Feykir


Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 8
Óháð f réttablað á Norðurlandi vestra 7. júní 2000,21. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Jón Arnar náði Olympíulágmarkinu Það fer ekki hjá því að ís- lenska þjóðin fái að fylgjast með Jóni Arnari Magnússyni ásamt fleiri íþróttamönnum sín- um á Olympíuleikunum í Sydn- ey í septembermánuði. Jón Am- ar náði lágmarkinu á tugþraut- armótinu í Götzis um helgina. Hann þurfti 7800 stig en tryggði sig örugglega inn á 8206 stig- um. Sá árangur dugði þó aðeins til níunda sætis, en mjög góður árangur náðist á mótinu. Það var Tékklendingurinn Thomas Dovrak sem sigraði á 8900 stigum. Annar var landi hans Roman Seberle með 8757 stig og þriðji Eistlendingurinn Erki Nool með 8757 stig, en það er jafnframt besti árangur hans og Eistneskt met. Það er gleiðiefni fyrir Jón Amar að hann skyldi nú komast í fyrsta skipti í gegnum þraut frá því í hitteðfyrra. Ýmislegt var honum samt mótdrægt að þessu sinni. Það vom varla nema þrjár greinar sem hann var að ná meðalárangri í að langstökkinu meðtöldu, en þar bætti hann sinn besta árangur í þraut um einif sentimetri, stökk 7,68 metra. En þrátt fyrir að detta um fyrstu grind í 110 metra grindar- hlaupinu, fyrstu greininni seinni daginn, og vera þar tveim sek- úntum frá sínu besta lét Jón Arnar ekki bugast og náði þar með settu marki. Það er því bara bein brautin fraumundan hjá þeim Jóni og Gísla þjálfara að haga undirbúningi sem best fyrir keppnina miklu í Sydney sem allir bíða eftir. Menn tóku keppnina misjafnlega alvarlega á sjómanna- daginn. Meira um hátíðarhöldin á 3. síðu blaðsins. KJÖRBÓK i Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun íáratug! Landsbanki s íslands í forystu til framtíðar Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Sauðárkróki, Óskar Óskarsson slökkviliðsstjóri og sjúkraflutningsmennirnir Svavar Birgisson og Sigurbjörn Björnsson. Nýr samningur um sjúkraflutninga Á dögunum var undirritaður nýr samningur um sjúkraflutninga í Skagafirði. Samningurinn er milli Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og Sveitaifélagsins Skagafjarðar. Brunavamir Skagafjarðar munu áfram annast sjúkraflutning- ana og sjúkrabflar em staðsettir í slökkvistöðinni. Helstu nýjungar í samningnum em þær að hér eftir verða ætíð tveir sjúkraflutningsmenn til taks í öllum sjúkraflutningum en fram til þessa hefur einungis einn maður verið á bakvakt hverju sinni. Heilbrigðisstofnunin greiðir kr. 6,2 millj- ónir fyrir samninginn á ári. Vesturfarasetrið á Hofsósi Sýningin frá Gimli opnuð um næstu helgi Á laugardaginn kemur, 10. júní kl. 14, verður opnuð í Vesturfarasetrinu á Hofsósi sýning frá Nýja Islandssafn- inu í Gimli um landnám ís- lendinga þar vestur frá. Það var Stefán Stefánsson ættað- ur frá Djúpadal sem lét gera þessa sýningu til minningar um konu sína, Ollu Stefáns- son. Sýningin er sett upp í fyrsta sinn hér og verður uppi í Vesturfarasetrinu fram í ágúst, en þá er ráðgert að hún verð færð til Nova Scotia í Kanada. Aðspurð sagði Wincy Jó- hannsdóttir í Vesturfarasetrinu að þeir í Gimli vildu fá á annað hundrað fermetra undir sýning- una þannig að um viðamikla sýningu væri að ræða, en von var á gám til Hofsós með sýn- ingunni í fyrradag. „Svo við vitum ekki ná- kvæmlega hvemig hún lítur út, en hún byggist að nokkru á myndbandi um landnámið er tengist einstökum hlutum sýn- ingarinnar", sagði Wincy, en sýningin verður í öðm að nýju húsunum á Sandinum sem formlega var tekið í notkun á dögunum. Hvammstangi Nýr kaup- félagsstjóri ráðinn Nýlega var gengið frá ráðningu nýs kaupfélags- stjóra til Kaupfélags Vestur - Húnvetninga á Hvamms- tanga. Af sex umsækjendum varð fyrir valinu Bjöm Elíson 38 ára Reykvíkingur sem undanfarið hefur gengt starfi verslunarstjóra hjá Landsím- anum. Bjöm tekur við starfinu á haustmánuðum en þá mun Gunnar V. Sigurðsson láta af störfum vegna aldurs, eftir tæplega 40 ára farsælt starf hjá Kaupfélagi Vestur - Hún- vetninga. /CSX TOYOTA ^^V\S " tóftn um gæðl TRYCGINCA- MIÐSTÖÐIN HF. þcgarmcstí reynlrl ...bílar, tryggingar, bækur, ritföng, fraxnköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BROTJABS SUBnRGÖTU 1 SlMI 453 5950 illff i KODÁXTkPRESS gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.