Feykir


Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 1
EYKIR 19. júlí 2000, 25. tölublað 20. árgangur. Óháð f réttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Dittað að „sparihliðinni" Nú þegar ferðamannstímabilið stendur sem hæst eru allir að vonast eftir að straum- urinn liggi til þeirra. Og þá er náttúrlega um að gera að hafa aðkomuna að bæjunum sem snyrtilegasta þannig að ferðafólkið fái á til- finninguna að það sé að heimsækja góðan og skemmtilegan stað. Síðustu sumur hefur markvisst verið unnið að því að snyrta og fegra aðkomuna að Sauðárkróki að sunnan enda það enn sem komið er aðalinnkeyrslan í bæinn. Hefur þar tekist vel til og margir haft orð á því hvað Sauðárkrókur sé snyrtilegur bær. Og áfram verður unnið að því að snyrta aðkomuna á Krókinn. Nú í sumar byrja fram- kvæmdir við gerð Þverárfjallsvegar og varla verða mörg ár þar til meginumferðin liggur inn á Sauðárkrók norðanmegin, um Þverár- fjallið. Þá verður að taka til hendinni og leggja áherslu á að snyrta þeim megin. Búferlaflutningar fyrstu sex mánuðina Fjölgun á Blönduósi og Sauðárkróki Samkvæmt tölum Hagstof- unnar um búferlaflutninga fyrstu sex mánuði ársins, voru brottfluttir umfram að- flutta 40 fleiri á þessu tíma- bili í Norðurlandi vestra. Það eru einungis tveir þéttbýli- staðir sem bæta við sig fólki samkvæmt þessum tölum, til Sauðárkróks fluttu 90 manns, en 73 fóru í burtu, og til Blönduóss fluttu 56 en 48 II u11 u sig um set Jafnvægi helst á íbúatölu á Skagaströnd og í Varmahlíð samkvæmt þessum tölum Hagstofunnar, jafnmargir fluttu á þessa staði og fóru. Hlutfalls- lega mesta fækkunin virðist vera að eiga sér stað á Hvammstanga, þaðan fluttu 32 þessa fyrstu sex mánuði ársins, en einungis 15 fluttu á staðinn. Frá Siglufirði fóru 54 en 41 komu í staðinn. Og Laugar- bakki í Miðfirði vekur athygli fyrir þær sakir að hann er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu, sem ekkert fólk fær til sín á þessu tímabili, en fjórir fluttu í burtu. Á öðrum stöðum á Norður- landi var þróunin fyrri helming ársins sú að brottfluttir voru umfram aðflutta, nema í Grímsey og á Hjalteyri. Fólks- fækkunin virðist mest í Hrísey, þaðan fluttu 21 en einungis tveir komu í staðinn, frá Ólafs- fírði fluttu 39 en 21 komu til bæjarins, fjöldi brottflutta um- fram aðflutta voru 18 á Akur- eyri og 14 á Dalvík, svo dæmi séu nefnd af Norðurlandi eystra en þaðan fóru 132 fleiri en fluttu inn á svæðið. Árskóli stækkaður Stækkun gagnfræðaskólahúss- ins á Sauðárkróki, sem nú heitir Árskóli, miðar vel og samkvæmt áætlun. Áætlað er að þessi fyrsti á- fangi stækkunarinnar, svokallaður Kubbur og b-álma verði komin undir þak fyrir veturinn. Húsnæð- ið verður svo tekið í notkun næsta haust, 2001, átta kennnslustofur, og þá verður unnt að einsetja skól- ann. Að sögn Óskars G. Bjömsson- ar skólastjóra verður húsnæði Bamaskólans nýtt til kennslu á- fram, en framtíðar áætlamir gera þó ráð fyrir að annar og þriðji á- fangi stækkunargagnfræðaskólans leysi það af hólmi. Annar áfangi byggist í austur og þar verði sér- greinastofur, stjómunarrými og salur skólans og 3. áfangi til norð- urs og verða í honum kennslustof- ur. Óskar segir að Kubburinn og b-álman leysi brýnustu húsnæðis- þörf skólans og með einsetning- unni verði unnt að koma til móts við þær kröfur sem gerðar eru til grunnskólastarfs í dag, s.s. sam- fellds skóladags. Kostnaður vegna þessara byggingaframkvæmda í ár er um 90 milljónir króna. Milliplatan steypt á b-álmu gagnfræðaskólahussins. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æl bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 ^Bílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.