur Jón starfað við skólann í rúma tvo áratugi eða allt frá stofnun hans 1979.. Ársæll aðstoðarskólameist- ari flutti vetrarstiklur, yfirlit yfir starfsemi vetrarins: í máli hans kom fram að nemendur sem innrituðust í skólann haustið 1999 voru 454 og á vorönn skráðu sig 424 nemendur í dag- skóla. Þá vom 42 nemendur skráðir í almennt meistaranám báðar annimar. Alls vom skráð- ir í skólann á skólaárinu 547 nemendur. Þetta er svipaður nemendafjöldi og skólaárið á undan. Rúmlega hundrað nem- endur vom á heimavist skólans. Námsframboð skólans var með hefðbundnu sniði en fram- haldsskólum landsins var gefinn kostur á því að fresta gildistöku nýrrar námskrár þar sem kveðið er á um breytta skipan náms- brauta. Hins vegar hefur vetur- inn verið notaður í að aðlaga námsframboð skólans að breytt- um aðstæðum. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, sótti skól- ann heim og ræddi við nemend- ur og kennara um nýjar áherslur í skólastaifi. Heimsóknin var kærkomin og gafst ráðrúm til að spyrja ráðherrann út í ýmiss málefni. Skv. nýrri námskrá fækkar bóknámsbrautum en námsframboðið verður þó svip- að en innra skipulag brauta breytist eitthvað sem og inn- tökuskilyrði á einstakar náms- brautir. Kennslan í almenna meist- aranáminu var með sérstöku sniði en hún fór fram sem fjar- kennsla með hjálp myndfunda- búnaðar. Nemendumir 42 vom dreifðir um kjördæmið þ.e. á Siglufirði. Sauðárkróki, Skaga- strönd, Blönduósi og Hvamms- tanga og sameinuðust, sem í einni kennslustofu væru í kennslustundum með hjálp tækninnar. Er öllum Ijóst, sem að fjarkennslu með myndfunda- búnaði hafa komið, að hér er um byltingu að ræða fyrir menntun- armöguleika landsbyggðar- fólks. Það er okkur því sönn ánægja að í dag verða braut- skráðir frá skólanum 17 nem- endur sem fullgildir meistarar f sinni iðngrein. Á starfsbraut stunduðu 11 nemendur nám en það er Karl Lúðvíksson sem er deildarstjóri starfsbrautar og á hann miklar þakkir skildar fyrir alúðleg störf í þágu nemenda á starfsbraut- inni og við uppbyggingu braut- arinnar. Brautin þjónar andlega og líkamlega fötluðum nemend- um. Núverandi starfsbraut skól- ans, sem þjónar andlega og lík- amlega fötluðum einstakling- um, tók til starfa haustið 1998 og var þá skipulögð sem 2ja ára námsbraut. I febrúar sl bárust okkur svo þau ánægjulegu tíð- indi að menntamálaráðuneytið hefði samþykkt að lengja námið í 3 ár. Þetta ætla nemendur á starfsbraut að nýta sér og verða áfram við skólann að einum undanskildum. Starfsbrautin hefur notið mikillar velvildar utan veggja skólans sem innan. Má nefna að heimilisfræði- kennslan fór fram á sambýlum og heimilum nemenda. í tölvu- fræði var einnig litið heim til nemenda og þeim leiðbeint á sínar eigin tölvur og tímar í tal- þjálfun enduðu oft á Ábæ eða í Sauðárkróksbakaríi þar sem ár- angur kennslunnar var reyndur á vettvangi. Fyrirtæki hafa tekið við nemendum í starfsþjálfun og má nefna að nokkrir nemendur hafa fengið áframhaldandi vinnu hjá viðkomandi íýrirtæki á launum. I vetur var unnið ötullega að undirbúningi stofnunar grunn- deildar tréiðna. Gerðar voru kannanir á áhuga nemenda í grunnskólum á stofnun slíkrar námbrautar og hjá fýrirtækjum í atvinnugreininni. Áhuginn var greinilegur og nú hefur lang- þráður draumur ræst. Mennta- málaráðuneytið hefur veitt heimild fyrir tréiðnabrautinni og verður sumarið notað til að breyta Verknámshúsi skólans í samræmi við það. Einnig standa vonir okkar til þess að næsta vetur verði farið af stað með öldungadeild, námsbraut í hestamennsku og sjúkraliðanám í tengslum við heilbrigðisstofn- anir á svæðinu. Nemendur skólans hafa ekki setið auðum höndum í vetur frekar en fyrri ár. Auk þess að stunda námið af kappi hefur fé- lagslegi þátturinn verið þrosk- aður. Stjóm nemendafélagsins undir góðri foiystu Atla Bjöms Eggertssonar Levý. Mikið starf og ábyrgð hvílir á herðum nem- endaráðs. Nemendur skólans hafa farið víða og orðið sér og skólanum til fyrirmyndar hér á landi sem erlendis. Sem dæmi má nefna að þeir tóku þátt í spuminga- keppninni Gettu betur, verið með menningarkvöld af ýmsum toga, kór skólans verið öflugur, dansleikir hafa verið haldnir í tengslum við busavígslu og full- veldisdaginn, upplestur úr Ijóð- um. kaffihús og svo mætti lengi telja. Opnir dagar vom haldnir með hefðbundnum hætti á vor- dögum og tókust vel. Skólinn hefur á undanföm- um ámm átt í miklum samskipt- um við erlenda skóla, bæði nemendur og starfsfólk. Skóla- árið nú var engin undantekning og nú er svo komið að Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra slær flestum öðmm skólum við þegar kemur að erlendum sam- skiptum", sagði Ársæll. Guðný María Bragadóttir, stúdentsefni og einn af þeim nemendum skólans sem þátt hefur tekið í erlendum sam- skiptum sagði frá reynslu sinni af samskiptum við Frakka . Þá flutti Atli Bjöm lævy forseti Nemendafélagsins kveðjuorð f.h. brautskráðra nemenda og Guðmundur Stefán Ragnarsson f.h. 10 ára stúdenta við góðar undirtektir salarins. Skólameistari fjallaði í kveðjuorðum til nemenda um Max Weber og sagði : „Megi eldmóður ykkar vera málefna- legur, eldlegur trúnaður við góð- an málstað og þann guð eða anda sem fyrir honum ræður. Megi gæfa og hamingja fýlgja ykkur alla tíð og megi hvert ykkar finna sitt töfrahnoða og ganga staðfastleg sinn ævistíg” Áð venju var tónlistin í há- vegum höfð við skólaslitin. Þau hófust með samleik á flygil, þar sem þær léku fjórhent á píanó systumar Signý og Unnur Sig- urðardætur, norskan dans eftir Edvard Grieg. Einnig söng kór Fjölbrautaskólans nokkur lög við stjóm Hilmars Sverrissonar, en hann lætur nú að störfum við skólann og var þakkað heilla- drjúgt starf við skólaslitin. Innritun á haustönn 2000 o lýkur föstudaginn 9- júní ^Í.ANDS'1 Mjög áríðandi er að áhugasaniir leggi inn mnsókn eða hafi samband við námsráðgjafa. Vakin er athygli á það starfrækt verður Griumdeild tréiðna frá og með næsta haust. Upplýsingar í síma 453 6400. Skólameistari. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðáikróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þrírhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson. Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nteð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.